Ólafur um samband sitt við Alfreð: „Baunaði á hann í fjölmiðlum ef þess þurfti og hann tók því“ Anton Ingi Leifsson skrifar 4. maí 2020 10:00 Ólafur í þættinum á fimmtudagskvöldið. vísir/s2s Ólafur Kristjánsson segir að samband hans og Alfreðs Finnbogasonar hafi verið gott tímabilið 2010 er Breiðablik varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn í karlaflokki. Ólafur hafi gert miklar kröfur á Alfreð. Ólafur var gestur Gumma Ben á Sportinu í kvöld þar sem hann gerði upp tímabilið en Ólafur var óhræddur við að gagnrýna Alfreð meðal annars í fjölmiðlum. Hann var spurður út í samband sitt við Alfreð þetta tímabil. „Ég held að ég hafi alltaf verið þannig að þeim sem ég hef mikla trú á og finnst hafa mikla hæfileika, þá geri ég kröfur og ég er smámunasamur,“ sagði Ólafur. „Ég ýti á menn og gerði það við Alfreð. Hann tók því mjög vel. Árið 2008 var hann fúll að vera ekki í byrjunarliðinu á móti Keflavík og var settur á bekkinn og skoraði. Þá fagnaði hann með því að setjast niður eins og hann væri á bekknum. Við vorum fram og til baka. Ég held að hann hafi gott af því.“ Ólafur segir að þetta hafi ekki háð þeim í seinni tíma en Alfreð spilar eins og kunnugt er í dag með Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni. „Í okkar samskiptum seinna hef ég ekki fundið fyrir því að það voru gerðar til hans kröfur. Hann gat alveg tekið því. Hann var með bilaðan metnað og svakalega hæfileika. Þá finnst mér það skylda míns sem þjálfara að gera kröfur.“ „Í alvöru elítu umhverfi þar sem þú býrð til sigurvegara þá gera menn kröfur. Það að gera ekki kröfur þá ertu að svíkjast undan sem þjálfari. Ég baunaði á hann og stundum í fjölmiðlum ef það þurfti. Hann tók því eins og karlmaður og hefur vonandi þroskast við það.“ Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Óli Kristjáns um Alfreð árið 2010 Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Íslenski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Ólafur Kristjánsson segir að samband hans og Alfreðs Finnbogasonar hafi verið gott tímabilið 2010 er Breiðablik varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn í karlaflokki. Ólafur hafi gert miklar kröfur á Alfreð. Ólafur var gestur Gumma Ben á Sportinu í kvöld þar sem hann gerði upp tímabilið en Ólafur var óhræddur við að gagnrýna Alfreð meðal annars í fjölmiðlum. Hann var spurður út í samband sitt við Alfreð þetta tímabil. „Ég held að ég hafi alltaf verið þannig að þeim sem ég hef mikla trú á og finnst hafa mikla hæfileika, þá geri ég kröfur og ég er smámunasamur,“ sagði Ólafur. „Ég ýti á menn og gerði það við Alfreð. Hann tók því mjög vel. Árið 2008 var hann fúll að vera ekki í byrjunarliðinu á móti Keflavík og var settur á bekkinn og skoraði. Þá fagnaði hann með því að setjast niður eins og hann væri á bekknum. Við vorum fram og til baka. Ég held að hann hafi gott af því.“ Ólafur segir að þetta hafi ekki háð þeim í seinni tíma en Alfreð spilar eins og kunnugt er í dag með Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni. „Í okkar samskiptum seinna hef ég ekki fundið fyrir því að það voru gerðar til hans kröfur. Hann gat alveg tekið því. Hann var með bilaðan metnað og svakalega hæfileika. Þá finnst mér það skylda míns sem þjálfara að gera kröfur.“ „Í alvöru elítu umhverfi þar sem þú býrð til sigurvegara þá gera menn kröfur. Það að gera ekki kröfur þá ertu að svíkjast undan sem þjálfari. Ég baunaði á hann og stundum í fjölmiðlum ef það þurfti. Hann tók því eins og karlmaður og hefur vonandi þroskast við það.“ Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Óli Kristjáns um Alfreð árið 2010 Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Íslenski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira