Breskir ráðamenn hafna samanburði við Ítalíu Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2020 17:51 Samkomubann hefur verið í gildi á Bretlandi í um sex vikur. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Breskir ráðherrar segja ekki hægt að bera saman Bretland og Ítalíu þegar kemur að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. Bretland er nú það Evrópuland þar sem næst flestir hafa dáið og er á eftir Ítalíu. Alls hafa 28.446 dáið á Bretlandi en 28.884 á Ítalíu, samkvæmt tölum sem starfsmenn Johns Hopkins háskólans hafa tekið saman. Á upplýsingafundi í dag sagði ráðherrann Michael Gove að ríkisstjórnin hafi gert mistök í upphafi faraldursins. Hann sagði að þegar búið væri að ná tökum á faraldrinum þyrfti að spyrja alvarlegra spurninga varðandi það hvað Bretar geti lært af því hvernig brugðist var við faraldrinum í upphafi hans. „Án efa mun þessi ríkisstjórn, eins og aðra ríkisstjórnir, hafa gert mistök,“ hefur Sky News eftir Gove. Einnig kom fram á fundinnum að um þessar mundir væru fleiri að jafna sig af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, en smituðust. Boris Johnson, forsætisráðherra, mun kynna á fimmtudaginn tillögur sínar um það hvernig draga megi úr félagsforðun á Bretlandi en Gove sagði að íbúar þyrftu eflaust að búa við einhverjar takmarkanir þar til búið væri að þróa bóluefni. Mikill meirihluti Breta segir þó ekki tímabært að afnema félagsforðun. Sjá einnig: Fáir Bretar vilja draga úr félagsforðun Ríkisstjórn Johnson hefur verið gagnrýnd fyrir seinagang í upphafi faraldursins. Grant Shapps, samgönguráðherra, sagði ótækt að mikill fjöldi látinna á Bretlandi sýndi að ríkisstjórnin hefði haldið illa á málum. Málið sé mun flóknara en að bera saman fjölda látinna og raunin muni ekki vera ljós fyrr en eftir minnst ár, samkvæmt frétt Reuters. Aðrir embættismenn hafa slegið á svipaða strengi. Yfirmaður Hagstofu Bretlands hefur til að mynda sagt að mikið ósamræmi geti verið á milli ríkja varðandi það hvernig fjöldi látinna er tekinn saman. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Breskir ráðherrar segja ekki hægt að bera saman Bretland og Ítalíu þegar kemur að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. Bretland er nú það Evrópuland þar sem næst flestir hafa dáið og er á eftir Ítalíu. Alls hafa 28.446 dáið á Bretlandi en 28.884 á Ítalíu, samkvæmt tölum sem starfsmenn Johns Hopkins háskólans hafa tekið saman. Á upplýsingafundi í dag sagði ráðherrann Michael Gove að ríkisstjórnin hafi gert mistök í upphafi faraldursins. Hann sagði að þegar búið væri að ná tökum á faraldrinum þyrfti að spyrja alvarlegra spurninga varðandi það hvað Bretar geti lært af því hvernig brugðist var við faraldrinum í upphafi hans. „Án efa mun þessi ríkisstjórn, eins og aðra ríkisstjórnir, hafa gert mistök,“ hefur Sky News eftir Gove. Einnig kom fram á fundinnum að um þessar mundir væru fleiri að jafna sig af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, en smituðust. Boris Johnson, forsætisráðherra, mun kynna á fimmtudaginn tillögur sínar um það hvernig draga megi úr félagsforðun á Bretlandi en Gove sagði að íbúar þyrftu eflaust að búa við einhverjar takmarkanir þar til búið væri að þróa bóluefni. Mikill meirihluti Breta segir þó ekki tímabært að afnema félagsforðun. Sjá einnig: Fáir Bretar vilja draga úr félagsforðun Ríkisstjórn Johnson hefur verið gagnrýnd fyrir seinagang í upphafi faraldursins. Grant Shapps, samgönguráðherra, sagði ótækt að mikill fjöldi látinna á Bretlandi sýndi að ríkisstjórnin hefði haldið illa á málum. Málið sé mun flóknara en að bera saman fjölda látinna og raunin muni ekki vera ljós fyrr en eftir minnst ár, samkvæmt frétt Reuters. Aðrir embættismenn hafa slegið á svipaða strengi. Yfirmaður Hagstofu Bretlands hefur til að mynda sagt að mikið ósamræmi geti verið á milli ríkja varðandi það hvernig fjöldi látinna er tekinn saman.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira