„Úthald ríkissjóðs er ekki takmarkalaust“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. maí 2020 15:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir úthald ríkissjóðs ekki takmarkalaust. Nú stefni í allt 300 milljarða króna halla vegna aðgerða stjórnvalda og tekjufalls vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ríkisstjórnin hefur í þrígang tilkynnt um efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldurins og útilokar ekki frekari aðgerðir. Það eru margir sem horfa nú til ríkissjóðs, atvinnulíf, hið opinbera, sveitarfélög og heimilin í landinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sjóðurinn sé ekki takmarkalaus. „Úthald ríkissjóðs er ekki takmarkalaust og við stefnum í mikinn halla. Það hefur verið talað um halla uppá 250-300 milljarða króna halla sem er mikill halli. Staðan er hins vegar sú að við vorum efnahagslega vel í stakk búin til að takast á við þetta. Þá erum við í sömu stöðu og öll löndin í kringum okkur sem er ólíkt því sem var þegar fjármálakreppan reið yfir fyrir tíu árum. Það breytir því hins vegar ekki að úthaldið er ekki takmarkalaust og það þarf að tryggja að þær árangur sem við ráðumst beri tilætlaðan árangur,“ segir Katrín. Katrín segir að framtíðarhalli á ríkissjóði sé tilkominn vegna tveggja meginþátta. „Sá halli sem verður á ríkissjóði sem er auðvitað ekki ennþá ljóst hver verður snýst fyrst og fremst um aukinn útgjöld og tekjufall,“ segir Katrín. Katrín var á Sprengisandi í morgun spurð að því að því hvort að aðgerðir ríkisstjórnarinnar felist ekki aðallega í að fyrirtæki geti frestað greiðslum en þau fái ekki beina fjárhagsaðstoð. „Það eru nýir fjármunir í nýsköpuninni. Það liggur þungi í frestun á greiðslum en það má ekki gleyma því að ráðist var í sérstakar aðgerðir svo að bankakerfið geti stutt atvinnulífið í gegnum þetta. Bankarnir eru í beinu sambandi við fyrirtækin og þekkja þeirra efnahagsreikninga og þeirra stöðu. Það má ekki bara horfa á umfang aðgerða eingöngu út frá ríkisútgjöldum heldur þurfum við að horfa á þær út frá stóru myndinni. Það er verið að veita fjármálafyrirtækjum mikið svigrúm það er búið að aflétta sveiflujöfnunarauka, létta eiginfjárkröfum á fjármálafyrirtæki og flýta lækkun bankaskatts “ segir Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Katrín ætlar að ávarpa þjóðina Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að flytja ávarp til þjóðarinnar annað kvöld. Þar ætlar hún að ræða kórónuveiruna, afleiðingar hennar og stöðu mála. 2. maí 2020 18:20 Katrín segir mikilvægt að fólk haldi áfram að gæta sín Á miðnætti verður stigið skref í afléttingu samkomubanns þegar fjöldatakmörk verða hækkuð úr 20 í 50 manns. 3. maí 2020 12:50 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Forsætisráðherra segir úthald ríkissjóðs ekki takmarkalaust. Nú stefni í allt 300 milljarða króna halla vegna aðgerða stjórnvalda og tekjufalls vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ríkisstjórnin hefur í þrígang tilkynnt um efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldurins og útilokar ekki frekari aðgerðir. Það eru margir sem horfa nú til ríkissjóðs, atvinnulíf, hið opinbera, sveitarfélög og heimilin í landinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sjóðurinn sé ekki takmarkalaus. „Úthald ríkissjóðs er ekki takmarkalaust og við stefnum í mikinn halla. Það hefur verið talað um halla uppá 250-300 milljarða króna halla sem er mikill halli. Staðan er hins vegar sú að við vorum efnahagslega vel í stakk búin til að takast á við þetta. Þá erum við í sömu stöðu og öll löndin í kringum okkur sem er ólíkt því sem var þegar fjármálakreppan reið yfir fyrir tíu árum. Það breytir því hins vegar ekki að úthaldið er ekki takmarkalaust og það þarf að tryggja að þær árangur sem við ráðumst beri tilætlaðan árangur,“ segir Katrín. Katrín segir að framtíðarhalli á ríkissjóði sé tilkominn vegna tveggja meginþátta. „Sá halli sem verður á ríkissjóði sem er auðvitað ekki ennþá ljóst hver verður snýst fyrst og fremst um aukinn útgjöld og tekjufall,“ segir Katrín. Katrín var á Sprengisandi í morgun spurð að því að því hvort að aðgerðir ríkisstjórnarinnar felist ekki aðallega í að fyrirtæki geti frestað greiðslum en þau fái ekki beina fjárhagsaðstoð. „Það eru nýir fjármunir í nýsköpuninni. Það liggur þungi í frestun á greiðslum en það má ekki gleyma því að ráðist var í sérstakar aðgerðir svo að bankakerfið geti stutt atvinnulífið í gegnum þetta. Bankarnir eru í beinu sambandi við fyrirtækin og þekkja þeirra efnahagsreikninga og þeirra stöðu. Það má ekki bara horfa á umfang aðgerða eingöngu út frá ríkisútgjöldum heldur þurfum við að horfa á þær út frá stóru myndinni. Það er verið að veita fjármálafyrirtækjum mikið svigrúm það er búið að aflétta sveiflujöfnunarauka, létta eiginfjárkröfum á fjármálafyrirtæki og flýta lækkun bankaskatts “ segir Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Katrín ætlar að ávarpa þjóðina Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að flytja ávarp til þjóðarinnar annað kvöld. Þar ætlar hún að ræða kórónuveiruna, afleiðingar hennar og stöðu mála. 2. maí 2020 18:20 Katrín segir mikilvægt að fólk haldi áfram að gæta sín Á miðnætti verður stigið skref í afléttingu samkomubanns þegar fjöldatakmörk verða hækkuð úr 20 í 50 manns. 3. maí 2020 12:50 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Katrín ætlar að ávarpa þjóðina Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að flytja ávarp til þjóðarinnar annað kvöld. Þar ætlar hún að ræða kórónuveiruna, afleiðingar hennar og stöðu mála. 2. maí 2020 18:20
Katrín segir mikilvægt að fólk haldi áfram að gæta sín Á miðnætti verður stigið skref í afléttingu samkomubanns þegar fjöldatakmörk verða hækkuð úr 20 í 50 manns. 3. maí 2020 12:50