Innlent

Björgunar­sveitir sækja unga stúlku og göngu­skíða­mann sem slösuðust við úti­vist

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Björgunarsveitir eru nú í tveimur útköllum í Árnessýslu. 
Björgunarsveitir eru nú í tveimur útköllum í Árnessýslu.  Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitum í Árnessýslu hafa borist tvö útköll eftir hádegi í dag vegna slysa á fólki fjarri alfaraleið. Um er að ræða unga stúlku sem slasaðist á fæti við Sköflung á Hengilssvæðinu og gönguskíðamann á Langjökli sem einnig slasaðist á fæti er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg.

Björgunarsveitarfólk fór á vettvang á Hengilssvæðið og eru nú að aðstoða sjúkraflutningamenn frá höfuðborgarsvæðinu og Heilbrigðisstofnun Suðurlands við að flytja stúlkuna af vettvangi. Hún getur ekki gengið sjálf og þarf því að bera hana og flytja á sexhjóli að sjúkrabíl sem lagt er á Nesjavallaveginum.

Klukkan 14:07 barst svo útkall vegna gönguskíðamannsins sem slasaðist á fæti og kemst ekki af sjálfsdáðum til byggða. Hann heldur nú kyrru fyrir ásamt ferðafélaga sínum og bíður eftir aðstoð. Hópur björgunarsveitarfólk sem staddur var nærri Langjökli er á leiðinni á vettvang á snjósleðum ásamt öðrum hópum björgunarsveitafólks sem koma á jeppum frá uppsveitum Árnessýslu ásamt sjúkraflutningamönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×