Alltaf áskoranir í löggæslu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. maí 2020 15:20 Halla Bergþóra Björnsdóttir er nýr lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Ofbeldismál eru meðal þeirra mála sem eru Höllu Bergþóru Björnsdóttur, nýjum lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, hugleikin. Hún á þó ekki von á að ráðast í miklar stefnubreytingar hjá embættinu. Dómsmálaráðherra skipaði Höllu Bergþóru í embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu í gær en hún tekur við embætti þann 11. maí. Hún gegndi áður embætti sýslumanns en frá árinu 2015 hefur hún verið lögreglustjóri á Norðurlandi Eystra. Sjá einnig: Halla Bergþóra nýr lögreglustjóri „Það eru nú sambærileg verkefni, lögregluverkefnin hér og fyrir norðan, en það er bara auðvitað áherslan á að reyna að veita eins góða þjónustu og mögulegt er, ég mun leggja áherslu á það,“ segir Halla Bergþóra. Sem nýr stjórnandi eigi hún eflaust eftir að setja svip sinn á embættið en hún segir engar meiriháttar breytingar í farvatninu. „Ég á nú ekki von á að það verði einhver stefnubreyting en það er auðvitað bara þannig þegar nýr stjórnandi kemur þá verða kannski einhverjar áherslubreytingar en það verða engar miklar stefnubreytingar,“ segir Halla Bergþóra. „Það hafa auðvitað alltaf verið hugleikin hjá mér heimilisofbeldismál og ofbeldismál almennt. Það hefur nú verið áhersla á það í samfélaginu og ég hugsa að það verði bara áfram.“ Halla Bergþóra tekur við embætti af Sigríði Björk Guðjónsdóttur en Hulda Elsa Björgvinsdóttir hefur verið settur lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu síðan Sigríður Björk tók við embætti ríkislögreglustjóra. „Það eru alltaf áskoranir í löggæslu, alltaf áskoranir að halda sér í takt við breytingar á samfélaginu og eflaust verða áskoranir margar á næstu árum,“ segir Halla Bergþóra. Lögregluþjónar eru meðal þeirra stétta sem enn hafa ekki náð saman við ríkið um gerð kjarasamnings. „Ég bara vona að það náist sem fyrst að lögreglumenn nái að semja við ríkið. Það væri farsælt fyrir alla,“ segir Halla Bergþóra. Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Ofbeldismál eru meðal þeirra mála sem eru Höllu Bergþóru Björnsdóttur, nýjum lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, hugleikin. Hún á þó ekki von á að ráðast í miklar stefnubreytingar hjá embættinu. Dómsmálaráðherra skipaði Höllu Bergþóru í embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu í gær en hún tekur við embætti þann 11. maí. Hún gegndi áður embætti sýslumanns en frá árinu 2015 hefur hún verið lögreglustjóri á Norðurlandi Eystra. Sjá einnig: Halla Bergþóra nýr lögreglustjóri „Það eru nú sambærileg verkefni, lögregluverkefnin hér og fyrir norðan, en það er bara auðvitað áherslan á að reyna að veita eins góða þjónustu og mögulegt er, ég mun leggja áherslu á það,“ segir Halla Bergþóra. Sem nýr stjórnandi eigi hún eflaust eftir að setja svip sinn á embættið en hún segir engar meiriháttar breytingar í farvatninu. „Ég á nú ekki von á að það verði einhver stefnubreyting en það er auðvitað bara þannig þegar nýr stjórnandi kemur þá verða kannski einhverjar áherslubreytingar en það verða engar miklar stefnubreytingar,“ segir Halla Bergþóra. „Það hafa auðvitað alltaf verið hugleikin hjá mér heimilisofbeldismál og ofbeldismál almennt. Það hefur nú verið áhersla á það í samfélaginu og ég hugsa að það verði bara áfram.“ Halla Bergþóra tekur við embætti af Sigríði Björk Guðjónsdóttur en Hulda Elsa Björgvinsdóttir hefur verið settur lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu síðan Sigríður Björk tók við embætti ríkislögreglustjóra. „Það eru alltaf áskoranir í löggæslu, alltaf áskoranir að halda sér í takt við breytingar á samfélaginu og eflaust verða áskoranir margar á næstu árum,“ segir Halla Bergþóra. Lögregluþjónar eru meðal þeirra stétta sem enn hafa ekki náð saman við ríkið um gerð kjarasamnings. „Ég bara vona að það náist sem fyrst að lögreglumenn nái að semja við ríkið. Það væri farsælt fyrir alla,“ segir Halla Bergþóra.
Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira