Leikmannamarkaðurinn frosinn: „Maður þorir varla að nefna eitthvað slíkt“ Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2020 22:00 Guðmundur Guðmundsson er byrjaður að undirbúa lið Melsungen undir næstu leiktíð. VÍSIR/GETTY Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir lið sitt Melsungen hafa burði til að gera góða hluti í þýsku 1. deildinni í handbolta. Leikmannamarkaðurinn sé hins vegar frosinn núna. Guðmundur tók við Melsungen í lok febrúar og náði því ekki að stýra liðinu nema í örfáum leikjum áður en að kórónuveirufaraldurinn setti allt á hliðina. Tímabilinu í Þýskalandi er lokið en Guðmundur undirbýr lið sitt nú fyrir næsta tímabil. Í Sportinu í dag var hann spurður hvernig leikmannamarkaðurinn væri nú á tímum kórónuveirukrísunnar, þegar öll félög glíma við tekjumissi: „Úff, hann er í frosti held ég. Það er enginn sem getur staðið í slíku núna og maður þorir varla að nefna eitthvað slíkt. Melsungen hefur auðvitað verið að spá eitthvað en það eru svo sem ekki miklar breytingar fram undan hjá þeim. Það er búið að ganga frá langflestum hlutum. En það er bara mjög rólegt yfir þessum málum,“ sagði Guðmundur. Melsungen hafði þó tryggt sér liðsstyrk áður en að kórónuveirufaraldurinn skall á. En hvað telur Guðmundur sig geta gert með Melsungen, sem endaði í 7. sæti deildarinnar á styttu, nýafstöðnu tímabili? „Það er erfitt að segja. Ég tel að þetta lið eigi helling inni en það þarf auðvitað að koma lagi á ýmsa hluti. Það þarf að auka stöðugleikann. Þetta lið hefur sýnt að það getur unnið hvaða lið sem er í þessari þýsku deild, gerði það á síðasta tímabili, en datt svo niður sem um munar á köflum. Það eru frábærir leikmenn í liðinu, margir þýskir landsliðsmenn, og þeim er að fjölga núna. Það koma tveir í viðbót og ég held að í heildina séu 5-6 þýskir landsliðsmenn í liðinu, frábærir leikmenn. Það er því ýmislegt hægt að gera en auðvitað tekur það tíma. Ég verð að sýna það þennan tíma sem ég hef til að undirbúa liðið að ég geti breytt einhverju,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportið í kvöld - Gummi um leikmannamarkaðinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Þýski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. 30. apríl 2020 19:00 Guðmundur áfram með Melsungen Guðmundur Guðmundsson stýrir þýska úrvalsdeildarliðinu Melsungen að minnsta kosti út næsta tímabil. 3. apríl 2020 09:46 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir lið sitt Melsungen hafa burði til að gera góða hluti í þýsku 1. deildinni í handbolta. Leikmannamarkaðurinn sé hins vegar frosinn núna. Guðmundur tók við Melsungen í lok febrúar og náði því ekki að stýra liðinu nema í örfáum leikjum áður en að kórónuveirufaraldurinn setti allt á hliðina. Tímabilinu í Þýskalandi er lokið en Guðmundur undirbýr lið sitt nú fyrir næsta tímabil. Í Sportinu í dag var hann spurður hvernig leikmannamarkaðurinn væri nú á tímum kórónuveirukrísunnar, þegar öll félög glíma við tekjumissi: „Úff, hann er í frosti held ég. Það er enginn sem getur staðið í slíku núna og maður þorir varla að nefna eitthvað slíkt. Melsungen hefur auðvitað verið að spá eitthvað en það eru svo sem ekki miklar breytingar fram undan hjá þeim. Það er búið að ganga frá langflestum hlutum. En það er bara mjög rólegt yfir þessum málum,“ sagði Guðmundur. Melsungen hafði þó tryggt sér liðsstyrk áður en að kórónuveirufaraldurinn skall á. En hvað telur Guðmundur sig geta gert með Melsungen, sem endaði í 7. sæti deildarinnar á styttu, nýafstöðnu tímabili? „Það er erfitt að segja. Ég tel að þetta lið eigi helling inni en það þarf auðvitað að koma lagi á ýmsa hluti. Það þarf að auka stöðugleikann. Þetta lið hefur sýnt að það getur unnið hvaða lið sem er í þessari þýsku deild, gerði það á síðasta tímabili, en datt svo niður sem um munar á köflum. Það eru frábærir leikmenn í liðinu, margir þýskir landsliðsmenn, og þeim er að fjölga núna. Það koma tveir í viðbót og ég held að í heildina séu 5-6 þýskir landsliðsmenn í liðinu, frábærir leikmenn. Það er því ýmislegt hægt að gera en auðvitað tekur það tíma. Ég verð að sýna það þennan tíma sem ég hef til að undirbúa liðið að ég geti breytt einhverju,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportið í kvöld - Gummi um leikmannamarkaðinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Þýski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. 30. apríl 2020 19:00 Guðmundur áfram með Melsungen Guðmundur Guðmundsson stýrir þýska úrvalsdeildarliðinu Melsungen að minnsta kosti út næsta tímabil. 3. apríl 2020 09:46 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. 30. apríl 2020 19:00
Guðmundur áfram með Melsungen Guðmundur Guðmundsson stýrir þýska úrvalsdeildarliðinu Melsungen að minnsta kosti út næsta tímabil. 3. apríl 2020 09:46