Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 30. apríl 2020 14:30 Samfélag okkar stendur frammi fyrir margvíslegum áskorunum á næstu misserum. Ein þeirra er að grípa viðkvæma hópa sem hafa orðið illa fyrir barðinu á aukaverkunum heimsfaraldursins. Börn og ungmenni eru í þeim hópi, en fjölmörg hafa af ólíkum ástæðum orðið undir. Sum vegna erfiðleika í námi, önnur vegna vanrækslu og enn önnur vegna óviðunandi aðstæðna á heimili. Eftirlit og utanumhald eru þættir sem bresta í ástandi þar sem öll grunnþjónusta skerðist og íþrótta- og tómstundastarf fellur niður. Við verðum áþreifanlega vör við mikilvægi þessara þátta fyrir velferð einstaklinga. Velferð er stórt og yfirgripsmikið mál, enda góð líðan og öryggi forsenda þess að við höldum áfram, af lífskrafti og vilja. Kerfin okkar mega ekki laskast í þessu árferði, við verðum að hlúa að þeim en um leið vera opin fyrir því að hugsa nýjar leiðir og nýta þær farsælu lausnir sem við höfum fundið á undanförnum vikum. Eitt af þeim verkfærum, sem neyðin kenndi okkur að nýta betur, er tæknin. Margir hafa hræðst að bæta meiri tækni inn í krefjandi starfsumhverfi, hvort heldur horft er til skólastarfs eða almennrar stoðþjónustu við börn og ungmenni. Þó hafði hópur fagfólks þegar stokkið inn í nýjan heim og auðveldað þannig aðgengi að fagþjónustu vítt og breytt um landið. Einfaldað aðgengi að námi og þannig styrkt sitt fagumhverfi til muna og hreyft við samferðafólki. Ég trúi því að aðstæðurnar, sem skapast hafa í heimsfaraldrinum, muni sömuleiðis hreyfa við okkur sem samfélagi til lengri tíma litið. Nú reynir á að við höldum áfram að leysa málin og bregðast við aðstæðum. Við munum sjá aukna þörf fyrir ýmis konar þjónustu þar sem börn og ungmenni þurfa aukinn stuðning til þess að taka næstu skref í lífinu. Fleiri munu þurfa á fagþjónustu að halda. Þá þjálfun, sem hefur að einhverju eða jafnvel öllu leyti fallið niður, þarf að vinna upp að nýju. Það gildir ekki síst um viðkvæma hópa eins og fötluð börn og ungmenni, en einnig um fullorðna sem hafa misst af allri félagslegri styrkingu í of langan tíma. Þessum verkefnum þarf að sinna af krafti eins hratt og örugglega og hægt er. Nýtum tæknina og nær óendanlega möguleika hennar til fjarþjónustu til að koma hratt til hjálpar. Það er full ástæða til að óttast að bið eftir hefðbundinni þjónustu muni lengjast, en það má alls ekki gerast. Setjum aukinn kraft og aukið fjarmagn í velferð einstaklinga. Fátt er dýrmætara. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Félagsmál Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Samfélag okkar stendur frammi fyrir margvíslegum áskorunum á næstu misserum. Ein þeirra er að grípa viðkvæma hópa sem hafa orðið illa fyrir barðinu á aukaverkunum heimsfaraldursins. Börn og ungmenni eru í þeim hópi, en fjölmörg hafa af ólíkum ástæðum orðið undir. Sum vegna erfiðleika í námi, önnur vegna vanrækslu og enn önnur vegna óviðunandi aðstæðna á heimili. Eftirlit og utanumhald eru þættir sem bresta í ástandi þar sem öll grunnþjónusta skerðist og íþrótta- og tómstundastarf fellur niður. Við verðum áþreifanlega vör við mikilvægi þessara þátta fyrir velferð einstaklinga. Velferð er stórt og yfirgripsmikið mál, enda góð líðan og öryggi forsenda þess að við höldum áfram, af lífskrafti og vilja. Kerfin okkar mega ekki laskast í þessu árferði, við verðum að hlúa að þeim en um leið vera opin fyrir því að hugsa nýjar leiðir og nýta þær farsælu lausnir sem við höfum fundið á undanförnum vikum. Eitt af þeim verkfærum, sem neyðin kenndi okkur að nýta betur, er tæknin. Margir hafa hræðst að bæta meiri tækni inn í krefjandi starfsumhverfi, hvort heldur horft er til skólastarfs eða almennrar stoðþjónustu við börn og ungmenni. Þó hafði hópur fagfólks þegar stokkið inn í nýjan heim og auðveldað þannig aðgengi að fagþjónustu vítt og breytt um landið. Einfaldað aðgengi að námi og þannig styrkt sitt fagumhverfi til muna og hreyft við samferðafólki. Ég trúi því að aðstæðurnar, sem skapast hafa í heimsfaraldrinum, muni sömuleiðis hreyfa við okkur sem samfélagi til lengri tíma litið. Nú reynir á að við höldum áfram að leysa málin og bregðast við aðstæðum. Við munum sjá aukna þörf fyrir ýmis konar þjónustu þar sem börn og ungmenni þurfa aukinn stuðning til þess að taka næstu skref í lífinu. Fleiri munu þurfa á fagþjónustu að halda. Þá þjálfun, sem hefur að einhverju eða jafnvel öllu leyti fallið niður, þarf að vinna upp að nýju. Það gildir ekki síst um viðkvæma hópa eins og fötluð börn og ungmenni, en einnig um fullorðna sem hafa misst af allri félagslegri styrkingu í of langan tíma. Þessum verkefnum þarf að sinna af krafti eins hratt og örugglega og hægt er. Nýtum tæknina og nær óendanlega möguleika hennar til fjarþjónustu til að koma hratt til hjálpar. Það er full ástæða til að óttast að bið eftir hefðbundinni þjónustu muni lengjast, en það má alls ekki gerast. Setjum aukinn kraft og aukið fjarmagn í velferð einstaklinga. Fátt er dýrmætara. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun