3500 uppsagnir í 32 hópuppsögnum undanfarinn sólarhring Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 30. apríl 2020 10:44 Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Um þrjú þúsund og fimm hundruð hafa misst vinnuna í 32 tilkynntum hópuppsögnum síðasta sólarhringinn. Flest fyrirtækjanna sem tilkynnt hafa um hópuppsagnir eru fyrirtæki í ferðaþjónustu. Von er á því að bætist í uppsagnir í dag á þessum síðasta virka degi aprílmánaðar. Rúmlega tvö þúsund starfsmenn Icelandair misstu vinnuna í stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar á þriðjudaginn. Hópuppsögnin var tilkynnt til Vinnumálastofnunar í dag. Við bættust þúsund uppsagnir yfir daginn í gær og enn hefur bæst í framan af degi í dag. Langflestar uppsagnir þessa dagana eru hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu enda enga ferðamenn að finna vegna takmarkana á ferðalögum sökum kórónuveirufaraldursins. 53 eftir hjá Airport Associates Airport Associates, sem veitir flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli, sagði upp 131 starfsmanni í dag. 53 starfsmenn eru eftir hjá fyrirtækinu. Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri fyrirtækisins, segist sannfærður um að fyrirtækið komist í gegnum þennan skafl. Það byggi á sterkum stoðum og hafi verið lengi í rekstri. Þá muni verulega um aðstoð ríkisins en stjórnvöld greiða 85 prósent af launum á uppsagnarfrestinum eins og kynnt var á blaðamannafundi á þriðjudaginn. Vonast hann til að geta endurráðið fólk í störfin svo fljótt sem kostur er. Fram hefur komið að greiðslur úr atvinnuleysistryggingastjóði gætu dregist um mánaðamótin vegna mikils álags hjá stofnuninni. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi Þótt uppsagnir hafi verið fyrirsjáanlegar víða er höggið alltaf mikið fyrir fólk sem missir vinnuna. Ekki síst nú þegar fyrirséð er að lítið verður um nýráðningar í atvinnulífinu næstu mánuði. Hér eru tíu ráð sem geta hjálpað. 30. apríl 2020 09:00 Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í fimmtán hópuppsögnum Alls misstu á bilinu 700 til 800 manns vinnuna í dag í fimmtán hópuppsögnum. Þetta sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í viðtali í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 29. apríl 2020 18:41 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Um þrjú þúsund og fimm hundruð hafa misst vinnuna í 32 tilkynntum hópuppsögnum síðasta sólarhringinn. Flest fyrirtækjanna sem tilkynnt hafa um hópuppsagnir eru fyrirtæki í ferðaþjónustu. Von er á því að bætist í uppsagnir í dag á þessum síðasta virka degi aprílmánaðar. Rúmlega tvö þúsund starfsmenn Icelandair misstu vinnuna í stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar á þriðjudaginn. Hópuppsögnin var tilkynnt til Vinnumálastofnunar í dag. Við bættust þúsund uppsagnir yfir daginn í gær og enn hefur bæst í framan af degi í dag. Langflestar uppsagnir þessa dagana eru hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu enda enga ferðamenn að finna vegna takmarkana á ferðalögum sökum kórónuveirufaraldursins. 53 eftir hjá Airport Associates Airport Associates, sem veitir flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli, sagði upp 131 starfsmanni í dag. 53 starfsmenn eru eftir hjá fyrirtækinu. Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri fyrirtækisins, segist sannfærður um að fyrirtækið komist í gegnum þennan skafl. Það byggi á sterkum stoðum og hafi verið lengi í rekstri. Þá muni verulega um aðstoð ríkisins en stjórnvöld greiða 85 prósent af launum á uppsagnarfrestinum eins og kynnt var á blaðamannafundi á þriðjudaginn. Vonast hann til að geta endurráðið fólk í störfin svo fljótt sem kostur er. Fram hefur komið að greiðslur úr atvinnuleysistryggingastjóði gætu dregist um mánaðamótin vegna mikils álags hjá stofnuninni.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi Þótt uppsagnir hafi verið fyrirsjáanlegar víða er höggið alltaf mikið fyrir fólk sem missir vinnuna. Ekki síst nú þegar fyrirséð er að lítið verður um nýráðningar í atvinnulífinu næstu mánuði. Hér eru tíu ráð sem geta hjálpað. 30. apríl 2020 09:00 Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í fimmtán hópuppsögnum Alls misstu á bilinu 700 til 800 manns vinnuna í dag í fimmtán hópuppsögnum. Þetta sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í viðtali í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 29. apríl 2020 18:41 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Tíu ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi Þótt uppsagnir hafi verið fyrirsjáanlegar víða er höggið alltaf mikið fyrir fólk sem missir vinnuna. Ekki síst nú þegar fyrirséð er að lítið verður um nýráðningar í atvinnulífinu næstu mánuði. Hér eru tíu ráð sem geta hjálpað. 30. apríl 2020 09:00
Hátt í þúsund manns misstu vinnuna í fimmtán hópuppsögnum Alls misstu á bilinu 700 til 800 manns vinnuna í dag í fimmtán hópuppsögnum. Þetta sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í viðtali í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 29. apríl 2020 18:41