Isiah Thomas vann Jordan oftar en hann tapaði fyrir honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 17:00 MIchael Jordan vann NBA titilinn í fyrsta sinn 1991 eftir að hafa áður stöðvað tveggja ára sigurgöngu Isiah Thomas og félaga í Dertiot Pistons. Samsett/Getty Mikið hefur verið rætt um óvinina Michael Jordan og Isiah Thomas eftir þriðju og fjórðu þættina í heimildarþáttaröðinni the „The Last Dance“ en þeir voru frumsýndir síðasta sunnudag. Einvígi Detroit Pistons og Chicago Bulls á níunda áratugnum voru til umræðu í „The Last Dance“ en Isiah Thomas og félagar í Detroit Pistons enduðu þrjú tímabil í röð hjá Michael Jordan frá 1988 til 1990. Michael Jordan hafði síðan loksins betur vorið 1991 og varð í framhaldinu NBA meistari í fyrsta sinn. "Isiah Thomas is the only super star who can say he beat Bird, Magic and Jordan in their prime. And he did it without another top 50 teammate." @chris_Broussard reacts to episodes 3 and 4 of 'The Last Dance' pic.twitter.com/Ayy67YkRSD— First Things First (@FTFonFS1) April 27, 2020 Framkoma Isiah Thomas og hinna stjörnuleikmanna Detroit Pistons þótti ekki mjög merkileg en þeir stungu af úr salnum áður en lokaleikurinn kláraðist. Michael Jordan kom í veg fyrir að Isiah Thomas væri valinn í draumalið NBA á ÓL í Barcelona 1992 og eins og kom fram í síðasta þætti af „The Last Dance“ þá er hann ekki búinn að fyrirgefa Thomas næstum því þremur áratugum síðar. Isiah Thomas varð að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla þegar hann var 32 ára en þá átti Jordan eftir að vinna þrjá af sex titlum sínum. Það er samt athyglisvert að skoða þá leiki þar sem þeir Mihcael Jordan og Isiah Thomas mættust á körfuboltavellinum í NBA deildinni. Isiah Thomas: "I didn't understand being booed in Chicago Stadium and I took it personally... I used to tell Michael, You might wear Chicago on your chest, but I'll show you what Chicago guys play like.'"Required reading before #TheLastDance:— Chicago Bulls (@chicagobulls) April 26, 2020 Isiah Thomas vann nefnilega Jordan oftar en hann tapaði fyrir honum, bæði í 43 deildarleikjum sem og í 22 leikjum þeirra í úrslitakeppni. Isiah Thomas fagnaði 24 sinnum sigri í 43 deildarleikjum og vann 12 af 22 leikjum í úrslitakeppninni. Við erum því að tala um að Isiah Thomas hafði betur á móti Jordan í 55 prósent leikja þeirra eða í 36 af 65 leikjum. Þegar kom að úrslitakeppninni 1991 var Isiah Thomas búinn að fagna sigri í 12 af 18 leikjum þeirra en Chicago Bulls sópaði Detroit út úr úrslitakeppninni 1991 og liðin mættust ekki aftur með þessa kappa innanborðs. Fun fact: Isiah Thomas was Michael Jordan's coach in his last All-Star GameI have never seen two faker smiles in my life pic.twitter.com/XN9aG4b4IX— Tyler Conway (@jtylerconway) April 27, 2020 Í deildarleikjum þeirra var Michael Jordan með 31,6 stig og 5,5 stoðsendingar í leik í deildarleikjum þeirra en Isiah Thomas skoraði 21,0 stig og gaf 9,3 stoðsendingar í leik á móti Jordan. Í úrslitakeppninni var Isiah Thomas með 18,9 stig og 8,3 stoðsendingar í leik en Jordan bauð upp á 30,0 stig og 6,1 stoðsendingu í leik í leikjum sínum á móti Thomas og félögum. Það má finna alla tölfræðina úr innbyrðis leikjum þeirra tveggja með því að smella hér. What's really behind Michael Jordan's beef with Isiah Thomas? pic.twitter.com/CRxzrjLN3D— Highly Quarantined (@HQonESPN) April 27, 2020 NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um óvinina Michael Jordan og Isiah Thomas eftir þriðju og fjórðu þættina í heimildarþáttaröðinni the „The Last Dance“ en þeir voru frumsýndir síðasta sunnudag. Einvígi Detroit Pistons og Chicago Bulls á níunda áratugnum voru til umræðu í „The Last Dance“ en Isiah Thomas og félagar í Detroit Pistons enduðu þrjú tímabil í röð hjá Michael Jordan frá 1988 til 1990. Michael Jordan hafði síðan loksins betur vorið 1991 og varð í framhaldinu NBA meistari í fyrsta sinn. "Isiah Thomas is the only super star who can say he beat Bird, Magic and Jordan in their prime. And he did it without another top 50 teammate." @chris_Broussard reacts to episodes 3 and 4 of 'The Last Dance' pic.twitter.com/Ayy67YkRSD— First Things First (@FTFonFS1) April 27, 2020 Framkoma Isiah Thomas og hinna stjörnuleikmanna Detroit Pistons þótti ekki mjög merkileg en þeir stungu af úr salnum áður en lokaleikurinn kláraðist. Michael Jordan kom í veg fyrir að Isiah Thomas væri valinn í draumalið NBA á ÓL í Barcelona 1992 og eins og kom fram í síðasta þætti af „The Last Dance“ þá er hann ekki búinn að fyrirgefa Thomas næstum því þremur áratugum síðar. Isiah Thomas varð að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla þegar hann var 32 ára en þá átti Jordan eftir að vinna þrjá af sex titlum sínum. Það er samt athyglisvert að skoða þá leiki þar sem þeir Mihcael Jordan og Isiah Thomas mættust á körfuboltavellinum í NBA deildinni. Isiah Thomas: "I didn't understand being booed in Chicago Stadium and I took it personally... I used to tell Michael, You might wear Chicago on your chest, but I'll show you what Chicago guys play like.'"Required reading before #TheLastDance:— Chicago Bulls (@chicagobulls) April 26, 2020 Isiah Thomas vann nefnilega Jordan oftar en hann tapaði fyrir honum, bæði í 43 deildarleikjum sem og í 22 leikjum þeirra í úrslitakeppni. Isiah Thomas fagnaði 24 sinnum sigri í 43 deildarleikjum og vann 12 af 22 leikjum í úrslitakeppninni. Við erum því að tala um að Isiah Thomas hafði betur á móti Jordan í 55 prósent leikja þeirra eða í 36 af 65 leikjum. Þegar kom að úrslitakeppninni 1991 var Isiah Thomas búinn að fagna sigri í 12 af 18 leikjum þeirra en Chicago Bulls sópaði Detroit út úr úrslitakeppninni 1991 og liðin mættust ekki aftur með þessa kappa innanborðs. Fun fact: Isiah Thomas was Michael Jordan's coach in his last All-Star GameI have never seen two faker smiles in my life pic.twitter.com/XN9aG4b4IX— Tyler Conway (@jtylerconway) April 27, 2020 Í deildarleikjum þeirra var Michael Jordan með 31,6 stig og 5,5 stoðsendingar í leik í deildarleikjum þeirra en Isiah Thomas skoraði 21,0 stig og gaf 9,3 stoðsendingar í leik á móti Jordan. Í úrslitakeppninni var Isiah Thomas með 18,9 stig og 8,3 stoðsendingar í leik en Jordan bauð upp á 30,0 stig og 6,1 stoðsendingu í leik í leikjum sínum á móti Thomas og félögum. Það má finna alla tölfræðina úr innbyrðis leikjum þeirra tveggja með því að smella hér. What's really behind Michael Jordan's beef with Isiah Thomas? pic.twitter.com/CRxzrjLN3D— Highly Quarantined (@HQonESPN) April 27, 2020
NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira