Hagnaður Origo tvöfaldaðist Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2020 08:26 Finnur Oddsson, forstjóri Origo. Origo hagnaðist um 425 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2020 og er það tvöfalt meira en á sama fjórðungi í fyrra. Tekjur jukust um 20 prósent á milli ára og voru 4.277 milljónir. Eiginfjárhlutfall er 58,7 prósent, en það jókst um 0,8 prósent á tímabilinu, og eigið fé 7,2 milljarðar króna. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Origo, sem finna má hér. Þar er haft eftir Finni Oddssyni, forstjóra, að tekist hafi að halda úti hefðbundinni starfsemi án frávika í rekstri þar sem flestir starfsmenn fyrirtækisins hafi unnið að heiman á undanförnum vikum. „Þrátt fyrir töluverða röskun á daglegri starfsemi vegna Covid-19 gekk rekstur Origo á fjórðungnum vel. Tekjur Origo numu 4.277 mkr og jukust um 20% miðað við sama tímabil í fyrra. EBITDA var 237 mkr en þar höfum við tekið tillit til niðurfærslu viðskiptakrafna vegna mikillar efnahagslegrar óvissu sem stafar af veirufaraldrinum,“ er haft eftir Finni í tilkynningunni. Hann segir góða niðurstöðu varðandi hagnað vera að stórum hluta til komna vegna gengishreyfinga sem hafi jákvæð áhrif á þýðingarmun vegna starfsemi dóttur- og hlutdeildarfélaga Origo og þá einkum Tempo. „Fjárhagsstaða Origo er því áfram mjög sterk og félagið vel í stakk búið til að kljást við rekstraróvissu og mögulega ágjöf á næstu mánuðum og misserum.“ Finnur segir einnig að öllum sé ljóst að mikil óvissa ríki um þróun efnahagslífs á Íslandi og um horfur í rekstri flestra fyrirtækja. „Origo er þar engin undantekning og fyrir liggur að áhrif veirufaraldursins á okkar rekstur verða töluverð, neikvæð á sumum sviðum en jákvæð á öðrum. Sterk staða félagsins, sérstaklega fjárhagsleg, gerir okkur kleift að fást við óvissuástand og ágjöf sem er á næsta leiti. Við horfum hinsvegar til þess að upplýsingatækni er ein af þeim undirstöðum sem heldur íslensku samfélagi eins vel virkandi og raun ber vitni og að vegna faraldursins mun vægi upplýsingatækni og stafrænna lausna aukast frekar en hitt. Þar er Origo í lykilstöðu til að nýta tækifærin og horfum við því hóflega bjartsýn til framtíðar.“ Markaðir Upplýsingatækni Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira
Origo hagnaðist um 425 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2020 og er það tvöfalt meira en á sama fjórðungi í fyrra. Tekjur jukust um 20 prósent á milli ára og voru 4.277 milljónir. Eiginfjárhlutfall er 58,7 prósent, en það jókst um 0,8 prósent á tímabilinu, og eigið fé 7,2 milljarðar króna. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Origo, sem finna má hér. Þar er haft eftir Finni Oddssyni, forstjóra, að tekist hafi að halda úti hefðbundinni starfsemi án frávika í rekstri þar sem flestir starfsmenn fyrirtækisins hafi unnið að heiman á undanförnum vikum. „Þrátt fyrir töluverða röskun á daglegri starfsemi vegna Covid-19 gekk rekstur Origo á fjórðungnum vel. Tekjur Origo numu 4.277 mkr og jukust um 20% miðað við sama tímabil í fyrra. EBITDA var 237 mkr en þar höfum við tekið tillit til niðurfærslu viðskiptakrafna vegna mikillar efnahagslegrar óvissu sem stafar af veirufaraldrinum,“ er haft eftir Finni í tilkynningunni. Hann segir góða niðurstöðu varðandi hagnað vera að stórum hluta til komna vegna gengishreyfinga sem hafi jákvæð áhrif á þýðingarmun vegna starfsemi dóttur- og hlutdeildarfélaga Origo og þá einkum Tempo. „Fjárhagsstaða Origo er því áfram mjög sterk og félagið vel í stakk búið til að kljást við rekstraróvissu og mögulega ágjöf á næstu mánuðum og misserum.“ Finnur segir einnig að öllum sé ljóst að mikil óvissa ríki um þróun efnahagslífs á Íslandi og um horfur í rekstri flestra fyrirtækja. „Origo er þar engin undantekning og fyrir liggur að áhrif veirufaraldursins á okkar rekstur verða töluverð, neikvæð á sumum sviðum en jákvæð á öðrum. Sterk staða félagsins, sérstaklega fjárhagsleg, gerir okkur kleift að fást við óvissuástand og ágjöf sem er á næsta leiti. Við horfum hinsvegar til þess að upplýsingatækni er ein af þeim undirstöðum sem heldur íslensku samfélagi eins vel virkandi og raun ber vitni og að vegna faraldursins mun vægi upplýsingatækni og stafrænna lausna aukast frekar en hitt. Þar er Origo í lykilstöðu til að nýta tækifærin og horfum við því hóflega bjartsýn til framtíðar.“
Markaðir Upplýsingatækni Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira