Flugmaður sem missti vinnuna hjá Icelandair: „Að fá uppsögn núna á þessum tíma er mjög erfitt“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. apríl 2020 21:00 Sara Hlín Sigurðardóttir hefur starfað sem flugmaður hjá Icelandair í fimmtán ár. Hún er ein af þeim rúmlega 2000 starfsmönnum fyrirtækisins sem misstu vinnuna í gær. Vísir/Arnar Sara Hlín Sigurðardóttir hefur starfað hjá Icelandair síðan árið 2005. Hún er meðal þeirra 431 flugmanna sem missti stöðu sína hjá félaginu í gær en alls hafa 96% flugmanna misst vinnuna þar. Hún segir það gríðarlega erfitt að missa vinnuna, ekki hvað síst á þessum tíma árs þegar flugmenn eru vanalega að fara inn í mesta háannatímabilið í sínu starfi, sumarið. „Maður hélt að maður væri búinn með þetta tímabil á sínum starfsferli að vera að missa vinnuna. Við búumst við því að vera að missa vinnuna öðru hvoru fyrstu árin, okkur er kynnt það strax þegar við erum ráðin og þetta fyrirtæki býr náttúrulega við árstíðasveiflu, við þekkjum það. En þegar þú ert búin að vera lengur en fimm til tíu ár í starfi þá áttu að vera nokkuð öruggur þannig að þetta er óvænt. Við erum núna að sigla inn í það sem ætti að vera okkar háannatími þar sem við leggjumst öll á árarnar og vinnum mikið, við flugmenn vinnum mest á sumrin og það að fá uppsögn núna á þessum tíma er mjög erfitt, þetta tekur á, og þó svo við höfum vitað að þetta væri að koma þá fengum við held ég öll sting í hjartað í gær við að fá uppsagnarbréfið í hendurnar, það var mjög erfitt,“ segir Sara Hlín. Hún tekur undir að það sé nauðsynlegt að fá stuðning á tímum sem þessum og segir fyrirtækið bjóða starfsfólki stuðning. Þá sé stéttarfélag flugmanna, Félag íslenskra atvinnuflugmanna, mjög sterkt og það býður upp á sálrænan stuðning nú eins og áður. Starfsfólkið sæki síðan mikinn stuðning í hvert annað. Aðspurð hvernig hljóðið sé í fólki varðandi framhaldið segir hún að það sé ekki gott. Óvissa fram undan sé svo mikil. „Við höfum getað leitað í það þegar það eru árstíðabundnar sveiflur að sækja vinnu annað en það er ekki hægt núna þar sem ástandið er slæmt í okkar geira alls staðar í heiminum. Flugið er bara eins og að æfa hlaup eða hjól, þú vilt halda þér í formi þannig að við viljum fljúga. Okkur líður best þegar við fljúgum mikið, þá erum við best í vinnunni þannig að við erum áhyggjufull,“ segir Sara en ítarlegra viðtal Berghildar Erlu Bernharðsdóttur, fréttamanns, við hana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Icelandair Vinnumarkaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segir Icelandair þurfa innspýtingu sem fyrst til þess að blæða ekki út Hlutafjárútboð flugfélagsins Icelandair er væntanlegt en staða félagsins er slæm vegna faraldurs kórónuveirunnar. 29. apríl 2020 19:58 Traustar flugsamgöngur einn helsti drifkraftur þjóðarbússins Í nýlegri skýrslu IATA sem byggir á gögnum frá Oxford kemur fram að flugsamgöngur við landið séu einn helsti drifkraftur íslensk efnahagslífs. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja framtíð Icelandair. 29. apríl 2020 19:00 Stefna á almennt hlutafjárútboð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair sem tilkynnti í gær um stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar, hyggst efna til hlutafjárútboðs á næstunni sem yrði opið almenningi. 29. apríl 2020 06:54 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Sara Hlín Sigurðardóttir hefur starfað hjá Icelandair síðan árið 2005. Hún er meðal þeirra 431 flugmanna sem missti stöðu sína hjá félaginu í gær en alls hafa 96% flugmanna misst vinnuna þar. Hún segir það gríðarlega erfitt að missa vinnuna, ekki hvað síst á þessum tíma árs þegar flugmenn eru vanalega að fara inn í mesta háannatímabilið í sínu starfi, sumarið. „Maður hélt að maður væri búinn með þetta tímabil á sínum starfsferli að vera að missa vinnuna. Við búumst við því að vera að missa vinnuna öðru hvoru fyrstu árin, okkur er kynnt það strax þegar við erum ráðin og þetta fyrirtæki býr náttúrulega við árstíðasveiflu, við þekkjum það. En þegar þú ert búin að vera lengur en fimm til tíu ár í starfi þá áttu að vera nokkuð öruggur þannig að þetta er óvænt. Við erum núna að sigla inn í það sem ætti að vera okkar háannatími þar sem við leggjumst öll á árarnar og vinnum mikið, við flugmenn vinnum mest á sumrin og það að fá uppsögn núna á þessum tíma er mjög erfitt, þetta tekur á, og þó svo við höfum vitað að þetta væri að koma þá fengum við held ég öll sting í hjartað í gær við að fá uppsagnarbréfið í hendurnar, það var mjög erfitt,“ segir Sara Hlín. Hún tekur undir að það sé nauðsynlegt að fá stuðning á tímum sem þessum og segir fyrirtækið bjóða starfsfólki stuðning. Þá sé stéttarfélag flugmanna, Félag íslenskra atvinnuflugmanna, mjög sterkt og það býður upp á sálrænan stuðning nú eins og áður. Starfsfólkið sæki síðan mikinn stuðning í hvert annað. Aðspurð hvernig hljóðið sé í fólki varðandi framhaldið segir hún að það sé ekki gott. Óvissa fram undan sé svo mikil. „Við höfum getað leitað í það þegar það eru árstíðabundnar sveiflur að sækja vinnu annað en það er ekki hægt núna þar sem ástandið er slæmt í okkar geira alls staðar í heiminum. Flugið er bara eins og að æfa hlaup eða hjól, þú vilt halda þér í formi þannig að við viljum fljúga. Okkur líður best þegar við fljúgum mikið, þá erum við best í vinnunni þannig að við erum áhyggjufull,“ segir Sara en ítarlegra viðtal Berghildar Erlu Bernharðsdóttur, fréttamanns, við hana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Icelandair Vinnumarkaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segir Icelandair þurfa innspýtingu sem fyrst til þess að blæða ekki út Hlutafjárútboð flugfélagsins Icelandair er væntanlegt en staða félagsins er slæm vegna faraldurs kórónuveirunnar. 29. apríl 2020 19:58 Traustar flugsamgöngur einn helsti drifkraftur þjóðarbússins Í nýlegri skýrslu IATA sem byggir á gögnum frá Oxford kemur fram að flugsamgöngur við landið séu einn helsti drifkraftur íslensk efnahagslífs. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja framtíð Icelandair. 29. apríl 2020 19:00 Stefna á almennt hlutafjárútboð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair sem tilkynnti í gær um stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar, hyggst efna til hlutafjárútboðs á næstunni sem yrði opið almenningi. 29. apríl 2020 06:54 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Segir Icelandair þurfa innspýtingu sem fyrst til þess að blæða ekki út Hlutafjárútboð flugfélagsins Icelandair er væntanlegt en staða félagsins er slæm vegna faraldurs kórónuveirunnar. 29. apríl 2020 19:58
Traustar flugsamgöngur einn helsti drifkraftur þjóðarbússins Í nýlegri skýrslu IATA sem byggir á gögnum frá Oxford kemur fram að flugsamgöngur við landið séu einn helsti drifkraftur íslensk efnahagslífs. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja framtíð Icelandair. 29. apríl 2020 19:00
Stefna á almennt hlutafjárútboð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair sem tilkynnti í gær um stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar, hyggst efna til hlutafjárútboðs á næstunni sem yrði opið almenningi. 29. apríl 2020 06:54