Andað léttara - en hvað með Icelandair Group? Þórir Garðarsson skrifar 29. apríl 2020 14:35 Tekjulítil og tekjulaus fyrirtæki í ferðaþjónustu anda léttara eftir að ríkisstjórnin kynnti björgunaraðgerðir sínar í gær. Án tekna voru fyrirtækin í þeirri klemmu að geta hvorki haft starfsfólk í vinnu né sagt því upp og greitt laun á samningsbundnum uppsagnartíma. Útspil ríkisins leysir þennan hnút og fyrir þá framsýni ber að þakka. Fyrir þá sem sagt verður upp störfum skiptir aðstoð ríkisins ekki síst miklu. Viðkomandi einstaklingar fá laun sín og orlof greidd að fullu á uppsagnartímanum. Ekki síður er jákvætt að settar verða tímabundið einfaldari reglur um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja. Enginn vafi leikur á því að flestöll fyrirtæki í ferðaþjónustu munu nýta tímann sem framundan er til að hagræða og búa sig undir endurkomu ferðamanna. Það leiðir hugann að stöðu Icelandair Group. Innan grúppunnar er ekki aðeins flugfélagið Icelandair, heldur einnig ferðaskrifstofurnar Vita og Iceland Travel, flugafgreiðslufyrirtækið IGS og viðhaldsfyrirtækið ITS. Til skamms tíma átti Icelandair Group einnig hótelkeðju. Almenn sátt er um það að flugfélagið Icelandair er þjóðhagslega mikilvægt. Fyrir ferðaþjónustuna hefur Icelandair reynst akkerið. Rætt er um að gripið er til sértækra ráðstafana til að Icelandair lifi af hremmingarnar. En hvað með hin fyrirtækin innan grúppunnar? Nær sá stuðningur þá líka til þeirra? Þessi fyrirtæki starfa á öflugum samkeppnismarkaði, við önnur viðhaldsfyrirtæki, flugafgreiðslufyrirtæki og ferðaskrifstofur. Hvar liggja mörkin? Er verið að hjálpa Icelandair eða Icelandair Group? Til að gæta allrar sanngirni í núverandi aðstæðum er full ástæða til að skörp skil verði gerð á milli rekstrar flugfélagsins Icelandair og annarra fyrirtækja undir hatti grúppunnar. Engin ástæða er til að skapa tortryggni af hálfu samkeppnisaðila, hvað þá af hálfu skattgreiðenda. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line á Íslandi og hluthafi í Icelandair Group Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðamennska á Íslandi Icelandair Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Tekjulítil og tekjulaus fyrirtæki í ferðaþjónustu anda léttara eftir að ríkisstjórnin kynnti björgunaraðgerðir sínar í gær. Án tekna voru fyrirtækin í þeirri klemmu að geta hvorki haft starfsfólk í vinnu né sagt því upp og greitt laun á samningsbundnum uppsagnartíma. Útspil ríkisins leysir þennan hnút og fyrir þá framsýni ber að þakka. Fyrir þá sem sagt verður upp störfum skiptir aðstoð ríkisins ekki síst miklu. Viðkomandi einstaklingar fá laun sín og orlof greidd að fullu á uppsagnartímanum. Ekki síður er jákvætt að settar verða tímabundið einfaldari reglur um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja. Enginn vafi leikur á því að flestöll fyrirtæki í ferðaþjónustu munu nýta tímann sem framundan er til að hagræða og búa sig undir endurkomu ferðamanna. Það leiðir hugann að stöðu Icelandair Group. Innan grúppunnar er ekki aðeins flugfélagið Icelandair, heldur einnig ferðaskrifstofurnar Vita og Iceland Travel, flugafgreiðslufyrirtækið IGS og viðhaldsfyrirtækið ITS. Til skamms tíma átti Icelandair Group einnig hótelkeðju. Almenn sátt er um það að flugfélagið Icelandair er þjóðhagslega mikilvægt. Fyrir ferðaþjónustuna hefur Icelandair reynst akkerið. Rætt er um að gripið er til sértækra ráðstafana til að Icelandair lifi af hremmingarnar. En hvað með hin fyrirtækin innan grúppunnar? Nær sá stuðningur þá líka til þeirra? Þessi fyrirtæki starfa á öflugum samkeppnismarkaði, við önnur viðhaldsfyrirtæki, flugafgreiðslufyrirtæki og ferðaskrifstofur. Hvar liggja mörkin? Er verið að hjálpa Icelandair eða Icelandair Group? Til að gæta allrar sanngirni í núverandi aðstæðum er full ástæða til að skörp skil verði gerð á milli rekstrar flugfélagsins Icelandair og annarra fyrirtækja undir hatti grúppunnar. Engin ástæða er til að skapa tortryggni af hálfu samkeppnisaðila, hvað þá af hálfu skattgreiðenda. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line á Íslandi og hluthafi í Icelandair Group
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun