Erlent

Trump stöðvar lokun sláturhúsa

Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Fjölda sláturhúsa og kjötvinnslna hefur verið lokað í Bandaríkjunum.
Fjölda sláturhúsa og kjötvinnslna hefur verið lokað í Bandaríkjunum. AP/Daron Cummings

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að sláturhús skuli áfram vera opin til að tryggja fæðuöryggi landsins. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið marga starfsmenn í kjötiðnaði grátt og hefur sláturhúsum og kjötvinnslum verið lokað.

Um 3.300 starfsmenn sláturhúsa hafa veikst af veirunni og um tuttugu eru dánir.

Trump virkjaði lagasetningu sem sett var í Kóreustríðinu til að tryggja áframhaldandi starfsemi sláturhúsanna en 22 sláturhús hafa þurft að loka vegna faraldursins í miðvesturríkjum Bandaríkjanna.

Forsvarsmenn stórra verslunarkeðja í Bandaríkjunum hafa á undanförnum dögum varað við því að faraldurinn ógnaði fæðuöryggi landsins. Sameinuðu þjóðirnar höfðu áður varað við því að fæðuöryggi væri ógnað á heimsvísu.

Verkalýðsfélög krefjast þess að Trump þvingi fyrirtæki einnig til að tryggja öryggi starfsmanna með hlífðarbúnaði og skimun fyrir veirunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×