Meira en milljón greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. apríl 2020 21:23 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að á endanum muni engin tilfelli kórónuveiru greinast í Bandaríkjunum en nú greinist mörg tiflelli því svo margir fari í próf til að athuga hvort þeir séu smitaðir. Doug Mills/Getty Meira en ein milljón Bandaríkjamanna hefur nú greinst með kórónuveiruna samkvæmt nýjum gögnum frá Johns Hopkins-háskólanum. Hvergi annars staðar í heiminum hafa fleiri greinst með veiruna og hvergi annars staðar hafa fleiri látið lífið af völdum hennar, eða alls um 57.000 manns. Samkvæmt gögnum frá Johns Hopkins hafa um þrjár milljónir manna um heim allan greinst með veiruna og er því einn þriðji hluti greindra tilfella í Bandaríkjunum. Þá eru tilfellin í Bandaríkjunum umtalsvert fleiri en í öðrum ríkjum heims. Næstflest tilfelli hafa greinst á Spáni eða rúm 230.000 og á Ítalíu hafa rúmlega 200.000 manns greinst með veiruna. Í engu öðru landi hafa fleiri en 200.000 greinst. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var í dag inntur eftir viðbrögðum við því að meira en milljón manns hefðu nú smitast í landinu en hann sagði í febrúar, þegar aðeins fimmtán tilfelli voru staðfest í Bandaríkjunum, að fljótlega yrðu þau næstum engin. „Á endanum verða engin tilfelli. Þið verðið að skilja að það er enginn að prófa jafnmikið og við,“ svaraði Trump í dag og ítrekaði að ekkert land í heiminum væri að prófa eins mikið fyrir veirunni og gert væri í Bandaríkjunum. „Þannig að hér munu greinast fleiri tilfelli því við erum að prófa miklu, miklu meira en aðrir, tvöfalt á við aðra. Og eins og við segjum, þá mun þetta fara niður í núll á réttum tíma,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira
Meira en ein milljón Bandaríkjamanna hefur nú greinst með kórónuveiruna samkvæmt nýjum gögnum frá Johns Hopkins-háskólanum. Hvergi annars staðar í heiminum hafa fleiri greinst með veiruna og hvergi annars staðar hafa fleiri látið lífið af völdum hennar, eða alls um 57.000 manns. Samkvæmt gögnum frá Johns Hopkins hafa um þrjár milljónir manna um heim allan greinst með veiruna og er því einn þriðji hluti greindra tilfella í Bandaríkjunum. Þá eru tilfellin í Bandaríkjunum umtalsvert fleiri en í öðrum ríkjum heims. Næstflest tilfelli hafa greinst á Spáni eða rúm 230.000 og á Ítalíu hafa rúmlega 200.000 manns greinst með veiruna. Í engu öðru landi hafa fleiri en 200.000 greinst. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var í dag inntur eftir viðbrögðum við því að meira en milljón manns hefðu nú smitast í landinu en hann sagði í febrúar, þegar aðeins fimmtán tilfelli voru staðfest í Bandaríkjunum, að fljótlega yrðu þau næstum engin. „Á endanum verða engin tilfelli. Þið verðið að skilja að það er enginn að prófa jafnmikið og við,“ svaraði Trump í dag og ítrekaði að ekkert land í heiminum væri að prófa eins mikið fyrir veirunni og gert væri í Bandaríkjunum. „Þannig að hér munu greinast fleiri tilfelli því við erum að prófa miklu, miklu meira en aðrir, tvöfalt á við aðra. Og eins og við segjum, þá mun þetta fara niður í núll á réttum tíma,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira