Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2020 13:52 Trump hefur sakað WHO um að hafa ekki látið vita nógu snemma um hættuna af kórónuveirunni. Hans eigin leyniþjónustustofnanir voru þó þegar byrjaðar að senda honum upplýsingar um veiruna í byrjun janúar. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. Viðvaranir um kórónuveiruna voru að finna í á öðrum tug daglegra kynninga leyniþjónustunnar fyrir forsetann á upphafsvikum faraldursins, að sögn núverandi og fyrrverandi embættismanna Bandaríkjastjórnar. Þar kom fram að veiran breiddist út um heiminn, kínversk stjórnvöld reyndu að bæla niður upplýsingar um smithættu og dánartíðni og að hætta væri á alvarlegum efnahagslegum og pólitískum afleiðingum, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Leyniþjónustan tekur saman helstu upplýsingar um vendingar í heimsmálum og öryggishættur á hverjum degi og leggur fyrir forsetann. Æðstu embættismenn fá einnig eintak af kynningunni. Trump sleppir reglulega að lesa kynningar leyniþjónustunnar og er sagður hafa litla þolinmæði þegar hann fær munnlega kynningu á innihaldi upplýsingapakkans tvisvar til þrisvar í viku. Gerði lítið úr hættunni langt fram í mars Fleiri en 55.000 manns hafa nú látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum og um milljón manns hefur greinst smituð. Ríkisstjórn Trump hefur sætt gagnrýni fyrir sein og slök viðbrögð við faraldrinum. Eftir að Trump takmarkaði ferðlög frá Kína í lok janúar aðhafðist ríkisstjórn lítið sem ekkert til að birgja sig upp af nauðsynlegum búnaði eins og öndunarvélum eða hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólks. Skortur hefur verið á hvoru tveggja í faraldrinum Þá hefur skimun fyrir veirunni í Bandaríkjunum verið verulega ábótavant. Í febrúar gerði Trump ítrekað lítið úr mögulegri hættu á faraldri í Bandaríkjunum. Í lok mánaðarins fullyrt hann meðal annars að fjöldi smitaðra yrði kominn „nálægt núll“. Veiran ætti eftir að hverfa „eins og fyrir kraftaverk“ með vorinu. Á þeim tíma gekk veiran þegar á milli manna óheft sum staðar í Bandaríkjunum. Daginn áður en WHO lýsti því yfir að kórónuveirufaraldurinn væri orðinn að heimsfaraldri 11. mars sagði Trump að veiran væri við það að hverfa. Sama dag lýsti Trump yfir neyðarástandi vegna faraldursins. Skellir skuldinni á WHO og Kínverja Trump hefur reynt að koma ábyrgðinni á viðbrögðum yfirvalda yfir á einstök ríki Bandaríkjanna. Undanfarna daga og vikur hefur hann einnig freistað þess að skella skuldinni á Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO) og kínversk stjórnvöld. Bandaríkjastjórn hefur þannig stöðvað fjárveitingar til WHO í sextíu daga og er sögð grafa undan henni á ýmsa vegu á bak við tjöldin. Trump sakar WHO um að hafa ekki varað við faraldrinum nógu snemma og um að vera handbendi stjórnvalda í Beijing. Sú staðreynd að leyniþjónusta Bandaríkjanna upplýsti forsetann og ríkisstjórn hans um hættuna af kórónuveirufaraldrinum allt frá því í janúar grefur undan þeirri málsvörn Trump. Einnig eru bandarískir starfsmenn WHO sagðir hafa verið í reglulegu sambandi við bandarísk stjórnvöld um þróun faraldursins frá upphafi. Hvíta húsið hafnaði því að Trump hefði verið seinn í að bregðast við veirunni án þess þó að svara beint efni fréttar Washington Post um að leyniþjónustan hafi varað við henni um margra vikna skeið. Lofaði Hogan Gidley, talsmaður Hvíta hússins, Trump forseta í hástert í formlegu svari til blaðsins. Skrifstofa forstjóra leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna (DNI) sagði frétt Washington Post „ekki sanna í smáatriðum“ án þess þó að útskýra það frekar. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27. apríl 2020 13:17 Harmar ákvörðun Trump Dr. Tedros Adhanom sagði kórónuveiruna ekki fara í manngreiningarálit og að hún væri sameiginlegur og hættulegur óvinur 16. apríl 2020 08:54 Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. Viðvaranir um kórónuveiruna voru að finna í á öðrum tug daglegra kynninga leyniþjónustunnar fyrir forsetann á upphafsvikum faraldursins, að sögn núverandi og fyrrverandi embættismanna Bandaríkjastjórnar. Þar kom fram að veiran breiddist út um heiminn, kínversk stjórnvöld reyndu að bæla niður upplýsingar um smithættu og dánartíðni og að hætta væri á alvarlegum efnahagslegum og pólitískum afleiðingum, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Leyniþjónustan tekur saman helstu upplýsingar um vendingar í heimsmálum og öryggishættur á hverjum degi og leggur fyrir forsetann. Æðstu embættismenn fá einnig eintak af kynningunni. Trump sleppir reglulega að lesa kynningar leyniþjónustunnar og er sagður hafa litla þolinmæði þegar hann fær munnlega kynningu á innihaldi upplýsingapakkans tvisvar til þrisvar í viku. Gerði lítið úr hættunni langt fram í mars Fleiri en 55.000 manns hafa nú látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum og um milljón manns hefur greinst smituð. Ríkisstjórn Trump hefur sætt gagnrýni fyrir sein og slök viðbrögð við faraldrinum. Eftir að Trump takmarkaði ferðlög frá Kína í lok janúar aðhafðist ríkisstjórn lítið sem ekkert til að birgja sig upp af nauðsynlegum búnaði eins og öndunarvélum eða hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólks. Skortur hefur verið á hvoru tveggja í faraldrinum Þá hefur skimun fyrir veirunni í Bandaríkjunum verið verulega ábótavant. Í febrúar gerði Trump ítrekað lítið úr mögulegri hættu á faraldri í Bandaríkjunum. Í lok mánaðarins fullyrt hann meðal annars að fjöldi smitaðra yrði kominn „nálægt núll“. Veiran ætti eftir að hverfa „eins og fyrir kraftaverk“ með vorinu. Á þeim tíma gekk veiran þegar á milli manna óheft sum staðar í Bandaríkjunum. Daginn áður en WHO lýsti því yfir að kórónuveirufaraldurinn væri orðinn að heimsfaraldri 11. mars sagði Trump að veiran væri við það að hverfa. Sama dag lýsti Trump yfir neyðarástandi vegna faraldursins. Skellir skuldinni á WHO og Kínverja Trump hefur reynt að koma ábyrgðinni á viðbrögðum yfirvalda yfir á einstök ríki Bandaríkjanna. Undanfarna daga og vikur hefur hann einnig freistað þess að skella skuldinni á Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO) og kínversk stjórnvöld. Bandaríkjastjórn hefur þannig stöðvað fjárveitingar til WHO í sextíu daga og er sögð grafa undan henni á ýmsa vegu á bak við tjöldin. Trump sakar WHO um að hafa ekki varað við faraldrinum nógu snemma og um að vera handbendi stjórnvalda í Beijing. Sú staðreynd að leyniþjónusta Bandaríkjanna upplýsti forsetann og ríkisstjórn hans um hættuna af kórónuveirufaraldrinum allt frá því í janúar grefur undan þeirri málsvörn Trump. Einnig eru bandarískir starfsmenn WHO sagðir hafa verið í reglulegu sambandi við bandarísk stjórnvöld um þróun faraldursins frá upphafi. Hvíta húsið hafnaði því að Trump hefði verið seinn í að bregðast við veirunni án þess þó að svara beint efni fréttar Washington Post um að leyniþjónustan hafi varað við henni um margra vikna skeið. Lofaði Hogan Gidley, talsmaður Hvíta hússins, Trump forseta í hástert í formlegu svari til blaðsins. Skrifstofa forstjóra leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna (DNI) sagði frétt Washington Post „ekki sanna í smáatriðum“ án þess þó að útskýra það frekar.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27. apríl 2020 13:17 Harmar ákvörðun Trump Dr. Tedros Adhanom sagði kórónuveiruna ekki fara í manngreiningarálit og að hún væri sameiginlegur og hættulegur óvinur 16. apríl 2020 08:54 Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27. apríl 2020 13:17
Harmar ákvörðun Trump Dr. Tedros Adhanom sagði kórónuveiruna ekki fara í manngreiningarálit og að hún væri sameiginlegur og hættulegur óvinur 16. apríl 2020 08:54
Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00