Johnson sneri aftur til vinnu eftir Covid-veikindin Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2020 08:59 Boris Johnson flytur ávarp fyrir utan Downingstræti 10 á fyrsta vinnudegi sínum eftir Covid-veikindi. Vísir/getty Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sneri aftur til starfa í morgun eftir hastarleg Covid-19-veikindi. Hann sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda. Johnson var lagður inn á sjúkrahús í byrjun þessa mánaðar eftir að hafa veikst alvarlega af kórónuveirunni. Hann var að endingu lagður inn á gjörgæslu og var gefið súrefni en svo útskrifaður af sjúkrahúsi um miðjan apríl. Þá var gefið út að hann myndi ekki snúa aftur til vinnu fyrr en hann hefði jafnað sig að fullu af veikinni. Það virðist Johnson nú hafa gert en hann ávarpaði bresku þjóðina í Lundúnum í morgun. Í ávarpinu bað hann m.a. eigendur fyrirtækja um að sýna þolinmæði og lagði áherslu á að ekki væri tímabært að grípa til umfangsmikilla tilslakana á lokunum og öðrum aðgerðum stjórnvalda. Þá væri ómögulegt að segja til um á þessari stundu hvenær Bretar geti farið að létta á samkomutakmörkunum. Þá þakkaði Johnson almenningi fyrir að hlýða tilmælum stjórnvalda og fórna réttindum sínum í þágu baráttunnar við veiruna. „Það er einnig satt að við erum að ná árangri. Færri leggjast inn á sjúkrahús og raunveruleg merki eru um að við séum að komast yfir stærsta hjallann,“ sagði Johnson. Ávarp Johnson má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vildi lítið segja til um áform bresku ríkisstjórnarinnar Utanríkisráðherra Bretlands, og staðgengill forsætisráðherra, Dominic Raab vildi, í viðtali við Sky News, lítið segja um áform bresku ríkisstjórnarinnar um afléttingu takmarkana vegna faraldurs kórónuveirunnar í Bretlandi. 26. apríl 2020 11:13 Boris Johnson snýr aftur á mánudag Áætlað er að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, snúi aftur til starfa á mánudaginn næsta. 25. apríl 2020 22:44 Boris Johnson laus af gjörgæslu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er laus af gjörgæsludeild en mun áfram liggja inni á sjúkrahúsi. 9. apríl 2020 18:52 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Sjá meira
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sneri aftur til starfa í morgun eftir hastarleg Covid-19-veikindi. Hann sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda. Johnson var lagður inn á sjúkrahús í byrjun þessa mánaðar eftir að hafa veikst alvarlega af kórónuveirunni. Hann var að endingu lagður inn á gjörgæslu og var gefið súrefni en svo útskrifaður af sjúkrahúsi um miðjan apríl. Þá var gefið út að hann myndi ekki snúa aftur til vinnu fyrr en hann hefði jafnað sig að fullu af veikinni. Það virðist Johnson nú hafa gert en hann ávarpaði bresku þjóðina í Lundúnum í morgun. Í ávarpinu bað hann m.a. eigendur fyrirtækja um að sýna þolinmæði og lagði áherslu á að ekki væri tímabært að grípa til umfangsmikilla tilslakana á lokunum og öðrum aðgerðum stjórnvalda. Þá væri ómögulegt að segja til um á þessari stundu hvenær Bretar geti farið að létta á samkomutakmörkunum. Þá þakkaði Johnson almenningi fyrir að hlýða tilmælum stjórnvalda og fórna réttindum sínum í þágu baráttunnar við veiruna. „Það er einnig satt að við erum að ná árangri. Færri leggjast inn á sjúkrahús og raunveruleg merki eru um að við séum að komast yfir stærsta hjallann,“ sagði Johnson. Ávarp Johnson má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vildi lítið segja til um áform bresku ríkisstjórnarinnar Utanríkisráðherra Bretlands, og staðgengill forsætisráðherra, Dominic Raab vildi, í viðtali við Sky News, lítið segja um áform bresku ríkisstjórnarinnar um afléttingu takmarkana vegna faraldurs kórónuveirunnar í Bretlandi. 26. apríl 2020 11:13 Boris Johnson snýr aftur á mánudag Áætlað er að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, snúi aftur til starfa á mánudaginn næsta. 25. apríl 2020 22:44 Boris Johnson laus af gjörgæslu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er laus af gjörgæsludeild en mun áfram liggja inni á sjúkrahúsi. 9. apríl 2020 18:52 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Sjá meira
Vildi lítið segja til um áform bresku ríkisstjórnarinnar Utanríkisráðherra Bretlands, og staðgengill forsætisráðherra, Dominic Raab vildi, í viðtali við Sky News, lítið segja um áform bresku ríkisstjórnarinnar um afléttingu takmarkana vegna faraldurs kórónuveirunnar í Bretlandi. 26. apríl 2020 11:13
Boris Johnson snýr aftur á mánudag Áætlað er að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, snúi aftur til starfa á mánudaginn næsta. 25. apríl 2020 22:44
Boris Johnson laus af gjörgæslu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er laus af gjörgæsludeild en mun áfram liggja inni á sjúkrahúsi. 9. apríl 2020 18:52