Telja að kviknað hafi í fjölbýlishúsi í Stokkhólmi vegna gáleysis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2020 08:08 Eldurinn kviknaði í Järfälla, norður af Stokkhólmi, í nótt. EPA/FREDRIK PERSSON Níu hæða fjölbýlishús brann í nótt í Järfälla, norður af Stokkhólmi. Slökkviliði barst tilkynning laust eftir miðnætti að staðartíma um brunann. Enn loga glæður í þaki hússins en slökkvilið hefur náð tökum á eldinum. Frá þessu er greint á vef sænska ríkisútvarpsins. Að sögn Tommy Wållberg, stjórnanda slökkviliðs á vettvangi, hefur slökkviliðið náð tökum á eldinum. „Það eru ennþá glóðir í þakinu en það er ekki lengur nein hætta á að eldurinn dreifi úr sér. Það er flókið að berjast við eldinn því hann er svo hátt uppi og þar af leiðandi erfitt að rífa niður þakið og svo framvegis,“ sagði hann í samtali við fréttamenn klukkan 6:20 í morgun. View this post on Instagram Flerfamiljshus brinner i Järfälla A post shared by Brottsplats Stockholm (@brottsplats_stockholm) on Apr 25, 2020 at 3:54pm PDT Eldurinn logaði í alla nótt og var hann að mestu í þakinu. Því var byrjað á að rýma aðeins íbúðir á efstu hæð en eftir því sem leið á nóttina var ákveðið að rýma húsið allt. Í húsinu búa 136. Fimmtíu slökkviliðsmenn voru á staðnum í nótt og sjúkrabílar tiltækir. Enn er ekki vitað hvort einhver hafi þurft að fá aðhlynningu á vettvangi. View this post on Instagram Redan under fredagen vid 21:33 larmades räddningstjänsten till Hammarvägen i Järfälla . Då slog hantverkare larm om att det brann i isoleringen på taket efter ett jobb. Brandkåren åkte dit och släckte den mindre branden. Lite mer än ett dygn senare inträffar det igen. Kl 00:27 den 26 April kom larmet igen. 50 brandmän och flera ambulanser är på plats. Det är oklart om någon är skadad. Först evakuerades de översta våningarna sedan fattades beslut om att evakuera hela byggnaden. #järfälla #brand A post shared by Brottsplats Stockholm (@brottsplats_stockholm) on Apr 25, 2020 at 5:55pm PDT Lögreglan hefur hafið rannsókn á tildrögum eldsins en lögreglan telur að hann hafi kviknað vegna gáleysis. „Ég get ekki útskýrt það nákvæmlega en við teljum að eldurinn hafi kviknað vegna gáleysis,“ sagði Andreas Dahlin, lögreglumaður á vettvangi. Svíþjóð Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Níu hæða fjölbýlishús brann í nótt í Järfälla, norður af Stokkhólmi. Slökkviliði barst tilkynning laust eftir miðnætti að staðartíma um brunann. Enn loga glæður í þaki hússins en slökkvilið hefur náð tökum á eldinum. Frá þessu er greint á vef sænska ríkisútvarpsins. Að sögn Tommy Wållberg, stjórnanda slökkviliðs á vettvangi, hefur slökkviliðið náð tökum á eldinum. „Það eru ennþá glóðir í þakinu en það er ekki lengur nein hætta á að eldurinn dreifi úr sér. Það er flókið að berjast við eldinn því hann er svo hátt uppi og þar af leiðandi erfitt að rífa niður þakið og svo framvegis,“ sagði hann í samtali við fréttamenn klukkan 6:20 í morgun. View this post on Instagram Flerfamiljshus brinner i Järfälla A post shared by Brottsplats Stockholm (@brottsplats_stockholm) on Apr 25, 2020 at 3:54pm PDT Eldurinn logaði í alla nótt og var hann að mestu í þakinu. Því var byrjað á að rýma aðeins íbúðir á efstu hæð en eftir því sem leið á nóttina var ákveðið að rýma húsið allt. Í húsinu búa 136. Fimmtíu slökkviliðsmenn voru á staðnum í nótt og sjúkrabílar tiltækir. Enn er ekki vitað hvort einhver hafi þurft að fá aðhlynningu á vettvangi. View this post on Instagram Redan under fredagen vid 21:33 larmades räddningstjänsten till Hammarvägen i Järfälla . Då slog hantverkare larm om att det brann i isoleringen på taket efter ett jobb. Brandkåren åkte dit och släckte den mindre branden. Lite mer än ett dygn senare inträffar det igen. Kl 00:27 den 26 April kom larmet igen. 50 brandmän och flera ambulanser är på plats. Det är oklart om någon är skadad. Först evakuerades de översta våningarna sedan fattades beslut om att evakuera hela byggnaden. #järfälla #brand A post shared by Brottsplats Stockholm (@brottsplats_stockholm) on Apr 25, 2020 at 5:55pm PDT Lögreglan hefur hafið rannsókn á tildrögum eldsins en lögreglan telur að hann hafi kviknað vegna gáleysis. „Ég get ekki útskýrt það nákvæmlega en við teljum að eldurinn hafi kviknað vegna gáleysis,“ sagði Andreas Dahlin, lögreglumaður á vettvangi.
Svíþjóð Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira