Svörin við öllum spurningunum sem Unorthodox vekur upp Heiðar Sumarliðason skrifar 28. apríl 2020 14:57 Hár Estyar er rakað af fyrir brúðkaup hennar. Sjónvarpsþáttaröðin Unorthodox af Netflix, sem gerist í heimi Satmar-gyðinga, nýtur mikilla vinsælda. Ýmsir siðir og hugtök sem þar koma fram eru íslenskum áhorfendum algjörlega framandi. Hér er stiklað á stóru varðandi þessa ókunnugu hluti. Satmar-gyðingar Satmar-gyðingar dansa í brúðkaupi Estyar og Yankys. Persóna Estyar úr Unorthodox-þáttunum tilheyrir hópi Satmar-gyðinga, sem flestir búa í Williamsburg í New York. Einfaldasta leiðin til að útskýra þennan hóp er með því að segja hann einskonar sértrúarsöfnuð undir hatti gyðingdóms. Nafnið er dregið af bænum Szatmárnémeti í Rúmeníu, en þar var söfnuðinum komið á fót af rabbíninum Joel Teitelbaum. Í kjölfar endaloka heimsstyrjaldarinnar síðari flutti Joel til New York ásamt litlum hópi fylgismanna sinna. Þeir hófust strax handa við að stækka hópinn, og samkvæmt eigin talningu telja þeir 120.000 manns. Heildarfjöldinn er þó umdeildur og líklegra er að þeir séu í kringum 70.000. Reglurnar sem hópurinn lifir eftir eru ættaðar úr ungverskum réttartrúnaðarkennisetningum sem komu fram í kringum árið 1860, sem viðbragð við eftirgjöf og menningarlegri aðlögun gyðinga á svæðinu. Safnaðarmeðlimir töldu allt ólán gyðinga vera refsingu Guðs, vegna þess að hegðun þeirra samræmdist ekki vilja hans. Helförin var því vatn á myllu fylgismanna rétttrúnaðarins og eru Satmar-gyðingar sannfærðir um að Guð muni refsa þeim með annarri Helför fari þeir ekki eftir vilja hans í einu og öllu. Kosher Allt á þessu borði mun vera kosher. Kosher er nafnið á reglum sem gyðingum er gert að fara eftir varðandi hvaða mat þeir mega neyta. Orðið kemur úr hebresku og þýðir „við hæfi,“ þ.e.a.s. það sem er við hæfi að leggja sér til munns. Það er í lagi að leggja sér klaufdýr til munns, undir það fellur t.a.m. sauðfé, geitur og nautgripir. Það eru þó undantekningar á þessu, klaufdýr eins og svín og úlfaldar eru ekki kosher. Hófdýr, líkt og hross, eru hinsvegar ekki kosher. Þetta er þó ekki alveg svo einfalt, því slátrun dýra er einnig háð ströngum reglum til að teljast kosher. Flestir fuglar eru kosher, gyðingar mega þó ekki leggja sér til munns ránfugla og fugla sem veiða fisk. Aðeins sá fiskur sem hefur bæði ugga og hreistur telst kosher. Því eru rækjur, skelfiskur, krabbar, humar og ostrur ekki á matseðli gyðinga. Grænmeti, ávextir, hnetur og kornvörur eru kosher í hreinu formi. Þegar búið er að vinna þessar vörur, t.d. með því að niðursjóða, eru þær oft ekki lengur kosher. Reglur varðandi hár Yanky með sínar payot-krullur og Esty með mest lítið hár. Algjör hógværð er leiðarstef í lífi strangtrúaðra gyðinga og allt sem í þeirra augum er kynferðislegt er bannað. Hár kvenna þótti á öldum áður falla undir það, og þótti ekki við hæfi að konur sýndu sitt raunverulega hár eftir að hafa gengið í hjónaband. Hár Satmar-kvenna er því ávallt rakað af áður en þær gifta sig og ganga þær með hárkollu þar eftir. Þessar reglur eru ekki hluti af 613 boðorðum gyðingdóms, heldur byggðar á biblíutilvitnuninni: „Hár þitt er líkt og geitahjörð,“ en slíkt hrós er talið gefa til kynna þann losta sem hárið þótti vekja upp. Karlmenn þurfa einnig að gangast undir reglur varðandi hár sitt. Í biblíu gyðinga segir að þeir skuli ekki skera það hár sem vex fyrir framan eyrun. Þessir lokkar kallast payot, en misjafnt er eftir hópum hver útfærslan er. Sumir hafa hárið slétt, en Satmar-gyðingar krulla það. Aðskilnaður kynjanna Við brúðkaup Estyar eru kynin aðskilin með tjaldi, líkt og má sjá hér. Gyðingar eiga tvær biblíur, Torah er hin upprunalega ritaða biblía, en Mishnah er samansafn munnmælasagna og ráðlegginga. Í Mishnah stendur að sá maður sem eyðir of miklum tíma í að tala við konur, þar með talið eiginkonu sína, muni vanrækja trúna og kalla yfir sig bölvun. Eins og komið hefur fram eru strangtrúaðir gyðingar mjög guðhræddir og reyna að gæta þess að gera ekki nokkurn hlut sem gæti styggt Guð. Því þykir þeim best að aðskilja kynin algjörlega. Því eru t.d. skyldmenni eina fólkið af gagnstæðu kyni sem börn mega umgangast. Skólaganga Börn mega aðeins umgangast börn af gagnstæðu kyni séu þau skyld. Skólaganga Satmar-gyðinga er ekkert í líkingu við þá menntun sem við þekkjum. Menntun kynjanna er aðskilin og skarast skólaganga drengja og stúlkna því aldrei. Stærstur hluti skóladagsins fer í trúarlega kennslu á jiddísku og hebresku. Aðeins ein klukkustund á dag fer í ensku- og stærðfræðikennslu. Áhugi kennara á þessum fögum er vægast sagt lítill og útskrifast flestir úr grunnskóla vart læsir á enska tungu. Rabbíninn Avi Shafran skrifaði fyrir nokkrum árum grein með fyrirsögninni: Gyðingabörn sem læra ekki stærðfræði og ensku þurfa ekki á vorkunn ykkar að halda. Þar sagði hann að atvinna rétttrúnaðargyðinga væri aðeins til að sjá fjölskyldum sínum farborða, þeir hefðu ekkert við meiri menntun að gera. Hann bað fólk um að virða afstöðu þeirra. Bænabúnaður Yanky og Moishe biðja eftir komuna til Berlínar. Áhorfendur muna sennilega eftir bænastund þeirra Yankys og Moishes í Unorthodox. Þar voru þeir með ólar og tvo litla kassa, sem kallast teffilin. Annar kassinn er ólaður niður á upphandlegginn vinstra megin (við hlið hjartans), hinn kassinn er festur á ennið. Inni í kössunum eru miðar með tilvitnunum úr biblíu gyðinga, en ástæðan fyrir þessari venju kemur einnig úr henni. Þetta er gert til að minnast þess að Guð frelsaði gyðinga úr ánuað Egypta. Höfuðfat karlmanna Allir þeir karlmenn í brúðkaupi Yankys og Estyar, sem hafa gifst, eru með shtreimel-hatta. Hattarnir sem karlmennirnir í Unorthodox ganga með kallast shtreimel. Í flestum hópum strangtrúaðra gyðinga byrja menn að ganga með þá eftir að hafa gengið í hjónaband, þó gerist það við fermingu í einhverjum hópum. Hatturinn er samsettur úr dýrafeldi (oftast af merði, eða refi), sem er vafinn utan um hringað svart flauel. Menn eru ávallt með kollhúfu undir hattinum. Flestir karlmenn eiga tvo hatta, einn dýran, úr raunverulegum feldi, sem og ódýrari hversdagslegan hatt, gerðan úr gerviefni. Uppruni þessa siðs er ekki ljós, en sú venja að hylja kollinn er mjög gömul. Varðandi shtreimel-hattana sjálfa er líklegast um að ræða tískubólu frá 17. öld, sem gyðingar hafa haldið sig við. Það stendur ekkert um þessa hatta í biblíu gyðinga, en í henni stendur þó að menn skuli hylja höfuð til sýna fram á ótta sinn við Guð. Afstaða Satmar-gyðinga til Ísraelsríkis Yanky og Moishe var ekki skemmt þegar móttökuritarinn taldi þá vera frá Ísrael. Senan þar sem Yanky og Moishe koma á hótelið sitt í Berlín kann að hafa ringlað suma. Þar býður maðurinn í móttökunni þá velkomna og segir það heiður að fá gesti frá Ísrael. Þetta fer mjög illa í Moishe sem segir honum hryssinglega að þeir séu sko frá Williamsburg í Bandaríkjunum, líkt og hann hafi orðið móðgaður. Ástæðan fyrir ónotum Mosihes er sú að Satmar-gyðingar, sem og margir aðrir bókstafstrúar gyðingar, eru andstæðingar tilveru Ísraelsríkis. Samkvæmt biblíu gyðinga er það ekki í þeirra valdi að taka sér land, þeir eigi að bíða eftir komu Messíasar, sem muni leiða þá aftur til Ísraels. M.a. er þar ritað að hver sá sem trúir ekki á Messías, eða bíður ekki eftir komu hans, hafni ekki aðeins spámönnunum, heldur hafni einnig biblíu gyðinga og Móse. Því er landnám gyðinga í Ísrael í mótsögn við skilaboð biblíu þeirra. Samkvæmt útreikningum mun Messías birtast í síðasta lagi árið 2240, því gæti verið ansi langt í komu hans og ekki allir jafn þolinmóðir og Satmar-gyðingarnir. Álpappír í eldhúsinu Esty inni í eldhúsi tengdaforeldra sinna. Í byrjun fjórða þáttar Unorthodox er allt eldhúsið heima hjá foreldrum Yankys þakið álpappír. Þetta er vegna Páskahátíðarinnar (Passover), en öll neysla gers er bönnuð á meðan hún stendur yfir og er þetta gert til að koma í veg fyrir gersmit yfir í páskamatinn. Mezuzha Yanky snertir viðarbút í upphafi fyrsta þáttar. Í hvert sinn sem persónurnar í Unorthodox ganga inn í híbýli snerta þær eitthvað sem hangir á veggnum og virðist vera viðarbútur. Þetta er svokallað mezuzha, hylki sem inniheldur ritaðan texta úr Mósebókunum fimm. Þetta er gert til að uppfylla eitt af 613 boðorðum gyðingdóms, sem segir: „Ritið orð Guðs á hlið og dyrastafi heimila ykkar.“ Textinn er ritaður með fjaðurpenna, af skriflærðum manni, á lítið dýraskinn. Letrið er agnarsmátt og því tekur mjög langan tíma að skrifa á hvert skinn fyrir sig. Í grunninn líta gyðingar á þetta sem einskonar heillagrip sem verndar heimili þeirra frá illum vættum. Hér að neðan er hægt að sjá heimildarmynd um þetta fyrirbæri. Eruv Vírinn blaktir í vindinum í upphafi fyrsta þáttar. Þetta fer algjörlega framhjá þeim sem ekki þekkja reglunar um eruv-vírinn. Í upphafi fyrsta þáttar ætlar Esty að stinga af til Berlínar. Hópur kvenna með börn stendur hinsvegar við útgang fjölsbýlishússins sem hún býr í. Þær segja henni að eruv sé bilað. Hún snýr þá við, fer aftur upp í íbúðina sína og losar sig við allt dótið sem hún heldur á. Því næst fer hún aftur niður og heldur út. Eruv tengist hvíldardegi gyðinga (sabbath), en á honum má fólk ekki bera neina hluti í opinberu rými. Þetta þótti gyðingum einstaklega óhentugt og bjuggu því rabbínar til reglu sem sagði að reisa mætti veggi, eða girðingar, og innan þess rýmis mættu gyðingar bera hluti á hvíldardeginum. Í nútímasamfélagi er ekki vel séð að borgarar reisi sjálfir veggi og girðingar innan opinberra rýma. Því var ákveðið að strengja mætti víra til að afmarka ákveðin svæði, þeir væru táknrænn staðgengill veggjanna. Því mega gyðingar bera hluti innan marka þessara víra. Hinsvegar þarf vírinn að vera strengdur til að reglan sé í gildi. Þennan dag sem Esty ætlaði að flýja til Berlínar hafði vírinn hinsvegar slitnað, því mátti enginn bera neitt utandyra. Upphafsskotið í fyrsta þætti Unorthodox er einmitt af eruv-vírnum blaktandi í vindinum. Þessi sena fer hinsvegar algjölega fyrir ofan garð og neðan hjá þeim sem ekki þekkja þetta fyrirbæri. Í síðasta þætti Elds og brennisteins ræddu Heiðar Sumarliðason og Snæbjörn Brynjarsson trúmál, sem og ýmislegt varðandi orthodox-gyðinga tengt Unorthodox. Þeir gerðu svo tilraun til að setja það í samhengi við nútímann. Hægt er að hlýða á þáttinn hér að neðan. Stjörnubíó Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Opið samband fer úrskeiðis Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Sjónvarpsþáttaröðin Unorthodox af Netflix, sem gerist í heimi Satmar-gyðinga, nýtur mikilla vinsælda. Ýmsir siðir og hugtök sem þar koma fram eru íslenskum áhorfendum algjörlega framandi. Hér er stiklað á stóru varðandi þessa ókunnugu hluti. Satmar-gyðingar Satmar-gyðingar dansa í brúðkaupi Estyar og Yankys. Persóna Estyar úr Unorthodox-þáttunum tilheyrir hópi Satmar-gyðinga, sem flestir búa í Williamsburg í New York. Einfaldasta leiðin til að útskýra þennan hóp er með því að segja hann einskonar sértrúarsöfnuð undir hatti gyðingdóms. Nafnið er dregið af bænum Szatmárnémeti í Rúmeníu, en þar var söfnuðinum komið á fót af rabbíninum Joel Teitelbaum. Í kjölfar endaloka heimsstyrjaldarinnar síðari flutti Joel til New York ásamt litlum hópi fylgismanna sinna. Þeir hófust strax handa við að stækka hópinn, og samkvæmt eigin talningu telja þeir 120.000 manns. Heildarfjöldinn er þó umdeildur og líklegra er að þeir séu í kringum 70.000. Reglurnar sem hópurinn lifir eftir eru ættaðar úr ungverskum réttartrúnaðarkennisetningum sem komu fram í kringum árið 1860, sem viðbragð við eftirgjöf og menningarlegri aðlögun gyðinga á svæðinu. Safnaðarmeðlimir töldu allt ólán gyðinga vera refsingu Guðs, vegna þess að hegðun þeirra samræmdist ekki vilja hans. Helförin var því vatn á myllu fylgismanna rétttrúnaðarins og eru Satmar-gyðingar sannfærðir um að Guð muni refsa þeim með annarri Helför fari þeir ekki eftir vilja hans í einu og öllu. Kosher Allt á þessu borði mun vera kosher. Kosher er nafnið á reglum sem gyðingum er gert að fara eftir varðandi hvaða mat þeir mega neyta. Orðið kemur úr hebresku og þýðir „við hæfi,“ þ.e.a.s. það sem er við hæfi að leggja sér til munns. Það er í lagi að leggja sér klaufdýr til munns, undir það fellur t.a.m. sauðfé, geitur og nautgripir. Það eru þó undantekningar á þessu, klaufdýr eins og svín og úlfaldar eru ekki kosher. Hófdýr, líkt og hross, eru hinsvegar ekki kosher. Þetta er þó ekki alveg svo einfalt, því slátrun dýra er einnig háð ströngum reglum til að teljast kosher. Flestir fuglar eru kosher, gyðingar mega þó ekki leggja sér til munns ránfugla og fugla sem veiða fisk. Aðeins sá fiskur sem hefur bæði ugga og hreistur telst kosher. Því eru rækjur, skelfiskur, krabbar, humar og ostrur ekki á matseðli gyðinga. Grænmeti, ávextir, hnetur og kornvörur eru kosher í hreinu formi. Þegar búið er að vinna þessar vörur, t.d. með því að niðursjóða, eru þær oft ekki lengur kosher. Reglur varðandi hár Yanky með sínar payot-krullur og Esty með mest lítið hár. Algjör hógværð er leiðarstef í lífi strangtrúaðra gyðinga og allt sem í þeirra augum er kynferðislegt er bannað. Hár kvenna þótti á öldum áður falla undir það, og þótti ekki við hæfi að konur sýndu sitt raunverulega hár eftir að hafa gengið í hjónaband. Hár Satmar-kvenna er því ávallt rakað af áður en þær gifta sig og ganga þær með hárkollu þar eftir. Þessar reglur eru ekki hluti af 613 boðorðum gyðingdóms, heldur byggðar á biblíutilvitnuninni: „Hár þitt er líkt og geitahjörð,“ en slíkt hrós er talið gefa til kynna þann losta sem hárið þótti vekja upp. Karlmenn þurfa einnig að gangast undir reglur varðandi hár sitt. Í biblíu gyðinga segir að þeir skuli ekki skera það hár sem vex fyrir framan eyrun. Þessir lokkar kallast payot, en misjafnt er eftir hópum hver útfærslan er. Sumir hafa hárið slétt, en Satmar-gyðingar krulla það. Aðskilnaður kynjanna Við brúðkaup Estyar eru kynin aðskilin með tjaldi, líkt og má sjá hér. Gyðingar eiga tvær biblíur, Torah er hin upprunalega ritaða biblía, en Mishnah er samansafn munnmælasagna og ráðlegginga. Í Mishnah stendur að sá maður sem eyðir of miklum tíma í að tala við konur, þar með talið eiginkonu sína, muni vanrækja trúna og kalla yfir sig bölvun. Eins og komið hefur fram eru strangtrúaðir gyðingar mjög guðhræddir og reyna að gæta þess að gera ekki nokkurn hlut sem gæti styggt Guð. Því þykir þeim best að aðskilja kynin algjörlega. Því eru t.d. skyldmenni eina fólkið af gagnstæðu kyni sem börn mega umgangast. Skólaganga Börn mega aðeins umgangast börn af gagnstæðu kyni séu þau skyld. Skólaganga Satmar-gyðinga er ekkert í líkingu við þá menntun sem við þekkjum. Menntun kynjanna er aðskilin og skarast skólaganga drengja og stúlkna því aldrei. Stærstur hluti skóladagsins fer í trúarlega kennslu á jiddísku og hebresku. Aðeins ein klukkustund á dag fer í ensku- og stærðfræðikennslu. Áhugi kennara á þessum fögum er vægast sagt lítill og útskrifast flestir úr grunnskóla vart læsir á enska tungu. Rabbíninn Avi Shafran skrifaði fyrir nokkrum árum grein með fyrirsögninni: Gyðingabörn sem læra ekki stærðfræði og ensku þurfa ekki á vorkunn ykkar að halda. Þar sagði hann að atvinna rétttrúnaðargyðinga væri aðeins til að sjá fjölskyldum sínum farborða, þeir hefðu ekkert við meiri menntun að gera. Hann bað fólk um að virða afstöðu þeirra. Bænabúnaður Yanky og Moishe biðja eftir komuna til Berlínar. Áhorfendur muna sennilega eftir bænastund þeirra Yankys og Moishes í Unorthodox. Þar voru þeir með ólar og tvo litla kassa, sem kallast teffilin. Annar kassinn er ólaður niður á upphandlegginn vinstra megin (við hlið hjartans), hinn kassinn er festur á ennið. Inni í kössunum eru miðar með tilvitnunum úr biblíu gyðinga, en ástæðan fyrir þessari venju kemur einnig úr henni. Þetta er gert til að minnast þess að Guð frelsaði gyðinga úr ánuað Egypta. Höfuðfat karlmanna Allir þeir karlmenn í brúðkaupi Yankys og Estyar, sem hafa gifst, eru með shtreimel-hatta. Hattarnir sem karlmennirnir í Unorthodox ganga með kallast shtreimel. Í flestum hópum strangtrúaðra gyðinga byrja menn að ganga með þá eftir að hafa gengið í hjónaband, þó gerist það við fermingu í einhverjum hópum. Hatturinn er samsettur úr dýrafeldi (oftast af merði, eða refi), sem er vafinn utan um hringað svart flauel. Menn eru ávallt með kollhúfu undir hattinum. Flestir karlmenn eiga tvo hatta, einn dýran, úr raunverulegum feldi, sem og ódýrari hversdagslegan hatt, gerðan úr gerviefni. Uppruni þessa siðs er ekki ljós, en sú venja að hylja kollinn er mjög gömul. Varðandi shtreimel-hattana sjálfa er líklegast um að ræða tískubólu frá 17. öld, sem gyðingar hafa haldið sig við. Það stendur ekkert um þessa hatta í biblíu gyðinga, en í henni stendur þó að menn skuli hylja höfuð til sýna fram á ótta sinn við Guð. Afstaða Satmar-gyðinga til Ísraelsríkis Yanky og Moishe var ekki skemmt þegar móttökuritarinn taldi þá vera frá Ísrael. Senan þar sem Yanky og Moishe koma á hótelið sitt í Berlín kann að hafa ringlað suma. Þar býður maðurinn í móttökunni þá velkomna og segir það heiður að fá gesti frá Ísrael. Þetta fer mjög illa í Moishe sem segir honum hryssinglega að þeir séu sko frá Williamsburg í Bandaríkjunum, líkt og hann hafi orðið móðgaður. Ástæðan fyrir ónotum Mosihes er sú að Satmar-gyðingar, sem og margir aðrir bókstafstrúar gyðingar, eru andstæðingar tilveru Ísraelsríkis. Samkvæmt biblíu gyðinga er það ekki í þeirra valdi að taka sér land, þeir eigi að bíða eftir komu Messíasar, sem muni leiða þá aftur til Ísraels. M.a. er þar ritað að hver sá sem trúir ekki á Messías, eða bíður ekki eftir komu hans, hafni ekki aðeins spámönnunum, heldur hafni einnig biblíu gyðinga og Móse. Því er landnám gyðinga í Ísrael í mótsögn við skilaboð biblíu þeirra. Samkvæmt útreikningum mun Messías birtast í síðasta lagi árið 2240, því gæti verið ansi langt í komu hans og ekki allir jafn þolinmóðir og Satmar-gyðingarnir. Álpappír í eldhúsinu Esty inni í eldhúsi tengdaforeldra sinna. Í byrjun fjórða þáttar Unorthodox er allt eldhúsið heima hjá foreldrum Yankys þakið álpappír. Þetta er vegna Páskahátíðarinnar (Passover), en öll neysla gers er bönnuð á meðan hún stendur yfir og er þetta gert til að koma í veg fyrir gersmit yfir í páskamatinn. Mezuzha Yanky snertir viðarbút í upphafi fyrsta þáttar. Í hvert sinn sem persónurnar í Unorthodox ganga inn í híbýli snerta þær eitthvað sem hangir á veggnum og virðist vera viðarbútur. Þetta er svokallað mezuzha, hylki sem inniheldur ritaðan texta úr Mósebókunum fimm. Þetta er gert til að uppfylla eitt af 613 boðorðum gyðingdóms, sem segir: „Ritið orð Guðs á hlið og dyrastafi heimila ykkar.“ Textinn er ritaður með fjaðurpenna, af skriflærðum manni, á lítið dýraskinn. Letrið er agnarsmátt og því tekur mjög langan tíma að skrifa á hvert skinn fyrir sig. Í grunninn líta gyðingar á þetta sem einskonar heillagrip sem verndar heimili þeirra frá illum vættum. Hér að neðan er hægt að sjá heimildarmynd um þetta fyrirbæri. Eruv Vírinn blaktir í vindinum í upphafi fyrsta þáttar. Þetta fer algjörlega framhjá þeim sem ekki þekkja reglunar um eruv-vírinn. Í upphafi fyrsta þáttar ætlar Esty að stinga af til Berlínar. Hópur kvenna með börn stendur hinsvegar við útgang fjölsbýlishússins sem hún býr í. Þær segja henni að eruv sé bilað. Hún snýr þá við, fer aftur upp í íbúðina sína og losar sig við allt dótið sem hún heldur á. Því næst fer hún aftur niður og heldur út. Eruv tengist hvíldardegi gyðinga (sabbath), en á honum má fólk ekki bera neina hluti í opinberu rými. Þetta þótti gyðingum einstaklega óhentugt og bjuggu því rabbínar til reglu sem sagði að reisa mætti veggi, eða girðingar, og innan þess rýmis mættu gyðingar bera hluti á hvíldardeginum. Í nútímasamfélagi er ekki vel séð að borgarar reisi sjálfir veggi og girðingar innan opinberra rýma. Því var ákveðið að strengja mætti víra til að afmarka ákveðin svæði, þeir væru táknrænn staðgengill veggjanna. Því mega gyðingar bera hluti innan marka þessara víra. Hinsvegar þarf vírinn að vera strengdur til að reglan sé í gildi. Þennan dag sem Esty ætlaði að flýja til Berlínar hafði vírinn hinsvegar slitnað, því mátti enginn bera neitt utandyra. Upphafsskotið í fyrsta þætti Unorthodox er einmitt af eruv-vírnum blaktandi í vindinum. Þessi sena fer hinsvegar algjölega fyrir ofan garð og neðan hjá þeim sem ekki þekkja þetta fyrirbæri. Í síðasta þætti Elds og brennisteins ræddu Heiðar Sumarliðason og Snæbjörn Brynjarsson trúmál, sem og ýmislegt varðandi orthodox-gyðinga tengt Unorthodox. Þeir gerðu svo tilraun til að setja það í samhengi við nútímann. Hægt er að hlýða á þáttinn hér að neðan.
Stjörnubíó Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Opið samband fer úrskeiðis Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira