Stefnumót við náttúru Íslands Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 25. apríl 2020 11:30 Í dag er dagur umhverfisins og sumardagurinn fyrsti nýliðinn. Hugurinn hvarflar því að björtum sumarnóttum. Það má vel vera að mörg hafi séð sumarfríið 2020 fyrir sér á allt annan hátt en nú lítur út fyrir að það muni þróast. Ef til vill eru allskonar plön farin út um þúfur. Ýmislegt sem ekki verður af. En ég verð þess líka áskynja að mörg eru farin að velta fyrir sér nýjum hugmyndum að sumarfríi. Einstök náttúra í seilingarfjarlægð Á Íslandi eru þrír þjóðgarðar, tveir þeirra á heimsminjaskrá UNESCO og 115 önnur friðlýst svæði í öllum landshlutum. Þar seytla lækir, brestur í jöklum, hvín í hverum og korrar í rjúpum - og allt er þetta innan seilingar, á landinu þínu. Hafir þú einhvern tímann viljað kanna náttúru Íslands, þá er tækifærið sannarlega núna! Á friðlýstum svæðum er að finna óviðjafnanlega náttúru. Þetta eru svæði sem hafa verið friðuð með það að markmiði að vernda náttúrufarsleg sérkenni og tryggja rétt núlifandi kynslóða, og ekki síður þeirra sem á eftir koma, til þess að njóta lítt snortinnar náttúru. Mig langar til þess að hvetja ykkur, kæru Íslendingar, til þess að eiga stefnumót við náttúru Íslands í sumar. Að taka stefnuna á friðlýst svæði og kynnast perlum íslenskrar náttúru. Að sjálfsögðu vil ég setja þann fyrirvara að ferðalögin verði í samræmi við tilmæli þríeykisins okkar góða; Ölmu, Víðis og Þórólfs. Efling landvörslu og átak í friðlýsingum Þegar ég varð ráðherra setti ég af stað sérstakt átak í friðlýsingum, í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í dag geng ég frá sjöundu friðlýsingunni í ráðherratíð minni, þegar ég friðlýsi háhitasvæði Brennisteinsfjalla á Reykjanesi gegn orkuvinnslu. Fram undan núna í vor eru margar fleiri friðlýsingar, t.d. Geysis, Goðafoss og Látrabjargs. Í haust mun ég svo mæla fyrir frumvarpi um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, sem yrði stærsta framlag Íslands til náttúruverndar fram til þessa. Á friðlýstum svæðum starfar fjöldi þjóðgarðsvarða og landvarða sem munu taka fagnandi á móti ykkur (úr öruggri tveggja metra fjarlægð ef því er að skipta). Þeir standa fyrir fjölda viðburða á svæðunum í sumar, t.d. fræðslugöngum og barnastundum. Um hálfum milljarði króna hefur verið varið sérstaklega til aukningar landvörslu síðan núverandi ríkisstjórn tók við og landvörðum sem starfa allan ársins hring hefur fjölgað í öllum landshlutum. Efling innviða á náttúruverndarsvæðum Á síðustu árum hefur líka orðið gríðarlega mikil og góð uppbygging á innviðum á náttúruverndarsvæðum og ferðamannastöðum. Fyrir fáeinum árum bárust okkur tíðar fréttir af því að náttúran á fjölsóttum stöðum væri undir miklu álagi, enda hafði fjöldi ferðamanna sem sóttu landið heim margfaldast á skömmum tíma. Þótt nú séu breyttir tímar vegna þeirra áskorana sem kórónuveiran hefur í för með sér okkur þá er vert að halda því á lofti að vegna uppbyggingar undanfarinna ára eru innviðir á náttúruverndarsvæðum og ferðamannastöðum víða um land orðnir til mikils sóma. Við Gullfoss hefur til dæmis átt sér stað umfangsmikil uppbygging síðasta áratuginn, með stígum, stigum, pöllum og bættri hálkuvörn. Aðstæður við Dettifoss vestan megin hafa gjörbreyst og hið sama má segja um Dynjanda og mörg fleiri svæði. Samkvæmt Landsáætlun um uppbygging innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, sem kynnt var fyrr í vor, verður unnið enn frekar að eflingu innviða á næstu þremur árum með um 200 verkefnum á um 100 stöðum á landinu. Friðlýst svæði skila efnahagslegum ávinningi Við getum stutt við ferðaþjónustuna í landinu með því að ferðast innanlands, en rannsóknir sýna að friðlýst svæði eru aðdráttarafl sem skilar efnahagslegum ávinningi sem að hluta til verður eftir heima í héraði í gegnum kaup á margvíslegri gisti- og veitingaþjónustu, auk afþreyingar. Er ekki tilvalið að við gerumst ferðamenn í eigin landi í sumar? Þjóðgarðarnir, þjóðskógarnir og öll hin friðlýstu svæðin bíða eftir okkur! Með nóg af plássi til þess að halda öruggri fjarlægð frá næsta manni. Gleðilegt sumar og njótum íslenskrar náttúru á komandi misserum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Í dag er dagur umhverfisins og sumardagurinn fyrsti nýliðinn. Hugurinn hvarflar því að björtum sumarnóttum. Það má vel vera að mörg hafi séð sumarfríið 2020 fyrir sér á allt annan hátt en nú lítur út fyrir að það muni þróast. Ef til vill eru allskonar plön farin út um þúfur. Ýmislegt sem ekki verður af. En ég verð þess líka áskynja að mörg eru farin að velta fyrir sér nýjum hugmyndum að sumarfríi. Einstök náttúra í seilingarfjarlægð Á Íslandi eru þrír þjóðgarðar, tveir þeirra á heimsminjaskrá UNESCO og 115 önnur friðlýst svæði í öllum landshlutum. Þar seytla lækir, brestur í jöklum, hvín í hverum og korrar í rjúpum - og allt er þetta innan seilingar, á landinu þínu. Hafir þú einhvern tímann viljað kanna náttúru Íslands, þá er tækifærið sannarlega núna! Á friðlýstum svæðum er að finna óviðjafnanlega náttúru. Þetta eru svæði sem hafa verið friðuð með það að markmiði að vernda náttúrufarsleg sérkenni og tryggja rétt núlifandi kynslóða, og ekki síður þeirra sem á eftir koma, til þess að njóta lítt snortinnar náttúru. Mig langar til þess að hvetja ykkur, kæru Íslendingar, til þess að eiga stefnumót við náttúru Íslands í sumar. Að taka stefnuna á friðlýst svæði og kynnast perlum íslenskrar náttúru. Að sjálfsögðu vil ég setja þann fyrirvara að ferðalögin verði í samræmi við tilmæli þríeykisins okkar góða; Ölmu, Víðis og Þórólfs. Efling landvörslu og átak í friðlýsingum Þegar ég varð ráðherra setti ég af stað sérstakt átak í friðlýsingum, í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í dag geng ég frá sjöundu friðlýsingunni í ráðherratíð minni, þegar ég friðlýsi háhitasvæði Brennisteinsfjalla á Reykjanesi gegn orkuvinnslu. Fram undan núna í vor eru margar fleiri friðlýsingar, t.d. Geysis, Goðafoss og Látrabjargs. Í haust mun ég svo mæla fyrir frumvarpi um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, sem yrði stærsta framlag Íslands til náttúruverndar fram til þessa. Á friðlýstum svæðum starfar fjöldi þjóðgarðsvarða og landvarða sem munu taka fagnandi á móti ykkur (úr öruggri tveggja metra fjarlægð ef því er að skipta). Þeir standa fyrir fjölda viðburða á svæðunum í sumar, t.d. fræðslugöngum og barnastundum. Um hálfum milljarði króna hefur verið varið sérstaklega til aukningar landvörslu síðan núverandi ríkisstjórn tók við og landvörðum sem starfa allan ársins hring hefur fjölgað í öllum landshlutum. Efling innviða á náttúruverndarsvæðum Á síðustu árum hefur líka orðið gríðarlega mikil og góð uppbygging á innviðum á náttúruverndarsvæðum og ferðamannastöðum. Fyrir fáeinum árum bárust okkur tíðar fréttir af því að náttúran á fjölsóttum stöðum væri undir miklu álagi, enda hafði fjöldi ferðamanna sem sóttu landið heim margfaldast á skömmum tíma. Þótt nú séu breyttir tímar vegna þeirra áskorana sem kórónuveiran hefur í för með sér okkur þá er vert að halda því á lofti að vegna uppbyggingar undanfarinna ára eru innviðir á náttúruverndarsvæðum og ferðamannastöðum víða um land orðnir til mikils sóma. Við Gullfoss hefur til dæmis átt sér stað umfangsmikil uppbygging síðasta áratuginn, með stígum, stigum, pöllum og bættri hálkuvörn. Aðstæður við Dettifoss vestan megin hafa gjörbreyst og hið sama má segja um Dynjanda og mörg fleiri svæði. Samkvæmt Landsáætlun um uppbygging innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, sem kynnt var fyrr í vor, verður unnið enn frekar að eflingu innviða á næstu þremur árum með um 200 verkefnum á um 100 stöðum á landinu. Friðlýst svæði skila efnahagslegum ávinningi Við getum stutt við ferðaþjónustuna í landinu með því að ferðast innanlands, en rannsóknir sýna að friðlýst svæði eru aðdráttarafl sem skilar efnahagslegum ávinningi sem að hluta til verður eftir heima í héraði í gegnum kaup á margvíslegri gisti- og veitingaþjónustu, auk afþreyingar. Er ekki tilvalið að við gerumst ferðamenn í eigin landi í sumar? Þjóðgarðarnir, þjóðskógarnir og öll hin friðlýstu svæðin bíða eftir okkur! Með nóg af plássi til þess að halda öruggri fjarlægð frá næsta manni. Gleðilegt sumar og njótum íslenskrar náttúru á komandi misserum.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun