Engin lyfjapróf verið tekin í samkomubanni Arnar Geir Halldórsson skrifar 25. apríl 2020 10:30 Birgir Sverrisson Vísir/Skjáskot Kórónaveirufaraldurinn hefur víðtæk áhrif á ótal kima íþróttalífs og þar á meðal lyfjaeftirlit í íþróttum. Birgir Sverrisson sem starfar hjá Lyfjaeftirliti Íslands fór yfir stöðuna með Henry Birgi Gunnarssyni í Sportinu í dag í gær. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. „Staðan er flókin þó þetta sé einföld spurning. Á Íslandi er það þannig að dregið hefur verið úr starfseminni, með vísan til lyfjaprófa. Lyfjaprófum hefur fækkað á þessum tímum,“ segir Birgir og heldur áfram. „Það er hægt að lyfjaprófa á Íslandi í dag. Við erum ekki að gera það mikið nema það sé þörf á því. Það hefur ekkert lyfjapróf verið tekið síðan samkomubann var sett á en við tökum þau ef þörf er á.“ Hann segir jafnframt að ástandið í heiminum hafi minni áhrif á lyfjaeftirlit hér á landi heldur en í mörgum öðrum löndum heims. „Í sumum löndum er ekki hægt að taka lyfjapróf. Það er líka hluti ástæðunnar fyrir því að Ólympíuleikunum var frestað.“ Hægt er að senda inn til Lyfjaeftirlits Íslands ef fólk hefur grun um að verið sé að brjóta á lyfjareglum en Birgir minnir á að það sé skylda allra í íþróttahreyfingunni að hafa augun opin fyrir slíku og láta vita. Hægt er að gera það á heimasíðu lyfjaeftirlitsins. „Langstærstur hluti íþróttafólks er hreint íþróttafólk. Vissulega skapar þetta ákveðinn glugga fyrir þá sem vilja hafa rangt við en það er erfiðara á Íslandi heldur en mörgum öðrum löndum þar sem má ekki fara út úr húsi. Ég vil ítreka það að það er skylda okkar allra sem störfum í íþróttahreyfingunni að tilkynna um möguleg brot á lyfjareglum til lyfjaeftirlitsins og þá er hægt að bregðast við því,“ segir Birgir. Viðtalið við Birgi í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag - Umræða um lyfjamál Sportið í dag Lyf Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Kórónaveirufaraldurinn hefur víðtæk áhrif á ótal kima íþróttalífs og þar á meðal lyfjaeftirlit í íþróttum. Birgir Sverrisson sem starfar hjá Lyfjaeftirliti Íslands fór yfir stöðuna með Henry Birgi Gunnarssyni í Sportinu í dag í gær. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. „Staðan er flókin þó þetta sé einföld spurning. Á Íslandi er það þannig að dregið hefur verið úr starfseminni, með vísan til lyfjaprófa. Lyfjaprófum hefur fækkað á þessum tímum,“ segir Birgir og heldur áfram. „Það er hægt að lyfjaprófa á Íslandi í dag. Við erum ekki að gera það mikið nema það sé þörf á því. Það hefur ekkert lyfjapróf verið tekið síðan samkomubann var sett á en við tökum þau ef þörf er á.“ Hann segir jafnframt að ástandið í heiminum hafi minni áhrif á lyfjaeftirlit hér á landi heldur en í mörgum öðrum löndum heims. „Í sumum löndum er ekki hægt að taka lyfjapróf. Það er líka hluti ástæðunnar fyrir því að Ólympíuleikunum var frestað.“ Hægt er að senda inn til Lyfjaeftirlits Íslands ef fólk hefur grun um að verið sé að brjóta á lyfjareglum en Birgir minnir á að það sé skylda allra í íþróttahreyfingunni að hafa augun opin fyrir slíku og láta vita. Hægt er að gera það á heimasíðu lyfjaeftirlitsins. „Langstærstur hluti íþróttafólks er hreint íþróttafólk. Vissulega skapar þetta ákveðinn glugga fyrir þá sem vilja hafa rangt við en það er erfiðara á Íslandi heldur en mörgum öðrum löndum þar sem má ekki fara út úr húsi. Ég vil ítreka það að það er skylda okkar allra sem störfum í íþróttahreyfingunni að tilkynna um möguleg brot á lyfjareglum til lyfjaeftirlitsins og þá er hægt að bregðast við því,“ segir Birgir. Viðtalið við Birgi í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag - Umræða um lyfjamál
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Lyf Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira