Sport

Kári gerði golfíþróttinni skil í sjöunda þættinum úr skúrnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kári var brattur í skúrnum í dag.
Kári var brattur í skúrnum í dag. visir/s2s

Kári Kristján Kristjánsson hefur slegið í gegn í þættinum Sportinu í dag að undanförnu og í dag birtist hans sjöundi þáttur úr bílskúrnum í Vestmannaeyjum þar sem línumaðurinn knái hefur eytt löngum tímum undanfarnar vikur.

Kári greindist með kórónuveiruna og var því settur í einangrun. Hann tók því til hendinni í bílskúrnum og leyfði Sportinu í dag að fylgjast með. Eftir að hafa losað sig við veiruna og losnað úr einangrun hefur Kári hefur haldið áfram að senda pistla í þáttinn.

Sjöundi þátturinn birtist í dag þar sem Kári beinir sviðsljósinu að golfíþróttinni. Hann segir að margt sé hægt að læra af golfinu þó að dökku hliðarnar séu að sjálfsögðu þar eins og annars staðar.

Enn eitt frábæra innslag Kára má sjá hér að neðan.

Klippa: Sportið í dag - Kári í skúrnum

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×