Þannig má lækka verð á gistingu um allt land Þórir Garðarsson skrifar 24. apríl 2020 16:05 Á mjög mörgum heimilum er byrjað að spá í ferðir innanlands í sumarfríinu. Á sama tíma naga eigendur hótela og gististaða á sér neglurnar vegna óvissu um hvort þeir geti haft opið. Jafnvel þó gistinóttum Íslendinga fjölgi, þá vantar samt 90% viðskiptavinanna – erlendu ferðamennina. Undir þessum kringumstæðum er erfitt að hafa opið eða lækka verð á gistingunni. Kostnaðurinn er einfaldlega svo mikill við að hafa opið, fyrst og fremst launakostnaður. Hátt verð á gistingu fælir hins vegar frá þannig að málin eru í sjálfheldu. Þetta má leysa með því að slá tvær flugur í einu höggi. Við mjög mörgum hótelum og gististöðum, sérstaklega á landsbyggðinni, blasir við að loka og senda starfsfólk á atvinnuleysisskrá til að gera ekki neitt. En þess í stað væri hyggilegt að gera gististöðunum kleift að hafa viðkomandi einstaklinga í vinnu á launum með styrk frá atvinnuleysistryggingasjóði, það eru fordæmi fyrir því. Með lækkun launakostnaðar gætu hótelin og gististaðirnir lækkað verð gistingar umtalsvert og komið þannig til móts við þá fjölmörgu landsmenn sem vilja ferðast um landið og skapa þar með veltu og viðskipti í þjónustugreinum á landsbyggðinni. Eðlilegt er að spyrja hvernig tryggja megi að slíkar ráðstafanir skili sér í lækkuðu gistiverði. Svarið við því er afar einfalt: samkeppnin sér til þess. Gististaðir munu slást um viðskiptin á netinu. Ljóst er að lækkun gistikostnaðar leiðir til stóraukinna ferðalaga landsmanna, miklu meiri en ella hefði orðið. Uppbygging hótela, og gistihúsa og annarra þjónustugreina á landsbyggðinni hefur að miklu leyti byggst á fjölgun erlendra ferðamanna. Með því að fá Íslendinga til að fylla í skörðin er hægt að draga verulega úr því tjóni sem annars blasir við. Útgjöld atvinnuleysistryggingasjóðs aukast ekkert, heldur minnka ef eitthvað er þar sem afleiddum störfum mun fjölga. Allir vinna. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Á mjög mörgum heimilum er byrjað að spá í ferðir innanlands í sumarfríinu. Á sama tíma naga eigendur hótela og gististaða á sér neglurnar vegna óvissu um hvort þeir geti haft opið. Jafnvel þó gistinóttum Íslendinga fjölgi, þá vantar samt 90% viðskiptavinanna – erlendu ferðamennina. Undir þessum kringumstæðum er erfitt að hafa opið eða lækka verð á gistingunni. Kostnaðurinn er einfaldlega svo mikill við að hafa opið, fyrst og fremst launakostnaður. Hátt verð á gistingu fælir hins vegar frá þannig að málin eru í sjálfheldu. Þetta má leysa með því að slá tvær flugur í einu höggi. Við mjög mörgum hótelum og gististöðum, sérstaklega á landsbyggðinni, blasir við að loka og senda starfsfólk á atvinnuleysisskrá til að gera ekki neitt. En þess í stað væri hyggilegt að gera gististöðunum kleift að hafa viðkomandi einstaklinga í vinnu á launum með styrk frá atvinnuleysistryggingasjóði, það eru fordæmi fyrir því. Með lækkun launakostnaðar gætu hótelin og gististaðirnir lækkað verð gistingar umtalsvert og komið þannig til móts við þá fjölmörgu landsmenn sem vilja ferðast um landið og skapa þar með veltu og viðskipti í þjónustugreinum á landsbyggðinni. Eðlilegt er að spyrja hvernig tryggja megi að slíkar ráðstafanir skili sér í lækkuðu gistiverði. Svarið við því er afar einfalt: samkeppnin sér til þess. Gististaðir munu slást um viðskiptin á netinu. Ljóst er að lækkun gistikostnaðar leiðir til stóraukinna ferðalaga landsmanna, miklu meiri en ella hefði orðið. Uppbygging hótela, og gistihúsa og annarra þjónustugreina á landsbyggðinni hefur að miklu leyti byggst á fjölgun erlendra ferðamanna. Með því að fá Íslendinga til að fylla í skörðin er hægt að draga verulega úr því tjóni sem annars blasir við. Útgjöld atvinnuleysistryggingasjóðs aukast ekkert, heldur minnka ef eitthvað er þar sem afleiddum störfum mun fjölga. Allir vinna. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun