Óður til landsbyggðarinnar María Rut Kristinsdóttir skrifar 24. apríl 2020 11:30 Á tímum kórónuveirunnar hefur fólki verið tíðrætt um mikilvægi samstöðu og þess að hlúa að náunganum. Ég held að ég geti talað fyrir hönd margra sem deila því með mér að hafa alist upp í litlu samfélagi á landsbyggðinni að slíkt klingir kunnuglegum bjöllum. Að alast upp í litlu sjávarþorpi mótar mann nefnilega. Ég lærði snemma að fólk er alls konar og að fjölbreytni er kostur, ekki galli. Jafnvel nauðsynleg svo samfélagið geti þrifist. Í litlu samfélagi eins og á Flateyri, þar sem ég ólst upp, er stólað á hvern og einn að leggja sitt af mörkum. Ef eitthvað klikkar er hringt í næsta mann og málunum er reddað. Hvort sem um er að ræða föt sem þarf að sauma eða snjó sem þarf að moka. Jafnvel ef ófærð setur strik í reikninginn aðstoða bæjarbúar hvern annan með öðrum leiðum, lána sín á milli hveiti eða majónes. Þá hefur það jafnframt alltaf verið þannig að um leið og nýr bæjarbúi flytur í þorpið er nánast búið að skrá hann í Björgunarsveitina, Kvenfélagið og þorrablótsnefndina áður en viðkomandi veit af/er fluttur. Sjálfsbjargarviðleitni einkenna samfélög sem þessi. Allir læra snemma að bjarga sér. Leikvöllurinn var svo náttúran, sem takmarkaðist aðeins við ímyndunarafl okkar krakkanna. Við vorum mjög dugleg að finna upp á frumlegum leikjum þegar ég var lítil eins og villikattaveiði; þar sem við fundum heimili fyrir villiketti bæjarins, marhnútaveiðikeppni, stíflugerð, reglulega útpæld dyraöt og kofasmíði. Ég spilaði fótbolta, golf og póker við fullorðnu mennina í bænum og varði miklum tíma í að spila cönustu við vinkonur langömmu minnar og horfði á Leiðarljós með þeim. Ég verkaði harðfisk, stokkaði upp í beitingaskúrnum, vann í fiski á sumrin og gerðist meira að segja svo fræg að fara á sjó. Reyndar bara í eitt skipti, svo allrar sanngirni sé gætt. Það var ekki mikið vesen í bænum, allir pössuðu upp á alla og við börnin stukkum í ýmis verk; mokuðum snjó fyrir nágranna, pössuðum börn bæjarbúa og viðruðum hundana sem bjuggu í þorpinu. Svo var auðvitað algjör lúxus að komast hvert sem er fótgangandi, án þess að stóla á skutl frá foreldrum. Í svona samfélögum gleðjast allir saman á góðum stundum, en syrgja líka saman þegar áföll dynja á. Því miður fengum við í mínum heimabæ alltof stóran skerf af því síðara. Á umliðnum vetri hafa landsmenn allir því miður verið rækilega minntir á það aftur hversu harðsnúin náttúran getur verið – en á sama tíma hversu mikilvægt það er að standa saman þegar á reynir. Hryllileg snjóflóð og veðravíti, innilokanir og óvissa. Nú síðast hefur COVID-19 tekið sinn toll á landinu öllu. Viðbrögð okkar allra við þessum mótbárum hafa einkennst af okkar innilegustu tilfinningum; samkennd og samstöðu. Lögmálið, líkt og heima í sjávarþorpinu mínu, um að hver einasti íbúi er mikilvægur hlekkur í þeirri gríðarstóru keðju sem samfélagið okkar er, hefur yfirfærst á þéttbýlið. Með náungakærleikanum höfum við tæklað þær áskoranir, veður og veirur sem á okkur hafa dunið síðustu mánuði. Ég vona innilega að það sé komið til að vera. Höfundur er aðstoðarmaður formanns Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær María Rut Kristinsdóttir Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Á tímum kórónuveirunnar hefur fólki verið tíðrætt um mikilvægi samstöðu og þess að hlúa að náunganum. Ég held að ég geti talað fyrir hönd margra sem deila því með mér að hafa alist upp í litlu samfélagi á landsbyggðinni að slíkt klingir kunnuglegum bjöllum. Að alast upp í litlu sjávarþorpi mótar mann nefnilega. Ég lærði snemma að fólk er alls konar og að fjölbreytni er kostur, ekki galli. Jafnvel nauðsynleg svo samfélagið geti þrifist. Í litlu samfélagi eins og á Flateyri, þar sem ég ólst upp, er stólað á hvern og einn að leggja sitt af mörkum. Ef eitthvað klikkar er hringt í næsta mann og málunum er reddað. Hvort sem um er að ræða föt sem þarf að sauma eða snjó sem þarf að moka. Jafnvel ef ófærð setur strik í reikninginn aðstoða bæjarbúar hvern annan með öðrum leiðum, lána sín á milli hveiti eða majónes. Þá hefur það jafnframt alltaf verið þannig að um leið og nýr bæjarbúi flytur í þorpið er nánast búið að skrá hann í Björgunarsveitina, Kvenfélagið og þorrablótsnefndina áður en viðkomandi veit af/er fluttur. Sjálfsbjargarviðleitni einkenna samfélög sem þessi. Allir læra snemma að bjarga sér. Leikvöllurinn var svo náttúran, sem takmarkaðist aðeins við ímyndunarafl okkar krakkanna. Við vorum mjög dugleg að finna upp á frumlegum leikjum þegar ég var lítil eins og villikattaveiði; þar sem við fundum heimili fyrir villiketti bæjarins, marhnútaveiðikeppni, stíflugerð, reglulega útpæld dyraöt og kofasmíði. Ég spilaði fótbolta, golf og póker við fullorðnu mennina í bænum og varði miklum tíma í að spila cönustu við vinkonur langömmu minnar og horfði á Leiðarljós með þeim. Ég verkaði harðfisk, stokkaði upp í beitingaskúrnum, vann í fiski á sumrin og gerðist meira að segja svo fræg að fara á sjó. Reyndar bara í eitt skipti, svo allrar sanngirni sé gætt. Það var ekki mikið vesen í bænum, allir pössuðu upp á alla og við börnin stukkum í ýmis verk; mokuðum snjó fyrir nágranna, pössuðum börn bæjarbúa og viðruðum hundana sem bjuggu í þorpinu. Svo var auðvitað algjör lúxus að komast hvert sem er fótgangandi, án þess að stóla á skutl frá foreldrum. Í svona samfélögum gleðjast allir saman á góðum stundum, en syrgja líka saman þegar áföll dynja á. Því miður fengum við í mínum heimabæ alltof stóran skerf af því síðara. Á umliðnum vetri hafa landsmenn allir því miður verið rækilega minntir á það aftur hversu harðsnúin náttúran getur verið – en á sama tíma hversu mikilvægt það er að standa saman þegar á reynir. Hryllileg snjóflóð og veðravíti, innilokanir og óvissa. Nú síðast hefur COVID-19 tekið sinn toll á landinu öllu. Viðbrögð okkar allra við þessum mótbárum hafa einkennst af okkar innilegustu tilfinningum; samkennd og samstöðu. Lögmálið, líkt og heima í sjávarþorpinu mínu, um að hver einasti íbúi er mikilvægur hlekkur í þeirri gríðarstóru keðju sem samfélagið okkar er, hefur yfirfærst á þéttbýlið. Með náungakærleikanum höfum við tæklað þær áskoranir, veður og veirur sem á okkur hafa dunið síðustu mánuði. Ég vona innilega að það sé komið til að vera. Höfundur er aðstoðarmaður formanns Viðreisnar.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun