Erlent

Fyrsti marsleiðangur Kína nefndur eftir tvö þúsund ára gömlu ljóði

Andri Eysteinsson skrifar
Geimdagurinn var haldinn hátíðlegur í Kína í gær.
Geimdagurinn var haldinn hátíðlegur í Kína í gær. Getty/Costfoto/Barcroft

Geimferðastofnun Kína hefur opinberað nafn fyrsta Mars-könnunar leiðangurs stofnunarinnar á 50 ára afmæli fyrsta kínverska gervihnattarins en einnig var haldinn opinber dagur geimsins í Kína í gær.

Marsleiðangurinn hefur hlotið nafnið Tianwen-1 en áætlað er að leiðangurinn, sem verður mannlaus, hefjist seinna á árinu.

Leiðangurinn er nefndur eftir yfir tvö þúsund ára gömlu ljóði eftir ljóðskáldið Qu Yuan. Ætlað er að allir samskonar leiðangrar kínverja muni bera sama heiti. Ljóðið Tianwen, sem leiðangrarnir verða nefndir eftir, fjallar meðal annars um vangaveltur um geiminn og stjörnurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×