Hugsum í lausnum Almar Þ. Möller og Ragnar H. Hall skrifa 23. apríl 2020 21:00 Úrræði stjórnvalda vegna COVID 19 faraldursins hingað til nægja auðsjáanlega ekki fjölda fyrirtækja í ferðaþjónustu. Með markvissum aðgerðum og á grundvelli reglna sem þegar er að finna í lögum mætti afstýra miklum vanda hjá mjög mörgum þeirra. Álitamálið lýtur að því hvort atvinnurekendur geti losnað undan skyldu til þess að greiða laun ef starfsemi þeirra hefur fallið niður eða verið takmörkuð vegna aðgerða sem gripið hefur verið til vegna faraldursins. Í því sambandi er nærtækt að líta til laga um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla nr. 19/1979. Ákvæði 1. mgr. 3. gr. laganna er svohljóðandi: „Nú fellur niður atvinna hjá atvinnurekanda, svo sem vegna þess að hráefni er ekki fyrir hendi hjá fiskiðjuveri, upp- og útskipunarvinna er ekki fyrir hendi hjá skipaafgreiðslu, fyrirtæki verður fyrir ófyrirsjáanlegu áfalli, svo sem vegna bruna eða skipstapa, og verður atvinnurekanda þá eigi gert að greiða bætur til launþega sinna, þó að vinna þeirra nemi eigi 130 klukkustundum á mánuði, enda missa launþegar þá eigi uppsagnarrétt sinn meðan slíkt ástand varir.“ Atvinnurekandi getur við þessi skilyrði tekið starfsmann af launaskrá en ráðningarsamningurinn heldur gildi sínu. Skylda atvinnurekandans til að greiða laun fellur niður en á móti fellur niður skylda starfsmannsins til að inna af hendi vinnu sína. Í dómi Hæstaréttar í dómasafni 1985, bls. 30, var komist að þeirri niðurstöðu að fiskvinnslustöð hefði verið heimilt að taka starfsmann af launaskrá þar sem vinnslustöðvun hjá fyrirtækinu var fyrirsjáanleg. Í dóminum var vísað til þess að ekki hefði verið rekstrargrundvöllur hjá fiskvinnslustöðinni „einungis með afla eigin togara“ og stöðin var ekki talin hafa getað útvegað sér afla annars staðar frá „enda hafði verið um svo langvarandi taprekstur að ræða að fyrirtækið var í peningaþrotum og lánafyrirgreiðsla stöðvuð.“ Hæstiréttur vísaði til þess að ákvæði 1. mgr. 3. gr. laga nr. 19/1979 væri „m.a. ætlað að taka tillit til þess óstöðugleika, sem oft er í íslenskum sjávarútvegi og atvinnurekendur sjálfir fá ekki við ráðið.“ Í 1. mgr. 3. gr. laga nr. 19/1979 eru tiltekin í dæmaskyni þrjú mismunandi tilvik sem heimila atvinnurekanda að taka starfsmann af launaskrá ef atvinna fellur niður. Orðalag ákvæðisins felur jafnframt í sér að atvinnurekanda sé heimilt að greiða laun að hluta þar sem segir að ekki sé skylt að greiða bætur „þó að vinna [starfsmanns] nemi eigi 130 klukkustundum á mánuði“. Auðvitað verður starfsmanni ekki gert að vinna fulla vinnu gegn einungis hluta af laununum heldur hlutfallast vinnuskyldan í samræmi við launin. Tilvikin, sem eru tekin upp í lagaákvæðið, eru þessi: „Fiskiðjuver“ geta tekið starfsmann af launaskrá „vegna þess að hráefni er ekki fyrir hendi“, Sé „upp- og útskipunarvinna ekki fyrir hendi hjá skipaafgreiðslu“, Ef fyrirtæki verður fyrir „ófyrirsjáanlegu áfalli, svo sem vegna bruna eða skipstapa“. Upptalningin í ákvæðinu (bruni eða skipstapi) er ekki tæmandi talin heldur aðeins leiðbeinandi. Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru augljóslega í sömu stöðu og lýst er að framan. Lokað er fyrir fólksflutninga til landsins. Kaldranalegt sem það hljómar eru ferðamenn „hráefni“ ferðaþjónustufyrirtækja. Svo lengi sem flugsamgöngur liggja niðri er ljóst að hráefnið verður ekki fyrir hendi. Flugsamgöngur eru meginforsenda farþegaflutninga á milli landa á sama hátt og skipakomur eru forsenda „upp- og útskipunarvinnu“ hjá skipaafgreiðslu. Loks hefur atvinna fallið niður vegna samkomubannsins og fyrirtæki hafa af þeim sökum orðið fyrir „ófyrirsjáanlegu áfalli“. Í lögskýringargögnum að baki nefndri löggjöf kemur skýrt fram að markmiðið með reglunni hafi verið að koma í veg fyrir ástæðulausar uppsagnir þegar atvinna fellur niður tímabundið vegna ytri aðstæðna sem atvinnurekendur fá ekki við ráðið. Skapist sú staða geta atvinnurekendur fellt niður launagreiðslur. Orðalag ákvæðisins ber með sér að tilvikin sem undir það geta fallið eru ekki tæmandi talin. Unnt er að að fella fyrirtæki í ferðaþjónustu undir þær skilgreiningar sem lög nr. 19/1979 taka til, enda eru lögin ekki bundin við sjávarútveginn. Rétt er að benda á að í 2. mgr. 10. gr. laga nr. 19/1979 segir að starfsmenn haldi hagstæðari réttindum sem eru veitt með sérstökum lögum, samningum eða samkvæmt venju í einstökum starfsgreinum. Atvinnurekendur sem hyggjast nýta sér þessa heimild yrðu því að skoða ráðningarsamning viðkomandi og kjarasamning sem um hann gildir. Þessi leið mun ekki ein leysa vanda fyrirtækja sem hafa misst allar tekjur og bera fleiri skuldbindingar en einungis launagreiðslur. Þetta væri þó mjög stórt skref í áttina fyrir mörg þeirra og gæti tryggt tilveru þeirra þegar aðstæður komast í eðlilegt horf, eftir atvikum með öðrum úrræðum samhliða, eins og formlegri greiðslustöðvun skv. ákvæðum laga nr. 21/1991, eða samkomulagi við kröfuhafa. Þá er afar mikilvægt að halda ráðningarsambandi við starfsmenn þannig að ekki komi til greiðslu launa í uppsagnarfresti og ráðningarsambandið haldist. Löggjafinn verður að taka sérstaklega á málum þeirra sem verða fyrir launamissi vegna þessa. Lög um atvinnuleysistryggingar í núverandi mynd virðast ekki tryggja rétt til atvinnuleysisbóta til þeirra sem í þessu lentu. Úr því þyrfti að bæta og það stenst illa gagnvart jafnræðissjónarmiðum að það hvaða vinnu menn hafi stundað ráði rétti manna til bóta sem að öðru leyti eru eins settir. Loks er rétt að taka fram að þótt úrræðið ætti að geta nýst fyrirtækjum í ferðaþjónustu felur það ekki í sér að verið sé að færa þeim hagnað. Fyrirtæki sem verður af öllum tekjum, eins og raunin er með mörg ferðaþjónustufyrirtæki, á örugglega fullt í fangi með að halda sér á floti, jafnvel þótt það losni við launakostnað meðan engar eru tekjurnar. Vonandi myndi það nægja einhverjum, sem ella færu í þrot, og verða öllum til heilla þegar sigrast hefur verið á veirunni. Almar Þ. Möller, lögmaður. Ragnar H. Hall, lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Úrræði stjórnvalda vegna COVID 19 faraldursins hingað til nægja auðsjáanlega ekki fjölda fyrirtækja í ferðaþjónustu. Með markvissum aðgerðum og á grundvelli reglna sem þegar er að finna í lögum mætti afstýra miklum vanda hjá mjög mörgum þeirra. Álitamálið lýtur að því hvort atvinnurekendur geti losnað undan skyldu til þess að greiða laun ef starfsemi þeirra hefur fallið niður eða verið takmörkuð vegna aðgerða sem gripið hefur verið til vegna faraldursins. Í því sambandi er nærtækt að líta til laga um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla nr. 19/1979. Ákvæði 1. mgr. 3. gr. laganna er svohljóðandi: „Nú fellur niður atvinna hjá atvinnurekanda, svo sem vegna þess að hráefni er ekki fyrir hendi hjá fiskiðjuveri, upp- og útskipunarvinna er ekki fyrir hendi hjá skipaafgreiðslu, fyrirtæki verður fyrir ófyrirsjáanlegu áfalli, svo sem vegna bruna eða skipstapa, og verður atvinnurekanda þá eigi gert að greiða bætur til launþega sinna, þó að vinna þeirra nemi eigi 130 klukkustundum á mánuði, enda missa launþegar þá eigi uppsagnarrétt sinn meðan slíkt ástand varir.“ Atvinnurekandi getur við þessi skilyrði tekið starfsmann af launaskrá en ráðningarsamningurinn heldur gildi sínu. Skylda atvinnurekandans til að greiða laun fellur niður en á móti fellur niður skylda starfsmannsins til að inna af hendi vinnu sína. Í dómi Hæstaréttar í dómasafni 1985, bls. 30, var komist að þeirri niðurstöðu að fiskvinnslustöð hefði verið heimilt að taka starfsmann af launaskrá þar sem vinnslustöðvun hjá fyrirtækinu var fyrirsjáanleg. Í dóminum var vísað til þess að ekki hefði verið rekstrargrundvöllur hjá fiskvinnslustöðinni „einungis með afla eigin togara“ og stöðin var ekki talin hafa getað útvegað sér afla annars staðar frá „enda hafði verið um svo langvarandi taprekstur að ræða að fyrirtækið var í peningaþrotum og lánafyrirgreiðsla stöðvuð.“ Hæstiréttur vísaði til þess að ákvæði 1. mgr. 3. gr. laga nr. 19/1979 væri „m.a. ætlað að taka tillit til þess óstöðugleika, sem oft er í íslenskum sjávarútvegi og atvinnurekendur sjálfir fá ekki við ráðið.“ Í 1. mgr. 3. gr. laga nr. 19/1979 eru tiltekin í dæmaskyni þrjú mismunandi tilvik sem heimila atvinnurekanda að taka starfsmann af launaskrá ef atvinna fellur niður. Orðalag ákvæðisins felur jafnframt í sér að atvinnurekanda sé heimilt að greiða laun að hluta þar sem segir að ekki sé skylt að greiða bætur „þó að vinna [starfsmanns] nemi eigi 130 klukkustundum á mánuði“. Auðvitað verður starfsmanni ekki gert að vinna fulla vinnu gegn einungis hluta af laununum heldur hlutfallast vinnuskyldan í samræmi við launin. Tilvikin, sem eru tekin upp í lagaákvæðið, eru þessi: „Fiskiðjuver“ geta tekið starfsmann af launaskrá „vegna þess að hráefni er ekki fyrir hendi“, Sé „upp- og útskipunarvinna ekki fyrir hendi hjá skipaafgreiðslu“, Ef fyrirtæki verður fyrir „ófyrirsjáanlegu áfalli, svo sem vegna bruna eða skipstapa“. Upptalningin í ákvæðinu (bruni eða skipstapi) er ekki tæmandi talin heldur aðeins leiðbeinandi. Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru augljóslega í sömu stöðu og lýst er að framan. Lokað er fyrir fólksflutninga til landsins. Kaldranalegt sem það hljómar eru ferðamenn „hráefni“ ferðaþjónustufyrirtækja. Svo lengi sem flugsamgöngur liggja niðri er ljóst að hráefnið verður ekki fyrir hendi. Flugsamgöngur eru meginforsenda farþegaflutninga á milli landa á sama hátt og skipakomur eru forsenda „upp- og útskipunarvinnu“ hjá skipaafgreiðslu. Loks hefur atvinna fallið niður vegna samkomubannsins og fyrirtæki hafa af þeim sökum orðið fyrir „ófyrirsjáanlegu áfalli“. Í lögskýringargögnum að baki nefndri löggjöf kemur skýrt fram að markmiðið með reglunni hafi verið að koma í veg fyrir ástæðulausar uppsagnir þegar atvinna fellur niður tímabundið vegna ytri aðstæðna sem atvinnurekendur fá ekki við ráðið. Skapist sú staða geta atvinnurekendur fellt niður launagreiðslur. Orðalag ákvæðisins ber með sér að tilvikin sem undir það geta fallið eru ekki tæmandi talin. Unnt er að að fella fyrirtæki í ferðaþjónustu undir þær skilgreiningar sem lög nr. 19/1979 taka til, enda eru lögin ekki bundin við sjávarútveginn. Rétt er að benda á að í 2. mgr. 10. gr. laga nr. 19/1979 segir að starfsmenn haldi hagstæðari réttindum sem eru veitt með sérstökum lögum, samningum eða samkvæmt venju í einstökum starfsgreinum. Atvinnurekendur sem hyggjast nýta sér þessa heimild yrðu því að skoða ráðningarsamning viðkomandi og kjarasamning sem um hann gildir. Þessi leið mun ekki ein leysa vanda fyrirtækja sem hafa misst allar tekjur og bera fleiri skuldbindingar en einungis launagreiðslur. Þetta væri þó mjög stórt skref í áttina fyrir mörg þeirra og gæti tryggt tilveru þeirra þegar aðstæður komast í eðlilegt horf, eftir atvikum með öðrum úrræðum samhliða, eins og formlegri greiðslustöðvun skv. ákvæðum laga nr. 21/1991, eða samkomulagi við kröfuhafa. Þá er afar mikilvægt að halda ráðningarsambandi við starfsmenn þannig að ekki komi til greiðslu launa í uppsagnarfresti og ráðningarsambandið haldist. Löggjafinn verður að taka sérstaklega á málum þeirra sem verða fyrir launamissi vegna þessa. Lög um atvinnuleysistryggingar í núverandi mynd virðast ekki tryggja rétt til atvinnuleysisbóta til þeirra sem í þessu lentu. Úr því þyrfti að bæta og það stenst illa gagnvart jafnræðissjónarmiðum að það hvaða vinnu menn hafi stundað ráði rétti manna til bóta sem að öðru leyti eru eins settir. Loks er rétt að taka fram að þótt úrræðið ætti að geta nýst fyrirtækjum í ferðaþjónustu felur það ekki í sér að verið sé að færa þeim hagnað. Fyrirtæki sem verður af öllum tekjum, eins og raunin er með mörg ferðaþjónustufyrirtæki, á örugglega fullt í fangi með að halda sér á floti, jafnvel þótt það losni við launakostnað meðan engar eru tekjurnar. Vonandi myndi það nægja einhverjum, sem ella færu í þrot, og verða öllum til heilla þegar sigrast hefur verið á veirunni. Almar Þ. Möller, lögmaður. Ragnar H. Hall, lögmaður.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun