Aðgerðir í menntamálum: Fjölgun kennaranema í ljósi aðgangstakmarkana Guðmundur Engilbertsson skrifar 23. apríl 2020 17:00 Á undanförnum árum hefur umræða um nýliðun í leik- og grunnskólum fært okkur vitneskju um aðsteðjandi vanda. Takist ekki að fjölga kennaranemum í leik- og grunnskólafræði, veita þeim markvissan stuðning í námi og á fyrstu árum í starfi mun nýliðum í kennslu ekki fjölga nægilega til að taka við af þeim sem hætta sökum aldurs. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis snemma árs 2017 um kostnað og skilvirkni kennaramenntunar í Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólanum á Akureyri (HA) var sérstaklega bent á alvarlegar vísbendingar um yfirvofandi kennaraskort hér á landi. Háskólarnir næðu ekki að brautskrá nægilega marga kennara til að viðhalda eðlilegri nýliðun í kennarastéttinni. Ríkisendurskoðun hvatti stjórnvöld til að grípa til aðgerða og háskólana til að leita leiða til að fjölga kennaranemum. Stjórnvöld hafa stigið mikilvæg skref til að bregðast við ákallinu. Ný lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda tóku gildi í ársbyrjun 2020. Þau liðka fyrir því að kennarar geti starfað þvert á skólastig ef hæfni þeirra leyfir og opna jafnframt fyrir starfsmiðað meistaranám til kennsluréttinda (MT nám) þar sem nemendur sérhæfa sig með því að velja námskeið í stað þess að skrifa meistaraprófsritgerð. Stjórnvöld hafa veitt nemendum styrki til að ljúka kennaranámi og starfandi kennurum styrki til náms í starfstengdri leiðsögn til þess að styðja betur við kennaranema á vettvangi og nýliða á fyrstu árum í starfi og vinna þannig markvisst gegn brotthvarfi. Þá má benda á launað starfsnám kennaranema – eins konar kandídatsár – sem komið var á síðastliðið haust. Skipuð var sérstök ráðgjafarnefnd til að fylgja aðgerðunum eftir. Þá var skipaður sérstakur starfshópur til að vinna að eflingu leikskólastigsins enda er skortur á kennurum mestur á leikskólastigi. Allt eru þetta áþreifanlegar og markvissar aðgerðir. Mikill hugur er í háskólunum að taka þátt í þessu mikilvæga átaki í menntamálum. Þeir eru hins vegar misvel í stakk búnir til þess. Fjárframlög til þeirra taka mið af greiðslulíkani sem var fryst fyrir nokkrum árum og endurspeglar ekki veruleikann eins og hann er í dag. Frá þeim tíma hefur t.d. aðsókn í nám við HA aukist verulega. Það hlaut því að koma að því að HA þyrfti að takmarka aðgengi að námi til að tryggja skólanum eðlilega rekstrarstöðu miðað við greiðslulíkan og þau gæði í námi og kennslu sem hann vill standa fyrir. Það setur hins vegar kennaranám við HA í stöðu sem er algerlega á skjön við aðgerðir í menntamálum. Staðan er einnig á skjön við aðstæður í dag sem væntanlega munu leiða til fjölgunar umsókna í nám næsta haust. Þótt kennaradeild HA hafi fjölbreytt námsframboð, faglega burði og vilja til þess að taka við fleiri nemum – í samræmi við þarfir samfélagsins – hamla ytri aðstæður því. Það getur ekki á neinn hátt talist viðunandi staða í ljósi yfirlýstra markmiða um að fjölga kennaranemum. Þessu þarf að koma í rétt horf og ég veit að menntamálaráðherra, sem hefur leitt aðgerðir í menntamálum til að tryggja eðlilega nýliðun í kennslu, getur það. Ljóst er af ofansögðu að tryggja þarf háskólum sem bjóða upp á kennaranám nægt fé til að standa straum af kostnaði sem fylgir fjölgun nema. Það er eðlilegt og fullkomlega í anda þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til. Ég treysti því að ráðafólk sjái að það er bæði augljóst og mikilvægt að gera sem allra fyrst. Jafnframt þarf að huga að stöðu HA almennt. Aðsókn í nám við skólann sýnir hversu mikið traust er borið til hans og hversu sterkan samfélagslegan stuðning hann hefur. Honum ætti að gefa gott svigrúm til að vaxa og dafna. Það er í þágu íslensks samfélags. Höfundur er formaður kennaradeildar HA og fulltrúi háskólastigsins í Ráðgjafarnefnd vegna innleiðingar og eftirfylgni aðgerða til að auka nýliðun kennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur umræða um nýliðun í leik- og grunnskólum fært okkur vitneskju um aðsteðjandi vanda. Takist ekki að fjölga kennaranemum í leik- og grunnskólafræði, veita þeim markvissan stuðning í námi og á fyrstu árum í starfi mun nýliðum í kennslu ekki fjölga nægilega til að taka við af þeim sem hætta sökum aldurs. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis snemma árs 2017 um kostnað og skilvirkni kennaramenntunar í Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólanum á Akureyri (HA) var sérstaklega bent á alvarlegar vísbendingar um yfirvofandi kennaraskort hér á landi. Háskólarnir næðu ekki að brautskrá nægilega marga kennara til að viðhalda eðlilegri nýliðun í kennarastéttinni. Ríkisendurskoðun hvatti stjórnvöld til að grípa til aðgerða og háskólana til að leita leiða til að fjölga kennaranemum. Stjórnvöld hafa stigið mikilvæg skref til að bregðast við ákallinu. Ný lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda tóku gildi í ársbyrjun 2020. Þau liðka fyrir því að kennarar geti starfað þvert á skólastig ef hæfni þeirra leyfir og opna jafnframt fyrir starfsmiðað meistaranám til kennsluréttinda (MT nám) þar sem nemendur sérhæfa sig með því að velja námskeið í stað þess að skrifa meistaraprófsritgerð. Stjórnvöld hafa veitt nemendum styrki til að ljúka kennaranámi og starfandi kennurum styrki til náms í starfstengdri leiðsögn til þess að styðja betur við kennaranema á vettvangi og nýliða á fyrstu árum í starfi og vinna þannig markvisst gegn brotthvarfi. Þá má benda á launað starfsnám kennaranema – eins konar kandídatsár – sem komið var á síðastliðið haust. Skipuð var sérstök ráðgjafarnefnd til að fylgja aðgerðunum eftir. Þá var skipaður sérstakur starfshópur til að vinna að eflingu leikskólastigsins enda er skortur á kennurum mestur á leikskólastigi. Allt eru þetta áþreifanlegar og markvissar aðgerðir. Mikill hugur er í háskólunum að taka þátt í þessu mikilvæga átaki í menntamálum. Þeir eru hins vegar misvel í stakk búnir til þess. Fjárframlög til þeirra taka mið af greiðslulíkani sem var fryst fyrir nokkrum árum og endurspeglar ekki veruleikann eins og hann er í dag. Frá þeim tíma hefur t.d. aðsókn í nám við HA aukist verulega. Það hlaut því að koma að því að HA þyrfti að takmarka aðgengi að námi til að tryggja skólanum eðlilega rekstrarstöðu miðað við greiðslulíkan og þau gæði í námi og kennslu sem hann vill standa fyrir. Það setur hins vegar kennaranám við HA í stöðu sem er algerlega á skjön við aðgerðir í menntamálum. Staðan er einnig á skjön við aðstæður í dag sem væntanlega munu leiða til fjölgunar umsókna í nám næsta haust. Þótt kennaradeild HA hafi fjölbreytt námsframboð, faglega burði og vilja til þess að taka við fleiri nemum – í samræmi við þarfir samfélagsins – hamla ytri aðstæður því. Það getur ekki á neinn hátt talist viðunandi staða í ljósi yfirlýstra markmiða um að fjölga kennaranemum. Þessu þarf að koma í rétt horf og ég veit að menntamálaráðherra, sem hefur leitt aðgerðir í menntamálum til að tryggja eðlilega nýliðun í kennslu, getur það. Ljóst er af ofansögðu að tryggja þarf háskólum sem bjóða upp á kennaranám nægt fé til að standa straum af kostnaði sem fylgir fjölgun nema. Það er eðlilegt og fullkomlega í anda þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til. Ég treysti því að ráðafólk sjái að það er bæði augljóst og mikilvægt að gera sem allra fyrst. Jafnframt þarf að huga að stöðu HA almennt. Aðsókn í nám við skólann sýnir hversu mikið traust er borið til hans og hversu sterkan samfélagslegan stuðning hann hefur. Honum ætti að gefa gott svigrúm til að vaxa og dafna. Það er í þágu íslensks samfélags. Höfundur er formaður kennaradeildar HA og fulltrúi háskólastigsins í Ráðgjafarnefnd vegna innleiðingar og eftirfylgni aðgerða til að auka nýliðun kennara.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar