Telja yfir fjórfalt fleiri hafa smitast í Kína í fyrstu bylgju faraldursins Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2020 10:51 Íbúi í Wuhan í ferðast með ferju í fyrsta sinn síðan borgin var opnuð á ný eftir faraldurinn nú í apríl. Vísir/AP Yfir 232 þúsund manns gætu hafa fengið Covid-19-sjúkdóminn, sem kórónuveiran veldur, í fyrstu bylgju faraldursins í Kína, eða yfir fjórfalt fleiri en opinberar tölur gefa til kynna. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn vísindamanna í Hong Kong. Ástæðan að baki mismuninum er sögð þröng skilgreining kínverskra heilbrigðisyfirvalda á sjúkdómnum. Frá og með 20. febrúar höfðu kínversk yfirvöld greint frá yfir 55 þúsund tilfellum sjúkdómsins í landinu. Samkvæmt rannsókninni, sem birt var í The Lancet, ritrýndu læknariti, hefði talan hækkað svo um munar ef þeirri skilgreiningu á Covid-19-tilfelli, sem notuð er nú, hefði verið beitt frá upphafi. Sjá einnig: Skráð dauðsföll vegna Covid-19 í Wuhan hækka um nærri 50 prósent Kínversk heilbrigðisyfirvöld gáfu út sjö mismunandi skilgreiningar á sjúkdómnum frá 15. janúar til 3. mars. Í rannsókninni segir að þessar áherslubreytingar hafi haft „veruleg áhrif“ á þann fjölda Covid-19-sýkinga sem skráður var sem raunveruleg tilfelli og tekinn var með í opinberum tölum. Með hverri skilgreiningarbreytingu, þar sem m.a. var byrjað að taka vægari einkenni með í reikninginn, hefði þó hlutfall staðfestra smita aukist. Það er því mat rannsakenda að ef útvíkkaðri skilgreiningu hefði verið beitt frá upphafi hefði tala smitaðra verið um 232 þúsund þann 20. febrúar en ekki 55 þúsund, eins og raunin var. Lengi hefur allt þótt benda til þess að töluvert fleiri hafi veikst af Covid-19 í Kína en opinberar tölur segja til um. Þannig var greint frá því í síðustu viku að andlát af völdum veirunnar í kínversku borginni Wuhan, þar sem faraldurinn er talinn eiga upptök sín, séu um fimmtíu prósent fleiri en skráð hafði verið. Tekið hefur að hægja verulega á faraldrinum í Kína en nýgreindum hefur fækkað verulega síðustu daga og vikur. Alls hafa um 83 þúsund smit verið skráð í Kína en á heimsvísu eru tilfelli nú orðin rúmlega 2,6 milljónir. Þá hafa yfir 183 þúsund látist af völdum veirunnar í heiminum. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Missouri höfðar mál gegn Kína Stjórnvöld í Missouri í Bandaríkjunum hafa ákveðið að höfða mál gegn Kína þar sem yfirvöld þar í landi eru sökuð um að hafa ekki gert nægilega mikið til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 22. apríl 2020 06:25 Tólf smit staðfest á meginlandi Kína í gær Tólf smit voru staðfest á meginlandi Kína í gær samanborið við sextán á laugardag. 20. apríl 2020 08:02 Hagkerfi Kína dróst saman í fyrsta sinn í áratugi Hagkerfi Kína dróst saman á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það er í fyrsta sinn sem það gerist síðan yfirvöld landsins byrjuðu að taka hagtölur saman yfir ársfjórðunga árið 1992. 17. apríl 2020 09:12 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Yfir 232 þúsund manns gætu hafa fengið Covid-19-sjúkdóminn, sem kórónuveiran veldur, í fyrstu bylgju faraldursins í Kína, eða yfir fjórfalt fleiri en opinberar tölur gefa til kynna. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn vísindamanna í Hong Kong. Ástæðan að baki mismuninum er sögð þröng skilgreining kínverskra heilbrigðisyfirvalda á sjúkdómnum. Frá og með 20. febrúar höfðu kínversk yfirvöld greint frá yfir 55 þúsund tilfellum sjúkdómsins í landinu. Samkvæmt rannsókninni, sem birt var í The Lancet, ritrýndu læknariti, hefði talan hækkað svo um munar ef þeirri skilgreiningu á Covid-19-tilfelli, sem notuð er nú, hefði verið beitt frá upphafi. Sjá einnig: Skráð dauðsföll vegna Covid-19 í Wuhan hækka um nærri 50 prósent Kínversk heilbrigðisyfirvöld gáfu út sjö mismunandi skilgreiningar á sjúkdómnum frá 15. janúar til 3. mars. Í rannsókninni segir að þessar áherslubreytingar hafi haft „veruleg áhrif“ á þann fjölda Covid-19-sýkinga sem skráður var sem raunveruleg tilfelli og tekinn var með í opinberum tölum. Með hverri skilgreiningarbreytingu, þar sem m.a. var byrjað að taka vægari einkenni með í reikninginn, hefði þó hlutfall staðfestra smita aukist. Það er því mat rannsakenda að ef útvíkkaðri skilgreiningu hefði verið beitt frá upphafi hefði tala smitaðra verið um 232 þúsund þann 20. febrúar en ekki 55 þúsund, eins og raunin var. Lengi hefur allt þótt benda til þess að töluvert fleiri hafi veikst af Covid-19 í Kína en opinberar tölur segja til um. Þannig var greint frá því í síðustu viku að andlát af völdum veirunnar í kínversku borginni Wuhan, þar sem faraldurinn er talinn eiga upptök sín, séu um fimmtíu prósent fleiri en skráð hafði verið. Tekið hefur að hægja verulega á faraldrinum í Kína en nýgreindum hefur fækkað verulega síðustu daga og vikur. Alls hafa um 83 þúsund smit verið skráð í Kína en á heimsvísu eru tilfelli nú orðin rúmlega 2,6 milljónir. Þá hafa yfir 183 þúsund látist af völdum veirunnar í heiminum.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Missouri höfðar mál gegn Kína Stjórnvöld í Missouri í Bandaríkjunum hafa ákveðið að höfða mál gegn Kína þar sem yfirvöld þar í landi eru sökuð um að hafa ekki gert nægilega mikið til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 22. apríl 2020 06:25 Tólf smit staðfest á meginlandi Kína í gær Tólf smit voru staðfest á meginlandi Kína í gær samanborið við sextán á laugardag. 20. apríl 2020 08:02 Hagkerfi Kína dróst saman í fyrsta sinn í áratugi Hagkerfi Kína dróst saman á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það er í fyrsta sinn sem það gerist síðan yfirvöld landsins byrjuðu að taka hagtölur saman yfir ársfjórðunga árið 1992. 17. apríl 2020 09:12 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Missouri höfðar mál gegn Kína Stjórnvöld í Missouri í Bandaríkjunum hafa ákveðið að höfða mál gegn Kína þar sem yfirvöld þar í landi eru sökuð um að hafa ekki gert nægilega mikið til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 22. apríl 2020 06:25
Tólf smit staðfest á meginlandi Kína í gær Tólf smit voru staðfest á meginlandi Kína í gær samanborið við sextán á laugardag. 20. apríl 2020 08:02
Hagkerfi Kína dróst saman í fyrsta sinn í áratugi Hagkerfi Kína dróst saman á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það er í fyrsta sinn sem það gerist síðan yfirvöld landsins byrjuðu að taka hagtölur saman yfir ársfjórðunga árið 1992. 17. apríl 2020 09:12