Heilbrigð skref Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 23. apríl 2020 08:00 Það hefur mætt mikið á heilbrigðiskerfinu og starfsfólki þar í faraldrinum sem við göngum í gegnum. Á hverjum degi heyrum við sögur af óeigingjörnu starfi heilbrigðisstarfsfólks, bæði þeirra sem voru í föstu starfi fyrir og einnig bakvarða. Framan af mikið álag í heilsugæslunni við sýnatökur við erfiðar aðstæður og undanfarnar vikur á almennum deildum og gjörgæslum. Álagið mun síðan aukast á fleiri sviðum, heilsugæslan mun aftur fá aukningu ef að líkum lætur og líkt og í hruninu er líklegt að álag á geðheilbrigðisþjónustu aukist. Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar númer tvö kemur til móts við þessar staðreyndir. Horft er sérstaklega til þeirra hluta heilbrigðiskerfisins sem hafa verið undir mestu beinu álagi vegna COVID með sérstöku framlagi til starfsfólks. Þannig sýna stjórnvöld í verki að framlag þessa starfsfólks í baráttunni skiptir máli. Áfram mun reyna verulega á innviði heilbrigðiskerfisins. Þá mun einnig hjálpa sú stefna sem tekin var í upphafi kjörtímabilsins að bæta verulega í innviði og rekstur heilbrigðisþjónustu. Í pakkanum er einnig horft fram á veginn og bætt verulega í þá þætti sem snúa að geðheilbrigði. Þannig er veitt auknu fé til sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvum sem fyrsta stigs þjónustu, og einnig settir fjármunir í að styrkja geðlæknaþjónustu og geðheilbrigðisteymin í öllum heilbrigðisumdæmum. Áherslan sem hér birtist á geðheilbrigðismál er ekki gisk út í loftið heldur byggð á reynslu, bæði af síðustu kreppu og þeim skilaboðum sem þegar hafa komið í tengslum við faraldurinn. Það er algerlega ljóst að enn eiga eftir að koma upp þættir í þessum faraldri sem enginn sá fyrir. Við vitum ekki hvernig spilast úr þegar við losum um samkomubann, við vitum ekki hvernig staðan breytist þegar við byrjum að hreyfa okkur meira um landið, koma meira saman. Aðgerðir stjórnvalda nú taka mið af því. Hér er ekki verið að setja fram neina lokalausn, heldur skynsamlegt skref. Næstu skref munu svo ráðast af því hvernig faraldurinn þróast í vor og í sumar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur mætt mikið á heilbrigðiskerfinu og starfsfólki þar í faraldrinum sem við göngum í gegnum. Á hverjum degi heyrum við sögur af óeigingjörnu starfi heilbrigðisstarfsfólks, bæði þeirra sem voru í föstu starfi fyrir og einnig bakvarða. Framan af mikið álag í heilsugæslunni við sýnatökur við erfiðar aðstæður og undanfarnar vikur á almennum deildum og gjörgæslum. Álagið mun síðan aukast á fleiri sviðum, heilsugæslan mun aftur fá aukningu ef að líkum lætur og líkt og í hruninu er líklegt að álag á geðheilbrigðisþjónustu aukist. Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar númer tvö kemur til móts við þessar staðreyndir. Horft er sérstaklega til þeirra hluta heilbrigðiskerfisins sem hafa verið undir mestu beinu álagi vegna COVID með sérstöku framlagi til starfsfólks. Þannig sýna stjórnvöld í verki að framlag þessa starfsfólks í baráttunni skiptir máli. Áfram mun reyna verulega á innviði heilbrigðiskerfisins. Þá mun einnig hjálpa sú stefna sem tekin var í upphafi kjörtímabilsins að bæta verulega í innviði og rekstur heilbrigðisþjónustu. Í pakkanum er einnig horft fram á veginn og bætt verulega í þá þætti sem snúa að geðheilbrigði. Þannig er veitt auknu fé til sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvum sem fyrsta stigs þjónustu, og einnig settir fjármunir í að styrkja geðlæknaþjónustu og geðheilbrigðisteymin í öllum heilbrigðisumdæmum. Áherslan sem hér birtist á geðheilbrigðismál er ekki gisk út í loftið heldur byggð á reynslu, bæði af síðustu kreppu og þeim skilaboðum sem þegar hafa komið í tengslum við faraldurinn. Það er algerlega ljóst að enn eiga eftir að koma upp þættir í þessum faraldri sem enginn sá fyrir. Við vitum ekki hvernig spilast úr þegar við losum um samkomubann, við vitum ekki hvernig staðan breytist þegar við byrjum að hreyfa okkur meira um landið, koma meira saman. Aðgerðir stjórnvalda nú taka mið af því. Hér er ekki verið að setja fram neina lokalausn, heldur skynsamlegt skref. Næstu skref munu svo ráðast af því hvernig faraldurinn þróast í vor og í sumar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar