Gríðarlegur fjöldi fanga í Bandaríkjunum gæti leitt til fleiri dauðsfalla vegna veirunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2020 21:56 „Hjálp. Við skiptum líka máli.“ Skilaboð frá fanga í öryggishluta fangageymslu Cook-sýslu í Illinois. Myndin er frá 10. apríl. Vísir/EPA Sá mikli fjöldi þeirra fanga sem afplánar nú í fangelsum og fangageymslum víðs vegar um Bandaríkin gæti orðið til þess að dauðsföllum vegna Covid-19 þar í landi myndi fjölga verulega umfram það sem annars yrði, ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. Veiran gæti dreifst hratt um fangelsi Bandaríkjanna og í samfélög nálægt þeim. Rannsóknin, sem unnin var af Samtökum um borgaraleg réttindi í Bandaríkjunum (ACLU), var gefin út í dag. Þar kemur fram að ef ekki verður gripið til aðgerða til þess að draga verulega úr fjölda fanga í Bandaríkjunum muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Sú sviðsmynd sem brugðið er upp í rannsókninni er næstum því tvöfalt verri en sú sem Hvíta húsið, skrifstofa forseta Bandaríkjanna, setti fram nýverið, með tilliti til dauðsfalla vegna Covid. Talið er að um 99 þúsund andlát verði hægt að rekja til útbreiðslu veirunnar innan fangelsa í Bandaríkjunum. Þar af eru áætluð 23 þúsund andlát innan fangelsanna, en 76 þúsund í nærliggjandi samfélögum. Ljóst er að önnur ríki heims koma ekki til með að glíma við þetta vandamál á sama skala og Bandaríkin. Um fjögur prósent íbúa heimsins eru Bandaríkjamenn, en um 21 prósent fanga heimsins eru fangelsaðir í Bandaríkjunum. Þannig hýsa Bandarísk fangelsi flesta fanga í heimi, hvort sem miðað er við heildarfjölda eða höfðatölu. Meira en tvær milljónir manna sitja í fangelsi þar í landi. Rannsókn ACLU beinir sjónum sínum sérstaklega að fangageymslum (e. jails) þar sem fólk sem bíður dóma í málum gegn sér er oft og tíðum hýst. Áætlað er að um 740 þúsund manns sitji í slíkum geymslum víðs vegar um Bandaríkin. Skilyrði í slíkum fangageymslum eru sögð geta verið verulega slæm, og jafnvel verri en í ríkisfangelsum. Udi Ofer hjá ACLU segir fjölda fanga vera Akkilesarhæl Bandaríkjamanna í baráttunni við Covid-19. „Það tvennt sem mælt er með að fólk geri, félagsforðun og almennt hreinlæti, er ómögulegt í fangageymslum, hefur Guardian eftir Ofer. Þar vísar hann til þess að erfitt sé að halda tveggja metra fjarlæg milli fanga í slíkum geymslum og segir að hreinlæti sé víða verulega ábótavant. Hér má nálgast nánari umfjöllun um niðurstöður rannsóknarinnar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Sá mikli fjöldi þeirra fanga sem afplánar nú í fangelsum og fangageymslum víðs vegar um Bandaríkin gæti orðið til þess að dauðsföllum vegna Covid-19 þar í landi myndi fjölga verulega umfram það sem annars yrði, ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. Veiran gæti dreifst hratt um fangelsi Bandaríkjanna og í samfélög nálægt þeim. Rannsóknin, sem unnin var af Samtökum um borgaraleg réttindi í Bandaríkjunum (ACLU), var gefin út í dag. Þar kemur fram að ef ekki verður gripið til aðgerða til þess að draga verulega úr fjölda fanga í Bandaríkjunum muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Sú sviðsmynd sem brugðið er upp í rannsókninni er næstum því tvöfalt verri en sú sem Hvíta húsið, skrifstofa forseta Bandaríkjanna, setti fram nýverið, með tilliti til dauðsfalla vegna Covid. Talið er að um 99 þúsund andlát verði hægt að rekja til útbreiðslu veirunnar innan fangelsa í Bandaríkjunum. Þar af eru áætluð 23 þúsund andlát innan fangelsanna, en 76 þúsund í nærliggjandi samfélögum. Ljóst er að önnur ríki heims koma ekki til með að glíma við þetta vandamál á sama skala og Bandaríkin. Um fjögur prósent íbúa heimsins eru Bandaríkjamenn, en um 21 prósent fanga heimsins eru fangelsaðir í Bandaríkjunum. Þannig hýsa Bandarísk fangelsi flesta fanga í heimi, hvort sem miðað er við heildarfjölda eða höfðatölu. Meira en tvær milljónir manna sitja í fangelsi þar í landi. Rannsókn ACLU beinir sjónum sínum sérstaklega að fangageymslum (e. jails) þar sem fólk sem bíður dóma í málum gegn sér er oft og tíðum hýst. Áætlað er að um 740 þúsund manns sitji í slíkum geymslum víðs vegar um Bandaríkin. Skilyrði í slíkum fangageymslum eru sögð geta verið verulega slæm, og jafnvel verri en í ríkisfangelsum. Udi Ofer hjá ACLU segir fjölda fanga vera Akkilesarhæl Bandaríkjamanna í baráttunni við Covid-19. „Það tvennt sem mælt er með að fólk geri, félagsforðun og almennt hreinlæti, er ómögulegt í fangageymslum, hefur Guardian eftir Ofer. Þar vísar hann til þess að erfitt sé að halda tveggja metra fjarlæg milli fanga í slíkum geymslum og segir að hreinlæti sé víða verulega ábótavant. Hér má nálgast nánari umfjöllun um niðurstöður rannsóknarinnar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira