Látum tíu þúsund blóm blómstra Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 22. apríl 2020 08:30 Það er margt sem maður lærir við það að takast á við heimsfaraldur. Fáa hefði líklega getað órað fyrir því hvað hliðarverkanir sóttvarnaraðgerða geta verið miklar og teygt sig inn á mörg svið tilverunnar. Ef einhver hefði sagt mér í byrjun árs að um páska yrði beinlínis bannað að fara í klippingu hefði ég átt bágt með að trúa því. Slíkar ráðstafanir hafa þó reynst nauðsynlegur þáttur í því að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Þannig þurfti fjöldi lítilla fyrirtækja að loka dyrum sínum í apríl með því algjöra tekjutapi sem því fylgir. Mörg fyrirtæki sem þurftu að skella í lás eru lítil fyrirtæki á borð við hárgreiðslu-, nudd og snyrtistofur. Lítil fyrirtæki eru líklegri en þau stóru til að vera í rekstri og eigu kvenna. Þetta eru fyrirtæki sem höfðu ekki val um að halda sínu striki heldur var beinlínis gert að loka í þágu sóttvarna. Þess vegna var bæði mikilvægt og gleðilegt að aðgerðir sérstaklega í þágu þessara fyrirtækja voru kynntar á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í gær. Fyrirtæki sem skikkuð voru til lokunar og orðið hafa fyrir minnst 75% tekjutapi munu fá sérstakan styrk. Þessi fyrirtæki, sem hafa mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu hafa orðið fyrir miklu búsifjum og er brýnt að styðja þau á erfiðum tímum. Önnur fyrirtæki, sem eru í lægð en hafa þó ekki beinlíns þurft að loka, munu einnig fá stuðning í formi stuðningslána, en áætlað er að átta til tíu þúsund íslensk fyrirtæki uppfylla skilyrði um þau. Um er að ræða hagstæð lán, á meginvöxtum Seðlabankans (1,75%) sem eru nokkrum skilyrðum háð, svo sem að tekjur á 60 daga tímabili árið 2020 hafi verið minnst 40% lægra en á sama tímabili í fyrra. Með þessum og öðrum aðgerðum sem gripið hefur verið til á sviði efnahagsmála, til þess að bregðast við efnahagslegum afleiðingum heimsfaraldursins er verið að standa vörð um fólkið í landinu og afkomu þess. Með styrkjum og hagstæðum lánum er verið að standa vörð um gríðarlega fjölda starfa og styðja þannig við að í samfélaginu verði áfram fjölbreytt mannlíf og atvinnustarfsemi. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það er margt sem maður lærir við það að takast á við heimsfaraldur. Fáa hefði líklega getað órað fyrir því hvað hliðarverkanir sóttvarnaraðgerða geta verið miklar og teygt sig inn á mörg svið tilverunnar. Ef einhver hefði sagt mér í byrjun árs að um páska yrði beinlínis bannað að fara í klippingu hefði ég átt bágt með að trúa því. Slíkar ráðstafanir hafa þó reynst nauðsynlegur þáttur í því að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Þannig þurfti fjöldi lítilla fyrirtækja að loka dyrum sínum í apríl með því algjöra tekjutapi sem því fylgir. Mörg fyrirtæki sem þurftu að skella í lás eru lítil fyrirtæki á borð við hárgreiðslu-, nudd og snyrtistofur. Lítil fyrirtæki eru líklegri en þau stóru til að vera í rekstri og eigu kvenna. Þetta eru fyrirtæki sem höfðu ekki val um að halda sínu striki heldur var beinlínis gert að loka í þágu sóttvarna. Þess vegna var bæði mikilvægt og gleðilegt að aðgerðir sérstaklega í þágu þessara fyrirtækja voru kynntar á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í gær. Fyrirtæki sem skikkuð voru til lokunar og orðið hafa fyrir minnst 75% tekjutapi munu fá sérstakan styrk. Þessi fyrirtæki, sem hafa mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu hafa orðið fyrir miklu búsifjum og er brýnt að styðja þau á erfiðum tímum. Önnur fyrirtæki, sem eru í lægð en hafa þó ekki beinlíns þurft að loka, munu einnig fá stuðning í formi stuðningslána, en áætlað er að átta til tíu þúsund íslensk fyrirtæki uppfylla skilyrði um þau. Um er að ræða hagstæð lán, á meginvöxtum Seðlabankans (1,75%) sem eru nokkrum skilyrðum háð, svo sem að tekjur á 60 daga tímabili árið 2020 hafi verið minnst 40% lægra en á sama tímabili í fyrra. Með þessum og öðrum aðgerðum sem gripið hefur verið til á sviði efnahagsmála, til þess að bregðast við efnahagslegum afleiðingum heimsfaraldursins er verið að standa vörð um fólkið í landinu og afkomu þess. Með styrkjum og hagstæðum lánum er verið að standa vörð um gríðarlega fjölda starfa og styðja þannig við að í samfélaginu verði áfram fjölbreytt mannlíf og atvinnustarfsemi. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun