Söguleg staða á olíumörkuðum sem gæti komið íslenskum neytendum vel Birgir Olgeirsson skrifar 21. apríl 2020 12:32 Olíuverð hefur lækkað mikið erlendis. Það hefur einnig lækkað í smásölu hér á landi. Foto: Hanna Andrésdóttir Sögulegir tímar eru nú uppi á olíumörkuðum þar sem verð hefur hríðfallið vegna hárrar birgðastöð og einstaklega lítillar eftirspurnar vegna kórónuveirunnar. Hagfræðingur segir þetta geta haft veruleg áhrif á olíuverð hér heima haldi þróunin áfram. Olíuframleiðendur og dreifingaraðilar í Bandaríkjunum tóku upp því að borga fyrir að losa sig við olíu í gær. Á meðan eftirspurn eftir olíu hefur hríðfallið sökum kórónuveirunnar þá hefur olíuframleiðsla hins vegar haldið áfram. Nú er svo komið að geymsluplássið er af verulega skornum skammti. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að tvöfalt eðli olíumarkaðarins hafi minnst harkalega á sig. „Við höfum ekki séð þetta áratugum saman,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. „Olía er lykilhrávara sem gengur kaupum og sölum á fjármálamörkuðum, og það er fjárfest í henni eins og öðrum eignaflokkum en á sama tíma er hún raunveruleg eign, hefur auðvitað umfang og þarf að geyma hana einhvers staðar. Það sem virðist hafa gert er það hafi verið mikil kaup á olíu sem fjármálaafurð núna á undanförnum vikum af því verðið hafði lækkað mikið,“ segir Jón Bjarki og bendir á að spákaupmenn hafi búist við það að verðið væri búið að ná botni. Jón Bjarki Bentssson „Svo fara þeir sjóðir sem höfðu verið að fjárfesta í þessari olíu sem á að afhenda í maí og losa sig við þá samninga og rúlla þeim áfram í aðra olíu samninga sem er eðlilegur gangur fyrir þá. En allt í einu verður þarna fullt af olíu sem er í rauninni ekki lengur áhugaverð sem fjárfestingakostur en þarf einhvers staðar að geyma og eiga á sama tíma og framleiðsla í Bandaríkjunum er enn veruleg og eftirspurnin hefur hrapað og geymslupláss er að verða búið. Allt í einu átta menn sig á því að það er fullt af olíu að koma upp úr borholunum sem á sér engan líklegan saman stað. Geymslutankar í Bandaríkjunum er orðnir meira og minna fullir, þess vegna er þessi hreyfing svo bundin mikið við Bandaríkjunum,“ segir Jón Bjarki. Komið að skuldadögum Í Evrópu hefur þessi staða ekki verið uppi á teningnum. Þar hefur olíuverð lækkað um fjórðung en ekki hefur komið til þess að olíuframleiðendur greiði með olíunni. Jón Bjarki segir að komið hafi að skuldadögum hjá þeim sem héldu á samningum um olíuna. „Í bili þá jafnar þetta sig eitthvað en þetta á væntanlega eftir að hafa frekari áhrif og sé að ýmsir sérfræðingar eru að velta því fyrir sér hvort þetta geti ekki endurtekið sig að mánuði liðnum. Það kemur allt af að þessu uppgjörstíma um mánaðamót og ekkert endilega sem bendir til að geymslurúmið eða eftirspurnin aukist,“ segir Jón Bjarki. Þetta eigi eftir að lita olíumarkaðina næstu vikur og mánuði og gæti sett ýmsa framleiðendur og dreifingaraðila í erfiða stöðu. Varðandi olíuverð hér á Íslandi segir Jón Bjarki takmörk fyrir því hvað bensínverð á dælunni getur farið langt niður. Ódýrasti bensínlítrinn hefur fengist í costco.Vísir/hanna andrésdóttir „Það eru krónutölugjald sem slaga hátt upp í 100 krónur. Þó olíuinnflytjendur fengju olíuna gefins þá væri það alltaf grunnverðið,“ segir Jón Bjarki. Þá á eftir að bæta við virðisaukaskatti, flutningskostnað og kostnað við dreifingu og smásölu. „Verðið á eldsneyti hér á landi fer aldrei jafn stórkostlega niður eins og þessar tölur gefa til kynna en það hefur verið að lækka, eldsneytisverð á dælunni. Ef þetta er það sem koma skal næstu vikur og mánuði eigum við væntanlega eftir að sjá frekari lækkun,“ segir Jón Bjarki. Hefur áhrif á verðbólgu Þessi lækkun mun koma neytendum til góðs. „Eldsneytisverðið kemur inn í verðbólgumælinguna og það hefur verið að draga úr vísitöluhækkunum allra síðustu mánuði. Líklegt að það verði áfram. Þetta er einn af þeim þáttum sem vega í okkar spá á móti veikingu krónunnar. Þá erum við að sjá minni hækkun á íbúðaverði og ekki síst er olíuverðið að hafa þarna áhrif. Það hefur ekki bara áhrif á verðbólguna í gegnum verðið á dælunni heldur dregur það úr flutningskostnaði til landsins og kostnaði við samgöngur þegar þær færast í eðlilegt horf. Olíuverðið endurspeglast mjög víða í verði á vörum og þjónustu í neysluverðsvísitölunni. Það getur haft á endanum miklu umfangsmeiri áhrif heldur bara bein áhrif á lækkandi bensínsverði.“ Hann segir að það muni taka tíma að grynnka á olíubirgðunum. „Það tekur tíma að vinna niður þessar svakalegu birgðir sem hafa safnast upp. Þegar fer að komast jafnvægi á dalega notkun og framleiðslu á olíunni erum við samt með nánast alla heimsins tanka fulla. Það þarf að vinna það niður. Það lengir eitthvað í þessum áhrifum líka.“ Bensín og olía Neytendur Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Sögulegir tímar eru nú uppi á olíumörkuðum þar sem verð hefur hríðfallið vegna hárrar birgðastöð og einstaklega lítillar eftirspurnar vegna kórónuveirunnar. Hagfræðingur segir þetta geta haft veruleg áhrif á olíuverð hér heima haldi þróunin áfram. Olíuframleiðendur og dreifingaraðilar í Bandaríkjunum tóku upp því að borga fyrir að losa sig við olíu í gær. Á meðan eftirspurn eftir olíu hefur hríðfallið sökum kórónuveirunnar þá hefur olíuframleiðsla hins vegar haldið áfram. Nú er svo komið að geymsluplássið er af verulega skornum skammti. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að tvöfalt eðli olíumarkaðarins hafi minnst harkalega á sig. „Við höfum ekki séð þetta áratugum saman,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. „Olía er lykilhrávara sem gengur kaupum og sölum á fjármálamörkuðum, og það er fjárfest í henni eins og öðrum eignaflokkum en á sama tíma er hún raunveruleg eign, hefur auðvitað umfang og þarf að geyma hana einhvers staðar. Það sem virðist hafa gert er það hafi verið mikil kaup á olíu sem fjármálaafurð núna á undanförnum vikum af því verðið hafði lækkað mikið,“ segir Jón Bjarki og bendir á að spákaupmenn hafi búist við það að verðið væri búið að ná botni. Jón Bjarki Bentssson „Svo fara þeir sjóðir sem höfðu verið að fjárfesta í þessari olíu sem á að afhenda í maí og losa sig við þá samninga og rúlla þeim áfram í aðra olíu samninga sem er eðlilegur gangur fyrir þá. En allt í einu verður þarna fullt af olíu sem er í rauninni ekki lengur áhugaverð sem fjárfestingakostur en þarf einhvers staðar að geyma og eiga á sama tíma og framleiðsla í Bandaríkjunum er enn veruleg og eftirspurnin hefur hrapað og geymslupláss er að verða búið. Allt í einu átta menn sig á því að það er fullt af olíu að koma upp úr borholunum sem á sér engan líklegan saman stað. Geymslutankar í Bandaríkjunum er orðnir meira og minna fullir, þess vegna er þessi hreyfing svo bundin mikið við Bandaríkjunum,“ segir Jón Bjarki. Komið að skuldadögum Í Evrópu hefur þessi staða ekki verið uppi á teningnum. Þar hefur olíuverð lækkað um fjórðung en ekki hefur komið til þess að olíuframleiðendur greiði með olíunni. Jón Bjarki segir að komið hafi að skuldadögum hjá þeim sem héldu á samningum um olíuna. „Í bili þá jafnar þetta sig eitthvað en þetta á væntanlega eftir að hafa frekari áhrif og sé að ýmsir sérfræðingar eru að velta því fyrir sér hvort þetta geti ekki endurtekið sig að mánuði liðnum. Það kemur allt af að þessu uppgjörstíma um mánaðamót og ekkert endilega sem bendir til að geymslurúmið eða eftirspurnin aukist,“ segir Jón Bjarki. Þetta eigi eftir að lita olíumarkaðina næstu vikur og mánuði og gæti sett ýmsa framleiðendur og dreifingaraðila í erfiða stöðu. Varðandi olíuverð hér á Íslandi segir Jón Bjarki takmörk fyrir því hvað bensínverð á dælunni getur farið langt niður. Ódýrasti bensínlítrinn hefur fengist í costco.Vísir/hanna andrésdóttir „Það eru krónutölugjald sem slaga hátt upp í 100 krónur. Þó olíuinnflytjendur fengju olíuna gefins þá væri það alltaf grunnverðið,“ segir Jón Bjarki. Þá á eftir að bæta við virðisaukaskatti, flutningskostnað og kostnað við dreifingu og smásölu. „Verðið á eldsneyti hér á landi fer aldrei jafn stórkostlega niður eins og þessar tölur gefa til kynna en það hefur verið að lækka, eldsneytisverð á dælunni. Ef þetta er það sem koma skal næstu vikur og mánuði eigum við væntanlega eftir að sjá frekari lækkun,“ segir Jón Bjarki. Hefur áhrif á verðbólgu Þessi lækkun mun koma neytendum til góðs. „Eldsneytisverðið kemur inn í verðbólgumælinguna og það hefur verið að draga úr vísitöluhækkunum allra síðustu mánuði. Líklegt að það verði áfram. Þetta er einn af þeim þáttum sem vega í okkar spá á móti veikingu krónunnar. Þá erum við að sjá minni hækkun á íbúðaverði og ekki síst er olíuverðið að hafa þarna áhrif. Það hefur ekki bara áhrif á verðbólguna í gegnum verðið á dælunni heldur dregur það úr flutningskostnaði til landsins og kostnaði við samgöngur þegar þær færast í eðlilegt horf. Olíuverðið endurspeglast mjög víða í verði á vörum og þjónustu í neysluverðsvísitölunni. Það getur haft á endanum miklu umfangsmeiri áhrif heldur bara bein áhrif á lækkandi bensínsverði.“ Hann segir að það muni taka tíma að grynnka á olíubirgðunum. „Það tekur tíma að vinna niður þessar svakalegu birgðir sem hafa safnast upp. Þegar fer að komast jafnvægi á dalega notkun og framleiðslu á olíunni erum við samt með nánast alla heimsins tanka fulla. Það þarf að vinna það niður. Það lengir eitthvað í þessum áhrifum líka.“
Bensín og olía Neytendur Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira