Undirbjuggu hjartaflugið í flughermi í Hafnarfirði Stefán Árni Pálsson skrifar 21. apríl 2020 10:28 Linda Gunnarsdóttir er yfirflugstjóri Icelandair. „Þetta kom nú þannig til að einn af flugstjórunum í þessu flugi kom með þessa hugmynd til okkar að sýna heilbrigðisstarfsfólki þennan þakklætisvott,“ segir Linda Gunnarsdóttir yfirflugstjóri Icelandair um flugið til Sjanghæ og hjartað yfir borginni. Flugmenn Boeing 767 vélar Icelandair sem komu til landsins á sunnudaginn með átján tonn af lækningavörum frá Kína lögðu lykkju á leið sína til Keflavíkur og flugu yfir höfuðborgarsvæðið á sérstakan hátt. Myndaði ferill vélarinnar þá hjarta yfir borginni og er gjörningurinn ætlaður til stuðnings heilbrigðisstarfsfólki landsins en fyrir miðju hjartanu er að finna Landspítalana við Hringbraut og í Fossvogi. „Okkur fannst þetta strax alveg stórkostleg hugmynd enda erum við óskaplega þakklát þessu fólki eins og þjóðin öll. Þetta þarf undirbúning eins og annað. Við búum svo vel að við erum með okkar eigin flughermi í Hafnarfirði, þannig að þeir fóru í flugherminn og æfðu þetta og bjuggu til hnit og útlínur sem þeir unnu svo með í gegnum flugtölvu vélarinnar. Þetta er vandasamt að gera þetta og erfiðara heldur en það lítur út fyrir að vera.“ Hún segir að aðstæður á sunnudaginn hafi ekki verið þær bestu. „Það var mikill vindur í lofti og það þarf að taka tillit til þess svo þetta verði fallegt. Það er í raun sjálfstýring á og þeir voru búnir að búa til í hnittölvu vélarinnar hnit og útlínur.“ Hér að neðan má heyra viðtal við Lindu sem tekið var í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær. Fréttir af flugi Hafnarfjörður Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Fleiri fréttir „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Sjá meira
„Þetta kom nú þannig til að einn af flugstjórunum í þessu flugi kom með þessa hugmynd til okkar að sýna heilbrigðisstarfsfólki þennan þakklætisvott,“ segir Linda Gunnarsdóttir yfirflugstjóri Icelandair um flugið til Sjanghæ og hjartað yfir borginni. Flugmenn Boeing 767 vélar Icelandair sem komu til landsins á sunnudaginn með átján tonn af lækningavörum frá Kína lögðu lykkju á leið sína til Keflavíkur og flugu yfir höfuðborgarsvæðið á sérstakan hátt. Myndaði ferill vélarinnar þá hjarta yfir borginni og er gjörningurinn ætlaður til stuðnings heilbrigðisstarfsfólki landsins en fyrir miðju hjartanu er að finna Landspítalana við Hringbraut og í Fossvogi. „Okkur fannst þetta strax alveg stórkostleg hugmynd enda erum við óskaplega þakklát þessu fólki eins og þjóðin öll. Þetta þarf undirbúning eins og annað. Við búum svo vel að við erum með okkar eigin flughermi í Hafnarfirði, þannig að þeir fóru í flugherminn og æfðu þetta og bjuggu til hnit og útlínur sem þeir unnu svo með í gegnum flugtölvu vélarinnar. Þetta er vandasamt að gera þetta og erfiðara heldur en það lítur út fyrir að vera.“ Hún segir að aðstæður á sunnudaginn hafi ekki verið þær bestu. „Það var mikill vindur í lofti og það þarf að taka tillit til þess svo þetta verði fallegt. Það er í raun sjálfstýring á og þeir voru búnir að búa til í hnittölvu vélarinnar hnit og útlínur.“ Hér að neðan má heyra viðtal við Lindu sem tekið var í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær.
Fréttir af flugi Hafnarfjörður Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Fleiri fréttir „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Sjá meira