„Hefðum átt að vinna gull á Ólympíuleikunum 2012“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2020 16:05 Ásgeir Örn niðurlútur eftir tapið fyrir Ungverjalandi í 8-liða úrslit Ólympíuleikanna 2012. vísir/getty Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að íslenska karlalandsliðið í handbolta hefði átt að vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í London. Ásgeir Örn var gestur Sportsins í dag. Þar greindi hann frá því að hann hefði lagt skóna á hilluna. Hann fór yfir ferilinn með Kjartani Atla Kjartanssyni og Henry Birgi Gunnarssyni, m.a. blómaskeið íslenska landsliðsins. „Það skemmtilegasta á ferlinum voru þessi ár með landsliðinu, svona 2007-12, þegar við vorum bestir. Þetta var ógeðslega gaman, hópurinn var ógeðslega þéttur, við vorum með góðan þjálfara og menn voru tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir þetta,“ sagði Ásgeir Örn. Ísland vann silfur á Ólympíuleikunum 2008 og brons á EM 2010. Ásgeir Örn segir að Ísland hefði átt að bæta gulli í safnið á Ólympíuleikunum 2012. Íslenska liðið vann alla leiki sína í riðlakeppninni, þ.á.m. gegn Frakklandi og Svíþjóð sem léku til úrslita, en tapaði á grátlegan hátt fyrir Ungverjalandi í 8-liða úrslitum. „Við hefðum átt að vinna gull 2012. Þá vorum við ógeðslega góðir og manni fannst allt vera að smella. Við töpuðum ekki leik í riðlakeppninni og þetta mót svíður. Við ætluðum okkur svo mikið og manni fannst við eiga svo mikið inni. Það var svo mikil synd að þetta hafi farið svona,“ sagði Ásgeir Örn. Markmiðið fyrir Ólympíuleikana í London var allt frá byrjun mjög skýrt; að koma heim með gullpening um hálsinn. „Það var klárt og útgefið. Eins og Óli var búinn að segja svo oft þá klikkuðum við á því að setja lit á medalíuna síðast en við klikkuðum ekki á því þarna. Þetta var allt að ganga upp. Þarna var Aron Pálmarsson kominn inn í liðið og Óli og gamli kjarninn enn góður og skila sínu. Breiddin var meiri og jafnvægið milli vængjanna meira,“ sagði Ásgeir Örn. Hafnfirðingurinn lék alls 247 landsleiki á árunum 2003-18 og fór á sextán stórmót. Aðeins Guðjón Valur Sigurðsson hefur farið á fleiri. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Íslenski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að íslenska karlalandsliðið í handbolta hefði átt að vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í London. Ásgeir Örn var gestur Sportsins í dag. Þar greindi hann frá því að hann hefði lagt skóna á hilluna. Hann fór yfir ferilinn með Kjartani Atla Kjartanssyni og Henry Birgi Gunnarssyni, m.a. blómaskeið íslenska landsliðsins. „Það skemmtilegasta á ferlinum voru þessi ár með landsliðinu, svona 2007-12, þegar við vorum bestir. Þetta var ógeðslega gaman, hópurinn var ógeðslega þéttur, við vorum með góðan þjálfara og menn voru tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir þetta,“ sagði Ásgeir Örn. Ísland vann silfur á Ólympíuleikunum 2008 og brons á EM 2010. Ásgeir Örn segir að Ísland hefði átt að bæta gulli í safnið á Ólympíuleikunum 2012. Íslenska liðið vann alla leiki sína í riðlakeppninni, þ.á.m. gegn Frakklandi og Svíþjóð sem léku til úrslita, en tapaði á grátlegan hátt fyrir Ungverjalandi í 8-liða úrslitum. „Við hefðum átt að vinna gull 2012. Þá vorum við ógeðslega góðir og manni fannst allt vera að smella. Við töpuðum ekki leik í riðlakeppninni og þetta mót svíður. Við ætluðum okkur svo mikið og manni fannst við eiga svo mikið inni. Það var svo mikil synd að þetta hafi farið svona,“ sagði Ásgeir Örn. Markmiðið fyrir Ólympíuleikana í London var allt frá byrjun mjög skýrt; að koma heim með gullpening um hálsinn. „Það var klárt og útgefið. Eins og Óli var búinn að segja svo oft þá klikkuðum við á því að setja lit á medalíuna síðast en við klikkuðum ekki á því þarna. Þetta var allt að ganga upp. Þarna var Aron Pálmarsson kominn inn í liðið og Óli og gamli kjarninn enn góður og skila sínu. Breiddin var meiri og jafnvægið milli vængjanna meira,“ sagði Ásgeir Örn. Hafnfirðingurinn lék alls 247 landsleiki á árunum 2003-18 og fór á sextán stórmót. Aðeins Guðjón Valur Sigurðsson hefur farið á fleiri. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Íslenski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira