Svíar grípa til aðgerða vegna faraldursins Samúel Karl Ólason skrifar 31. mars 2020 11:59 Þessi mynd var tekin á veitingahúsi í Stokkhólmi um helgina. EPA/Janerik Henriksson Frá því að nýja kórónuveiran byrjaði að herja á heiminn hafa Svíar þótt einkennilega rólegir gagnvart heimsfaraldrinum. Danir, Norðmenn og Finnar hafa meðal annarra gripið til umfangsmikilla inngripsaðgerða og lokað skólum, fyrirtækjum og öðru. Svíar hafa hins vegar ekki gripið til sambærilegra aðgerða og skilyrði varðandi sóttkví hafa verið mun slakari en annars staðar. Samkomubanni hefur þó verið beitt og var viðmið þess lækkað úr 500 í 50 á föstudaginn. Þá voru frekari aðgerðir kynntar í dag. Heilt yfir hafa 4.028 greinst með veiruna og 146 hafa dáið vegna hennar. Þá er 341 á gjörgæslu og þar á meðal minnst tveir læknar. Þessar tölur hafa hækkað hratt undanfarna daga og sérstaklega fjöldi látinna og fjöldi fólks á gjörgæslu. Sænskir heilbrigðisstarfsmenn kvarta nú mikið yfir skorti á almennum hlífðarbúnaði. Samkvæmt rannsókn SVT er sá vandi svo gott sem landlægur. Erfiðir tímar framundan Fyrir helgi varaði Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, við því að erfiðir tímar væru handan við hornið. Svíar ætla sér að auka skimun fyrir Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, til muna á næstunni og sérstaklega gagnvart mikilvægum starfsstéttum eins og heilbrigðisstarfsmönnum. Á blaðamannafundi skömmu fyrir hádegi í dag, að íslenskum tíma, tilkynnti Löfven frekari aðgerðir til að sporna gegn dreifingu veirunnar. Hann sagði það skyldu hvers Svía að vernda sig og aðra og hvatti almenning til að halda sig heima um páskana. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að heimsóknir á dvalarheimili verða bannaðar. Isabella Lövin, aðstoðarforsætisráðherra, þakkaði öllum þeim sem hafa haldið sig heima á fundinum og sömuleiðis þeim sem hjálpað hafa öðrum sem þurfa að halda sig heim, til dæmis með því að færa þeim matvæli. Ríkisstjórn Löfven gerir ráð fyrir að efnahagur ríkisins muni dragast saman um fjögur prósent á þessu ári. Magdalena Andersson, fjármálaráðherra, sagði í morgun að atvinnuleysi yrði allt að níu prósent og það gæti tekið hagkerfið nokkur ár að jafna sig. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Frá því að nýja kórónuveiran byrjaði að herja á heiminn hafa Svíar þótt einkennilega rólegir gagnvart heimsfaraldrinum. Danir, Norðmenn og Finnar hafa meðal annarra gripið til umfangsmikilla inngripsaðgerða og lokað skólum, fyrirtækjum og öðru. Svíar hafa hins vegar ekki gripið til sambærilegra aðgerða og skilyrði varðandi sóttkví hafa verið mun slakari en annars staðar. Samkomubanni hefur þó verið beitt og var viðmið þess lækkað úr 500 í 50 á föstudaginn. Þá voru frekari aðgerðir kynntar í dag. Heilt yfir hafa 4.028 greinst með veiruna og 146 hafa dáið vegna hennar. Þá er 341 á gjörgæslu og þar á meðal minnst tveir læknar. Þessar tölur hafa hækkað hratt undanfarna daga og sérstaklega fjöldi látinna og fjöldi fólks á gjörgæslu. Sænskir heilbrigðisstarfsmenn kvarta nú mikið yfir skorti á almennum hlífðarbúnaði. Samkvæmt rannsókn SVT er sá vandi svo gott sem landlægur. Erfiðir tímar framundan Fyrir helgi varaði Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, við því að erfiðir tímar væru handan við hornið. Svíar ætla sér að auka skimun fyrir Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, til muna á næstunni og sérstaklega gagnvart mikilvægum starfsstéttum eins og heilbrigðisstarfsmönnum. Á blaðamannafundi skömmu fyrir hádegi í dag, að íslenskum tíma, tilkynnti Löfven frekari aðgerðir til að sporna gegn dreifingu veirunnar. Hann sagði það skyldu hvers Svía að vernda sig og aðra og hvatti almenning til að halda sig heima um páskana. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að heimsóknir á dvalarheimili verða bannaðar. Isabella Lövin, aðstoðarforsætisráðherra, þakkaði öllum þeim sem hafa haldið sig heima á fundinum og sömuleiðis þeim sem hjálpað hafa öðrum sem þurfa að halda sig heim, til dæmis með því að færa þeim matvæli. Ríkisstjórn Löfven gerir ráð fyrir að efnahagur ríkisins muni dragast saman um fjögur prósent á þessu ári. Magdalena Andersson, fjármálaráðherra, sagði í morgun að atvinnuleysi yrði allt að níu prósent og það gæti tekið hagkerfið nokkur ár að jafna sig.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira