Strætó dregur úr akstri á höfuðborgarsvæðinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. mars 2020 21:20 Strætó mun draga úr akstri vegna kórónuveirufaraldursins og taka breytingar á leiðakerfi gildi þriðjudaginn 31. mars. vísir Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Breytingarnar verða eftirfarandi: Á virkum dögum munu strætisvagnar höfuðborgarsvæðisins aka samkvæmt laugardagsáætlun með nokkrum undantekningum: Leið 31 mun aka á hálftíma fresti fyrir og eftir hádegi á virkum dögum; Pöntunarþjónustuleiðirnar 27 og 29 aka samkvæmt hefðbundinni áætlun; Leiðir 8, 16, 22, 33 og 34 hætta öllum akstri; Á virkum dögum mun leið 15 aka fjórar skipulagðar ferðir frá Reykjalundi í átt að Flyðrugranda. Vilji farþegar stoppa hjá Reykjalundi á leið í átt að Mosfellsbæ þurfa þeir að láta vagnstjórann vita og mun hann taka krók að Reykjalundi. Þá verður aukaferðum bætt við á morgnanna til að akstur hefjist á svipuðum tíma og á venjulegum virkum degi. Akstur á laugardögum og sunnudögum verður óbreyttur. Hægt er að nálgast upplýsingar um fyrstu ferðir vagnanna á virkum dögum hér. Öllum næturakstri úr miðbænum um helgar verður hætt tímabundið. Þá verður biðstöðvatöflum á stoppistöðvum ekki breytt og eru farþegar beðnir um að skoða áætlunartíma inni á heimasíðu Strætó eða í snjallsímaforriti Strætó. Farþegar eru einnig minntir á að framhurð vagna er lokuð og farþegar eru beðnir um að ganga inn um aftari dyr vagnsins. Innra rými vagnanna er skipt í tvo hluta og hefur borði verið strengdur yfir fremsta hluta vagnanna til að aðskilja svæði vagnstjóra og svæði farþega. Farþegar eru einnig beðnir um að nýta sér Strætóappið til að greiða fyrir ferðirnar eða notast við strætókort til að fækka snertifleti um borð í vögnunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Strætó Samgöngur Tengdar fréttir Strætó minnkar akstur vegna faraldurs kórónuveiru Stjórnendur Strætó hafa ákveðið að minnka akstur og draga úr þjónustu tímabundið vegna faraldurs kórónuveiru. 27. mars 2020 12:23 Dagar handabandsins gætu verið taldir vegna kórónuveirunnar Þetta sýna breytingar sem hafa orðið á íslensku samfélagi í farsóttum áður fyrr. 28. mars 2020 19:46 Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Breytingarnar verða eftirfarandi: Á virkum dögum munu strætisvagnar höfuðborgarsvæðisins aka samkvæmt laugardagsáætlun með nokkrum undantekningum: Leið 31 mun aka á hálftíma fresti fyrir og eftir hádegi á virkum dögum; Pöntunarþjónustuleiðirnar 27 og 29 aka samkvæmt hefðbundinni áætlun; Leiðir 8, 16, 22, 33 og 34 hætta öllum akstri; Á virkum dögum mun leið 15 aka fjórar skipulagðar ferðir frá Reykjalundi í átt að Flyðrugranda. Vilji farþegar stoppa hjá Reykjalundi á leið í átt að Mosfellsbæ þurfa þeir að láta vagnstjórann vita og mun hann taka krók að Reykjalundi. Þá verður aukaferðum bætt við á morgnanna til að akstur hefjist á svipuðum tíma og á venjulegum virkum degi. Akstur á laugardögum og sunnudögum verður óbreyttur. Hægt er að nálgast upplýsingar um fyrstu ferðir vagnanna á virkum dögum hér. Öllum næturakstri úr miðbænum um helgar verður hætt tímabundið. Þá verður biðstöðvatöflum á stoppistöðvum ekki breytt og eru farþegar beðnir um að skoða áætlunartíma inni á heimasíðu Strætó eða í snjallsímaforriti Strætó. Farþegar eru einnig minntir á að framhurð vagna er lokuð og farþegar eru beðnir um að ganga inn um aftari dyr vagnsins. Innra rými vagnanna er skipt í tvo hluta og hefur borði verið strengdur yfir fremsta hluta vagnanna til að aðskilja svæði vagnstjóra og svæði farþega. Farþegar eru einnig beðnir um að nýta sér Strætóappið til að greiða fyrir ferðirnar eða notast við strætókort til að fækka snertifleti um borð í vögnunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Strætó Samgöngur Tengdar fréttir Strætó minnkar akstur vegna faraldurs kórónuveiru Stjórnendur Strætó hafa ákveðið að minnka akstur og draga úr þjónustu tímabundið vegna faraldurs kórónuveiru. 27. mars 2020 12:23 Dagar handabandsins gætu verið taldir vegna kórónuveirunnar Þetta sýna breytingar sem hafa orðið á íslensku samfélagi í farsóttum áður fyrr. 28. mars 2020 19:46 Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Strætó minnkar akstur vegna faraldurs kórónuveiru Stjórnendur Strætó hafa ákveðið að minnka akstur og draga úr þjónustu tímabundið vegna faraldurs kórónuveiru. 27. mars 2020 12:23
Dagar handabandsins gætu verið taldir vegna kórónuveirunnar Þetta sýna breytingar sem hafa orðið á íslensku samfélagi í farsóttum áður fyrr. 28. mars 2020 19:46
Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27