Mannlaus miðbær ber merki samkomubannsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. mars 2020 21:05 Miðbærinn er svo gott sem mannlaus um þessar mundir. Vísir/Vihelm Frá því að samkomubann til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 var sett á hér á landi hefur samfélagið allt tekið miklum breytingum, á stuttum tíma. Samkomubannið var sett á um miðjan mars og miðaðist þá við samkomur fleiri en 100. Það hefur nú verið hert og samkomur fleiri en 20 eru nú óleyfilegar. Þá verður fólk að gæta að tveggja metra reglunni svokölluðu. Verslanir kappkosta nú við að virða fjöldatakmarkanir, tryggja að fólk haldi sig í minnst tveggja metra fjarlægð við næsta mann og bjóða upp á spritt, einnota hanska og annað sem dregið getur úr líkum á smiti. Veitingastaðir eru margir hverjir farnir að bjóða upp á heimsendingarþjónustu sem ekki var í boði áður. Nú eru ísbúðir jafnvel farnar að senda bragðarefi heim að dyrum. Sannarlega fordæmalausir tímar. Fáir ferðamenn sjást á ferli hér á landi um þessar mundir, enda hefur faraldur kórónuveirunnar raskað millilandasamgöngum verulega, auk þess sem mörg ríki heims hafa gefið út ferðaviðvaranir eða hreinlega bannað ferðalög inn og út fyrir landamæri sín. Þá hefur fjöldi fólks dregið verulega úr ferðum sínum, lengri sem styttri. Margir vinna nú heiman frá sér og fara ekki út nema til þess að versla inn nauðsynjar og sinna öðrum mikilvægum erindum. Þetta sést vel á myndum sem ljósmyndarar Vísis hafa tekið í miðbæ Reykjavíkur síðustu daga. Miðbænum, sem venjulega iðar af lífi og er yfirfullur af ferðamönnum og öðru fólki, yrði nú best lýst sem draugabæ. Sjón er sögu ríkari, en myndirnar má sjá hér að neðan. Venjulega má sjá þó nokkurn fjölda ferðamanna við Hallgrímskirkju. Þeir eru þó hvergi sjáanlegir nú.Vísir/Sigurjón Það eru fáir á ferli.Vísir/Vilhelm Ef vel er að gáð má sjá nákvæmlega einn (1) mann á gangi niður Skólavörðustíg.Vísir/Sigurjón Lítil umferð hefur verið um götur bæjarins upp á síðkastið.Vísir/Sigurjón Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Frá því að samkomubann til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 var sett á hér á landi hefur samfélagið allt tekið miklum breytingum, á stuttum tíma. Samkomubannið var sett á um miðjan mars og miðaðist þá við samkomur fleiri en 100. Það hefur nú verið hert og samkomur fleiri en 20 eru nú óleyfilegar. Þá verður fólk að gæta að tveggja metra reglunni svokölluðu. Verslanir kappkosta nú við að virða fjöldatakmarkanir, tryggja að fólk haldi sig í minnst tveggja metra fjarlægð við næsta mann og bjóða upp á spritt, einnota hanska og annað sem dregið getur úr líkum á smiti. Veitingastaðir eru margir hverjir farnir að bjóða upp á heimsendingarþjónustu sem ekki var í boði áður. Nú eru ísbúðir jafnvel farnar að senda bragðarefi heim að dyrum. Sannarlega fordæmalausir tímar. Fáir ferðamenn sjást á ferli hér á landi um þessar mundir, enda hefur faraldur kórónuveirunnar raskað millilandasamgöngum verulega, auk þess sem mörg ríki heims hafa gefið út ferðaviðvaranir eða hreinlega bannað ferðalög inn og út fyrir landamæri sín. Þá hefur fjöldi fólks dregið verulega úr ferðum sínum, lengri sem styttri. Margir vinna nú heiman frá sér og fara ekki út nema til þess að versla inn nauðsynjar og sinna öðrum mikilvægum erindum. Þetta sést vel á myndum sem ljósmyndarar Vísis hafa tekið í miðbæ Reykjavíkur síðustu daga. Miðbænum, sem venjulega iðar af lífi og er yfirfullur af ferðamönnum og öðru fólki, yrði nú best lýst sem draugabæ. Sjón er sögu ríkari, en myndirnar má sjá hér að neðan. Venjulega má sjá þó nokkurn fjölda ferðamanna við Hallgrímskirkju. Þeir eru þó hvergi sjáanlegir nú.Vísir/Sigurjón Það eru fáir á ferli.Vísir/Vilhelm Ef vel er að gáð má sjá nákvæmlega einn (1) mann á gangi niður Skólavörðustíg.Vísir/Sigurjón Lítil umferð hefur verið um götur bæjarins upp á síðkastið.Vísir/Sigurjón Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira