Móðir langveiks barns segir það skjóta skökku við að vera ekki tryggð laun Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. mars 2020 19:15 Þórdís Erla Björnsdóttir hefur verði heima með langveikan son sinn í tvær vikur. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Móðir langveiks barns segir skjóta skökku við að foreldrum langveikra barna sem séu í verndarsóttkví samkvæmt tilmælum Embættis landlæknis séu ekki tryggð laun. Félagsmálaráðherra segir ljóst að hópar verði fyrir skertri þjónustu. Embætti Landlæknis hefur gefið út ráðleggingar til foreldra langveikra barna og ungmenna vegna kórónuveirunnar. Þar er foreldrum ráðlagt að halda börnum með alvarlega sjúkdóma heima næstu vikur. Þórdís Erla Björnsdóttir er móðir langveiks drengs og hefur hún haldið honum heima í verndarsóttkví í tvær vikur og því ekki getað mætt til vinnu. „Þetta er ekkert sem maður velur sér. Almannavarnir hafa talað mjög skýrt um að það sé ábyrgðarlaust og það er ábyrgðarlaust að hlýða ekki fyrirmælum almannavarna,“ sagði Þórdís Erla Björnsdóttir, móðir langveiks drengs. Í tilfelli foreldra barna með undirliggjandi sjúkdóma, er ekki um skipaða sóttkví að ræða heldur verndarsóttkví, en þó samkvæmt beinum ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda. Laun í slíkri sóttkví eru ekki tryggð. „Það er alveg ljóst að það eru því miður í okkar samfélagi, þrátt fyrir að allir leggi sig fram og allir geri sitt besta þá verður því miður hópur sem verður fyrir skertri þjónustu og við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að grípa þessa hópa eftir bestu getu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/baldur Verndarsóttkví er ekki lögbundin fyrirskipun. Því falla foreldrarnir ekki undir ný lög um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví. Nú fær fólk sem fór til útlanda tryggð laun í sóttkví, finnst þér það skjóta skökku við að þið sem eruð í þessari stöðu fáið ekki tryggð laun? „Já mér finnst að við hefðum átt að falla undir þessi nýju lög. Það fólk fellur þarna undir en við föllum ekki undir og við erum að vernda börnin okkar. Þannig jú það skýtur skökku við,“ sagði Þórdís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Tengdar fréttir Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Fólk í viðkvæmum hópum með alvarlega sjúkdóma er beðið um að fara í verndarsóttkví. 24. mars 2020 19:50 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Móðir langveiks barns segir skjóta skökku við að foreldrum langveikra barna sem séu í verndarsóttkví samkvæmt tilmælum Embættis landlæknis séu ekki tryggð laun. Félagsmálaráðherra segir ljóst að hópar verði fyrir skertri þjónustu. Embætti Landlæknis hefur gefið út ráðleggingar til foreldra langveikra barna og ungmenna vegna kórónuveirunnar. Þar er foreldrum ráðlagt að halda börnum með alvarlega sjúkdóma heima næstu vikur. Þórdís Erla Björnsdóttir er móðir langveiks drengs og hefur hún haldið honum heima í verndarsóttkví í tvær vikur og því ekki getað mætt til vinnu. „Þetta er ekkert sem maður velur sér. Almannavarnir hafa talað mjög skýrt um að það sé ábyrgðarlaust og það er ábyrgðarlaust að hlýða ekki fyrirmælum almannavarna,“ sagði Þórdís Erla Björnsdóttir, móðir langveiks drengs. Í tilfelli foreldra barna með undirliggjandi sjúkdóma, er ekki um skipaða sóttkví að ræða heldur verndarsóttkví, en þó samkvæmt beinum ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda. Laun í slíkri sóttkví eru ekki tryggð. „Það er alveg ljóst að það eru því miður í okkar samfélagi, þrátt fyrir að allir leggi sig fram og allir geri sitt besta þá verður því miður hópur sem verður fyrir skertri þjónustu og við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að grípa þessa hópa eftir bestu getu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/baldur Verndarsóttkví er ekki lögbundin fyrirskipun. Því falla foreldrarnir ekki undir ný lög um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví. Nú fær fólk sem fór til útlanda tryggð laun í sóttkví, finnst þér það skjóta skökku við að þið sem eruð í þessari stöðu fáið ekki tryggð laun? „Já mér finnst að við hefðum átt að falla undir þessi nýju lög. Það fólk fellur þarna undir en við föllum ekki undir og við erum að vernda börnin okkar. Þannig jú það skýtur skökku við,“ sagði Þórdís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Tengdar fréttir Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Fólk í viðkvæmum hópum með alvarlega sjúkdóma er beðið um að fara í verndarsóttkví. 24. mars 2020 19:50 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Fólk í viðkvæmum hópum með alvarlega sjúkdóma er beðið um að fara í verndarsóttkví. 24. mars 2020 19:50