Yfir hundrað þúsund staðfest smit í Bandaríkjunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2020 07:37 Frá New York í Bandaríkjunum. Langstærstur hluti smita landsins hefur greinst í ríkinu. Vísir/Getty Hvergi hafa fleiri greinst með nýju kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 en í Bandaríkjunum. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 104 þúsund manns greinst með veiruna þar í landi. Þar af hafa rúmlega 1700 látið lífið. Þá hafa rúmlega 86 þúsund greinst á Ítalíu og rúmlega 9 þúsund látið lífið. Kína kemur svo í þriðja sæti með rúmlega 81 þúsund smit og tæplega 3300 dauðsföll. Hér má nálgast nánari tölfræði um veiruna á heimsvísu. New York-ríki er það ríki Bandaríkjanna þar sem lang flest tilfelli hafa komið upp. Þar hafa hátt í 45 þúsund manns greinst og 527 látist. Næst á eftir kemur nágrannaríkið New Jersey þar sem rúmlega 8800 hafa greinst og 108 látist. Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar, hefur sjálfur sagt að það ástand sem nú er uppi í ríkinu eigi einungis eftir að versna á næstu vikum og að alvarlegur skortur á mikilvægum heilsuvörum sé á næsta leiti. Bill de Blasio, borgarstjóri New York.Vísir/Getty Þannig hefur hann harðlega gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir viðbrögð sín við faraldri kórónuveirunnar, en margir hafa sakað Trump um að taka faraldurinn ekki alvarlega, gera lítið úr honum og bregðast of seint við. Þá bárust fréttir af því, fyrr í þessari viku, að forsetinn vildi láta slaka á takmörkunum sem settar hafa verið á daglegt líf bandarísks almennings til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Er hann sagður hafa haft það í huga til þess að láta bandarískt efnahagslíf ekki taka of mikinn skell. Í gær undirritaði Trump hins vegar stærsta björgunarpakka fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu í sögu Bandaríkjanna. Pakkinn hljóðar upp á 2,2 billjónir dala og felur hann meðal annars í sér um 150 milljóna beingreiðslur til bandarískra heimila. Heildartala pakkans nemur þannig tæplega 305 þúsund milljörðum íslenskra króna. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Hvergi hafa fleiri greinst með nýju kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 en í Bandaríkjunum. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 104 þúsund manns greinst með veiruna þar í landi. Þar af hafa rúmlega 1700 látið lífið. Þá hafa rúmlega 86 þúsund greinst á Ítalíu og rúmlega 9 þúsund látið lífið. Kína kemur svo í þriðja sæti með rúmlega 81 þúsund smit og tæplega 3300 dauðsföll. Hér má nálgast nánari tölfræði um veiruna á heimsvísu. New York-ríki er það ríki Bandaríkjanna þar sem lang flest tilfelli hafa komið upp. Þar hafa hátt í 45 þúsund manns greinst og 527 látist. Næst á eftir kemur nágrannaríkið New Jersey þar sem rúmlega 8800 hafa greinst og 108 látist. Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar, hefur sjálfur sagt að það ástand sem nú er uppi í ríkinu eigi einungis eftir að versna á næstu vikum og að alvarlegur skortur á mikilvægum heilsuvörum sé á næsta leiti. Bill de Blasio, borgarstjóri New York.Vísir/Getty Þannig hefur hann harðlega gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir viðbrögð sín við faraldri kórónuveirunnar, en margir hafa sakað Trump um að taka faraldurinn ekki alvarlega, gera lítið úr honum og bregðast of seint við. Þá bárust fréttir af því, fyrr í þessari viku, að forsetinn vildi láta slaka á takmörkunum sem settar hafa verið á daglegt líf bandarísks almennings til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Er hann sagður hafa haft það í huga til þess að láta bandarískt efnahagslíf ekki taka of mikinn skell. Í gær undirritaði Trump hins vegar stærsta björgunarpakka fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu í sögu Bandaríkjanna. Pakkinn hljóðar upp á 2,2 billjónir dala og felur hann meðal annars í sér um 150 milljóna beingreiðslur til bandarískra heimila. Heildartala pakkans nemur þannig tæplega 305 þúsund milljörðum íslenskra króna.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira