Verjum störfin Drífa Snædal skrifar 27. mars 2020 15:06 Það líður vika á milli föstudagspistla en framvindan er slík að það gæti allt eins verið heilt ár. Áhyggjur og viðbrögð við ástandinu eru aðrar en fyrir viku og barátta okkar í verkalýðshreyfingunni breytist frá degi til dags. Ljósið í myrkrinu er að aðgerðir heilbrigðisyfirvalda skila árangri í að hægja á útbreiðslu veirunnar. Því skal þó haldið til haga að einn lykillinn að því er að gera fólki kleift að vera heima og fá tekjur. Frumvarpið um laun í sóttkví sem var samþykkt fyrir sléttri viku var þungt lóð á vogaskálar þess að vernda fólk fyrir veikindum. Lögin um hlutabætur er annar lykill. Það sýnir sig á fjölda umsókna að þetta úrræði hægir á atvinnuleysi og viðheldur ráðningarsambandi. Öll okkar verkefni þessa dagana snúa einmitt að því að miðla upplýsingum til vinnandi fólks, halda fólki í ráðningarsamböndum og tryggja að fólk haldi tekjum. Síðasta atriðið er sérstaklega mikilvægt því að til að við náum viðspyrnu með sumrinu og hjól atvinnulífsins fari að snúast þarf fólk að hafa tekjur. Alþýðusambandið er í stöðugum viðræðum við stjórnvöld og atvinnurekendur um frekari aðgerðir. Það eru ákveðnir hópar sem falla á milli skips og bryggju sem þarf að tryggja framfærslu. Það er líka mikilvægt að tryggja að við komumst út úr þessu ástandi með sanngjarnt og réttlátt samfélag þar sem enginn getur skotið sér undan ábyrgð á okkar samfélagslegu verkefnum - að tryggja heilsu og velferð og verja kjörin. Farið vel með ykkur! Drífa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það líður vika á milli föstudagspistla en framvindan er slík að það gæti allt eins verið heilt ár. Áhyggjur og viðbrögð við ástandinu eru aðrar en fyrir viku og barátta okkar í verkalýðshreyfingunni breytist frá degi til dags. Ljósið í myrkrinu er að aðgerðir heilbrigðisyfirvalda skila árangri í að hægja á útbreiðslu veirunnar. Því skal þó haldið til haga að einn lykillinn að því er að gera fólki kleift að vera heima og fá tekjur. Frumvarpið um laun í sóttkví sem var samþykkt fyrir sléttri viku var þungt lóð á vogaskálar þess að vernda fólk fyrir veikindum. Lögin um hlutabætur er annar lykill. Það sýnir sig á fjölda umsókna að þetta úrræði hægir á atvinnuleysi og viðheldur ráðningarsambandi. Öll okkar verkefni þessa dagana snúa einmitt að því að miðla upplýsingum til vinnandi fólks, halda fólki í ráðningarsamböndum og tryggja að fólk haldi tekjum. Síðasta atriðið er sérstaklega mikilvægt því að til að við náum viðspyrnu með sumrinu og hjól atvinnulífsins fari að snúast þarf fólk að hafa tekjur. Alþýðusambandið er í stöðugum viðræðum við stjórnvöld og atvinnurekendur um frekari aðgerðir. Það eru ákveðnir hópar sem falla á milli skips og bryggju sem þarf að tryggja framfærslu. Það er líka mikilvægt að tryggja að við komumst út úr þessu ástandi með sanngjarnt og réttlátt samfélag þar sem enginn getur skotið sér undan ábyrgð á okkar samfélagslegu verkefnum - að tryggja heilsu og velferð og verja kjörin. Farið vel með ykkur! Drífa
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar