Bara allt í einu! Sigríður Karlsdóttir skrifar 27. mars 2020 10:00 Dagur þrjátíu og eitthvað heima. Með börnin. Í tæplega 90 fermetrum. Og köttur. Þetta gæti verið byrjun á hryllingsmynd. En þetta var bara skrifað til að krydda upp komandi texta. Ég þori varla að viðurkenna þetta, en ég eeeeeelska þetta ástand. Ekki misskilja mig, ég er sorgmædd og ég er leið, sérstaklega þegar ég les um öll dauðsföllin og öll þessi veikindi. Ég vona heitt og innilega að við komumst nokkuð heil til baka. En í þessu ástandi, á degi þrjátíu og eitthvað, (Verkfall plús Kóróna) hefur mér ekki leiðst í 1 mínútu. Er ekki að grínast. Meina þetta. Ég bara hreinlega elska að vera heima í hellinum mínum með fjölskyldu minni og mega ekki fara út nema til að sækja fæðu. Eins og í gamla gamla gamla daga. Hluti af mér skammast mín fyrir að líða svona vel miðað við ástandið í heiminum. Sem sýnir það að innra ástand hefur ekkert með ytra ástand að gera. Ekki neitt. Ég vakna á morgnana. Hlusta á Sadhguru vin minn á Youtube í um það bil klukkustund. Fæ mér kaffi og vítamínvatn. Ég bið fyrir heiminum og hugleiði ljós inn í mína nánustu. Ég geri jógaæfingar og fæ að velja mér jógastöð og jógakennara beint heim í stofu. Eða kakóstund. Allir að gefa, engin eigingjarn. Getur þetta orðið eitthvað betra?? Ég fer í göngutúr út á sjó og hlusta á uppbyggilegt efni á meðan. Ég elda kvöldmat og ég baka fyrir kaffitíma á meðan ég hlusta á tónlist og syng upphátt. Vantar bara svuntuna. Ég púsla á gólfinu með börnunum og við lesum saman. Líf mitt er pínkuponsu eins og líf langömmu minnar. Nema hún var í 30 fermetrar. Með 17 börn. Ég þarf ekki að gera neitt. A Allt sem ég hélt að væri mikilvægt, er ekki rass í bala mikilvægt. Allt í einu er ég hætt að segja “bíddu” við börnin mín, eða “kannski seinna”. Allt í einu þarf ég ekki að skutla og sækja og er bara allíteinu er ég bara á sokkunum út á stétt með börnunum að syngja Eurovision lag. Allt í einu skiptir einkunnir ekki eins miklu máli eða vinna á einhverju íþróttamóti. Allt í einu er ekki hægt að lita á sér augabrúnirnar eða undirbúa sig í viku fyrir árshátíð sem stenst aldrei væntingar. Allt í einu tuða ég ekkert yfir heimalærdómi. Allt í einu má vera drasl því það kemur enginn í heimsókn. Allt í einu þarf ég að mæta mér og mínum tilfinningum í 90 fermetra íbúð með fullt af triggerum. Allt í einu er ég að mála steina sem ég fann í fjörunni. Mála allskonar kalla og yin og yang merkið. Bara alveg óvart er ég hætt að fara svona oft í búð og nýti allt miklu betur. Allt í einu leika allir sér bara í sínu horni og ég fer að leira. Alveg bara sísona. Allt í einu… …... þarf ég BARA MIG og ekkert annað. Þarf ekki einu sinni ís með dýfu. Það er svo klikkað bara að vera! Svo algjörlega klikkað ástand. Að fá tækifæri til að fá að vera, án þess að þurfa að gera, er algjörlega stórkostlegt! Móðir náttúra skoh! Skrefinu á undan. Klukkan er núna korter yfir sjö á fimmtudagskvöldi… held ég. Ég sit á púða á gólfinu í náttfötunum. Með heyrnartól en ekki að hlusta á neitt samt. Börnin eru einhvers staðar úti að leika. Heimatilbúin afgangur síðan í gær. Í alvöru krakkar…. ef þetta er ekki „lífið er núna“ þá er það ekkert. NJÓTIÐ!! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Dagur þrjátíu og eitthvað heima. Með börnin. Í tæplega 90 fermetrum. Og köttur. Þetta gæti verið byrjun á hryllingsmynd. En þetta var bara skrifað til að krydda upp komandi texta. Ég þori varla að viðurkenna þetta, en ég eeeeeelska þetta ástand. Ekki misskilja mig, ég er sorgmædd og ég er leið, sérstaklega þegar ég les um öll dauðsföllin og öll þessi veikindi. Ég vona heitt og innilega að við komumst nokkuð heil til baka. En í þessu ástandi, á degi þrjátíu og eitthvað, (Verkfall plús Kóróna) hefur mér ekki leiðst í 1 mínútu. Er ekki að grínast. Meina þetta. Ég bara hreinlega elska að vera heima í hellinum mínum með fjölskyldu minni og mega ekki fara út nema til að sækja fæðu. Eins og í gamla gamla gamla daga. Hluti af mér skammast mín fyrir að líða svona vel miðað við ástandið í heiminum. Sem sýnir það að innra ástand hefur ekkert með ytra ástand að gera. Ekki neitt. Ég vakna á morgnana. Hlusta á Sadhguru vin minn á Youtube í um það bil klukkustund. Fæ mér kaffi og vítamínvatn. Ég bið fyrir heiminum og hugleiði ljós inn í mína nánustu. Ég geri jógaæfingar og fæ að velja mér jógastöð og jógakennara beint heim í stofu. Eða kakóstund. Allir að gefa, engin eigingjarn. Getur þetta orðið eitthvað betra?? Ég fer í göngutúr út á sjó og hlusta á uppbyggilegt efni á meðan. Ég elda kvöldmat og ég baka fyrir kaffitíma á meðan ég hlusta á tónlist og syng upphátt. Vantar bara svuntuna. Ég púsla á gólfinu með börnunum og við lesum saman. Líf mitt er pínkuponsu eins og líf langömmu minnar. Nema hún var í 30 fermetrar. Með 17 börn. Ég þarf ekki að gera neitt. A Allt sem ég hélt að væri mikilvægt, er ekki rass í bala mikilvægt. Allt í einu er ég hætt að segja “bíddu” við börnin mín, eða “kannski seinna”. Allt í einu þarf ég ekki að skutla og sækja og er bara allíteinu er ég bara á sokkunum út á stétt með börnunum að syngja Eurovision lag. Allt í einu skiptir einkunnir ekki eins miklu máli eða vinna á einhverju íþróttamóti. Allt í einu er ekki hægt að lita á sér augabrúnirnar eða undirbúa sig í viku fyrir árshátíð sem stenst aldrei væntingar. Allt í einu tuða ég ekkert yfir heimalærdómi. Allt í einu má vera drasl því það kemur enginn í heimsókn. Allt í einu þarf ég að mæta mér og mínum tilfinningum í 90 fermetra íbúð með fullt af triggerum. Allt í einu er ég að mála steina sem ég fann í fjörunni. Mála allskonar kalla og yin og yang merkið. Bara alveg óvart er ég hætt að fara svona oft í búð og nýti allt miklu betur. Allt í einu leika allir sér bara í sínu horni og ég fer að leira. Alveg bara sísona. Allt í einu… …... þarf ég BARA MIG og ekkert annað. Þarf ekki einu sinni ís með dýfu. Það er svo klikkað bara að vera! Svo algjörlega klikkað ástand. Að fá tækifæri til að fá að vera, án þess að þurfa að gera, er algjörlega stórkostlegt! Móðir náttúra skoh! Skrefinu á undan. Klukkan er núna korter yfir sjö á fimmtudagskvöldi… held ég. Ég sit á púða á gólfinu í náttfötunum. Með heyrnartól en ekki að hlusta á neitt samt. Börnin eru einhvers staðar úti að leika. Heimatilbúin afgangur síðan í gær. Í alvöru krakkar…. ef þetta er ekki „lífið er núna“ þá er það ekkert. NJÓTIÐ!!
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar