Sjúklingar og starfsmenn á Landakoti smitaðir Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2020 13:39 Tvær öldrunardeildir Landspítalans eru á Landakoti. Vísir/Vilhelm Landspítalinn hefur bannað frekari innlagnir á öldunarspítalanum Landakoti vegna COVID-19-smita sem greindust þar bæði í sjúklingum og starfsfólki. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að ákvörðun hafi ekki verið tekin um hvort eða hvernig starfsemi Landakots verður skert frekar vegna smitanna. Rjóðrið á Barnaspítala Hringsins verður lokað vegna smits sem kom upp annars staðar á barnaspítalanum. Í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítalans kemur fram að lokað verði fyrir innlagnir á Landakoti á meðan smitin eru rakin. Útskriftir einstaklinga heim í sóttkví eru sagðar mögulegar en aðrar ekki. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, segir við Vísi að smit hafi komið upp á einni deild á Landakoti, bæði hjá sjúklingum og starfsmönnum. Landakot er öldrunarspítali þar sem starfræktar eru legudeildir, dagdeildir og endurhæfing. Már segir ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um hvernig starfsemin gæti verið skert vegna smitanna enda séu aðeins nokkrar klukkustundir liðnar frá því að þau komu í ljós. Talað hefur verið um að eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma sé í áhættuhópi vegna COVID-19. Már vill ekki tjá sig um málefni sjúklinga en fullyrðir að gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana eins og að senda starfsfólk heim og einangra sjúklinga. „Við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur að tempra frekari útbreiðslu,“ segir Már. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum.Vísir/Vilhelm Brýnt að starfsfólk fari eftir tilmælum sóttvarnalæknis Einnig verður Rjóðrið á Barnaspítala Hringsins lokað á næstu dögum vegna smita sem komu upp á barnaspítalanum. Smitið tengist ekki Rjóðrinu sjálfu, að sögn Más, heldur þarf að nýta starfsfólks þess annars staðar á barnaspítalanum vegna smitanna. Rjóðrið er hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn. Sérstaklega var áréttað í tilkynningu viðbragðsstjórnar og farsóttanefndar spítalans í dag að afar brýnt væri að starfsmenn spítalans gættu sérstaklega að sér utan vinnustaðarins og færu í einu og öllu eftir tilmælum sóttvarnalæknis þar sem nokkuð væri um smit sem væru komin til vegna samskipta utan spítalans. Már segir að borið hafi á því að starfsmenn legudeilda Landspítalans hafi smitast af COVID-19 og að þau smit verði ekki rakin til starfa þeirra. Starfsmenn sem hafi greinst smitaðir hafi smitast úti í samfélaginu. Því sé brýnt að starfsfólk spítalans gæti ríkulega að fyrirmælum sóttvarnalæknis og almannavarna um hegðun fólks í faraldrinum með tilliti til þess að halda tveggja metra fjarlægð við annað fólk og handþvottar. Reynsla Landspítalans undirstriki mikilvægi þessara tilmæla. „Ég fullyrði það að störf inni á spítalanum með COVID-sýkta einstaklinga, þegar rétt er staðið að málum, eru í rauninni ekki hættuleg. Ógn okkar sem heilbrigðiskerfis stafar af smitleiðum sem eru virkar í samfélaginum,“ segir Már. Miklar breytingar hafa orðið á starfsemi Landspítalans frá því að faraldurinn kom upp og vinnur her manns að því að endurskipuleggja hana, að sögn Más. Dregið hefur verið úr valaðgerðum tímabundið og hefur starfsfólk þaðan verði nýtt annars staðar til að fylla í skörð þeirra sem hafa þurft að fara í sóttkví eða einangrun vegna veirunnar. „Við erum að reyna að nýta starfsfólkið á sem skynsamlegastan hátt,“ segir Már. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á vefsíðu Landspítalans eru nú 37 starfsmenn hans í einangrun og 243 í sóttkví. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Landspítalinn hefur bannað frekari innlagnir á öldunarspítalanum Landakoti vegna COVID-19-smita sem greindust þar bæði í sjúklingum og starfsfólki. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að ákvörðun hafi ekki verið tekin um hvort eða hvernig starfsemi Landakots verður skert frekar vegna smitanna. Rjóðrið á Barnaspítala Hringsins verður lokað vegna smits sem kom upp annars staðar á barnaspítalanum. Í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítalans kemur fram að lokað verði fyrir innlagnir á Landakoti á meðan smitin eru rakin. Útskriftir einstaklinga heim í sóttkví eru sagðar mögulegar en aðrar ekki. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, segir við Vísi að smit hafi komið upp á einni deild á Landakoti, bæði hjá sjúklingum og starfsmönnum. Landakot er öldrunarspítali þar sem starfræktar eru legudeildir, dagdeildir og endurhæfing. Már segir ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um hvernig starfsemin gæti verið skert vegna smitanna enda séu aðeins nokkrar klukkustundir liðnar frá því að þau komu í ljós. Talað hefur verið um að eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma sé í áhættuhópi vegna COVID-19. Már vill ekki tjá sig um málefni sjúklinga en fullyrðir að gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana eins og að senda starfsfólk heim og einangra sjúklinga. „Við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur að tempra frekari útbreiðslu,“ segir Már. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum.Vísir/Vilhelm Brýnt að starfsfólk fari eftir tilmælum sóttvarnalæknis Einnig verður Rjóðrið á Barnaspítala Hringsins lokað á næstu dögum vegna smita sem komu upp á barnaspítalanum. Smitið tengist ekki Rjóðrinu sjálfu, að sögn Más, heldur þarf að nýta starfsfólks þess annars staðar á barnaspítalanum vegna smitanna. Rjóðrið er hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn. Sérstaklega var áréttað í tilkynningu viðbragðsstjórnar og farsóttanefndar spítalans í dag að afar brýnt væri að starfsmenn spítalans gættu sérstaklega að sér utan vinnustaðarins og færu í einu og öllu eftir tilmælum sóttvarnalæknis þar sem nokkuð væri um smit sem væru komin til vegna samskipta utan spítalans. Már segir að borið hafi á því að starfsmenn legudeilda Landspítalans hafi smitast af COVID-19 og að þau smit verði ekki rakin til starfa þeirra. Starfsmenn sem hafi greinst smitaðir hafi smitast úti í samfélaginu. Því sé brýnt að starfsfólk spítalans gæti ríkulega að fyrirmælum sóttvarnalæknis og almannavarna um hegðun fólks í faraldrinum með tilliti til þess að halda tveggja metra fjarlægð við annað fólk og handþvottar. Reynsla Landspítalans undirstriki mikilvægi þessara tilmæla. „Ég fullyrði það að störf inni á spítalanum með COVID-sýkta einstaklinga, þegar rétt er staðið að málum, eru í rauninni ekki hættuleg. Ógn okkar sem heilbrigðiskerfis stafar af smitleiðum sem eru virkar í samfélaginum,“ segir Már. Miklar breytingar hafa orðið á starfsemi Landspítalans frá því að faraldurinn kom upp og vinnur her manns að því að endurskipuleggja hana, að sögn Más. Dregið hefur verið úr valaðgerðum tímabundið og hefur starfsfólk þaðan verði nýtt annars staðar til að fylla í skörð þeirra sem hafa þurft að fara í sóttkví eða einangrun vegna veirunnar. „Við erum að reyna að nýta starfsfólkið á sem skynsamlegastan hátt,“ segir Már. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á vefsíðu Landspítalans eru nú 37 starfsmenn hans í einangrun og 243 í sóttkví. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira