Sádar ákærðir í Tyrklandi vegna morðsins á Khashoggi Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2020 10:42 Jamal Khashoggi var gagnrýninn á stjórnvöld í Sádi-Arabíu. Hann var myrtur á ræðisskrifstofu landsins í Istanbúl í október árið 2018. Vísir/Getty Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins. Átján sádi-arabískir ríkisborgarar eru ákærðir fyrir morð að yfirlögðu ráði og tveir fyrir að „hvetja til“ morðs, að sögn DHA-frétastofunnar tyrknesku. Frekari upplýsingar um ákærurnar liggja ekki fyrir. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi. Hann bjó í Bandaríkjunum í sjálfskipaðri útlegð og skrifaði pistla fyrir Washington Post sem voru gagnrýnir á stjórnvöld í heimalandi hans. Khashoggi var myrtur og lík hans bútað niður þegar hann leitaði til ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl til að sækja skjöl svo að hann gæti gift sig í október árið 2018. Lík hans hefur aldrei fundist. Sjá einnig: Fimm dæmdir til dauða vegna morðsins á Jamal Khashoggi Stjórnvöld í Sádi-Arabíu þóttust lengi framan af ekki vita um afdrif Khashoggi en viðurkenndu um síðir að hann hefði látið lífið á ræðisskrifstofunni. Hluti af fimmtán manna teymi sem var sent til Istanbúl var dregið fyrir dóm í Sádi-Arabíu vegna dauða Khashoggi. Saksóknarar þar fullyrtu að morðið hefði verið að þeirra eigin frumkvæði. Fimm þeirra sem voru ákærðir voru dæmdir til dauða í desember. Niðurstöður rannsakanda Sameinuðu þjóðanna benda til þess að í teyminu hafi verið réttarmeinafræðingur, leyniþjónustumenn, liðsmenn öryggissveita og einstaklingar sem unnu fyrir skrifstofu Salman krónprins. Morðið á Khashoggi hafi verið aftaka „utan dóms og laga“. Morðið á Khashoggi Tyrkland Sádi-Arabía Tengdar fréttir Handteknir prinsar sagðir hafa skipulagt valdarán Líkur hafa þó verið leiddar að því að um valdatafl núverandi krónprins ríkisins sé að ræða. 7. mars 2020 20:23 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins. Átján sádi-arabískir ríkisborgarar eru ákærðir fyrir morð að yfirlögðu ráði og tveir fyrir að „hvetja til“ morðs, að sögn DHA-frétastofunnar tyrknesku. Frekari upplýsingar um ákærurnar liggja ekki fyrir. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi. Hann bjó í Bandaríkjunum í sjálfskipaðri útlegð og skrifaði pistla fyrir Washington Post sem voru gagnrýnir á stjórnvöld í heimalandi hans. Khashoggi var myrtur og lík hans bútað niður þegar hann leitaði til ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl til að sækja skjöl svo að hann gæti gift sig í október árið 2018. Lík hans hefur aldrei fundist. Sjá einnig: Fimm dæmdir til dauða vegna morðsins á Jamal Khashoggi Stjórnvöld í Sádi-Arabíu þóttust lengi framan af ekki vita um afdrif Khashoggi en viðurkenndu um síðir að hann hefði látið lífið á ræðisskrifstofunni. Hluti af fimmtán manna teymi sem var sent til Istanbúl var dregið fyrir dóm í Sádi-Arabíu vegna dauða Khashoggi. Saksóknarar þar fullyrtu að morðið hefði verið að þeirra eigin frumkvæði. Fimm þeirra sem voru ákærðir voru dæmdir til dauða í desember. Niðurstöður rannsakanda Sameinuðu þjóðanna benda til þess að í teyminu hafi verið réttarmeinafræðingur, leyniþjónustumenn, liðsmenn öryggissveita og einstaklingar sem unnu fyrir skrifstofu Salman krónprins. Morðið á Khashoggi hafi verið aftaka „utan dóms og laga“.
Morðið á Khashoggi Tyrkland Sádi-Arabía Tengdar fréttir Handteknir prinsar sagðir hafa skipulagt valdarán Líkur hafa þó verið leiddar að því að um valdatafl núverandi krónprins ríkisins sé að ræða. 7. mars 2020 20:23 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Handteknir prinsar sagðir hafa skipulagt valdarán Líkur hafa þó verið leiddar að því að um valdatafl núverandi krónprins ríkisins sé að ræða. 7. mars 2020 20:23