Stúdentar krefjast réttinda til atvinnuleysisbóta Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2020 16:05 Vísir_Vilhelm Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) krefjast þess að stúdentum verði gefinn kostur á að sækja um atvinnuleysisbætur yfir sumartímann í ljósi stöðunnar sem uppi er vegna kórónuveirunnar. Í ályktun LÍS segir: „Breytingar vegna minnkaðs starfshlutfalls ná aðeins til þeirra stúdenta sem eru nú þegar í starfi en lækka í starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná ekki til þeirra sem eru í þann mund að sækja um störf fyrir sumarið eða voru í minna en 45% starfi nú þegar.“ Sigrún Jónsdóttir forseti LÍS. Til þess að stúdentar geti haldið eðlilegri námsframvindu áfram verður að bregðast við umræddum tekjumissi með því að gefa stúdentum kost á því að sækja um atvinnuleysisbætur yfir sumartímann Samtökin lýsa ánægju með það að stúdentar séu nú teknir með í reikninginn þegar komi að minnkuðu starfshlutfalli en stúdentar fái nú að nýta sér hlutastarfaleiðina eins og aðrir haldist starfshlutfall þeirra hærra en 25%. Í tilkynningu frá LÍS segir að eftir sitj áhyggjur um skert framboð á sumarstörfum og aukið atvinnuleysi. Ef stúdentar missi af tekjuöflun yfir sumartímann geti það reynst þeim erfitt að halda eðlilegri námsframvindu áfram. Því þykir LÍS nauðsynlegt að stúdentar fái að sækja um atvinnuleysisbætur eins og aðrir samfélagsþegnar yfir sumartímann, en stúdentar eigi almennt ekki rétt á atvinnuleysisbótum. LÍS hafi óskað eftir fundi með bæði félags- og fjármálaráðherra til að ræða málið nánar og vonandi komist að farsælli lausn fyrir stúdenta á landsvísu. Skóla - og menntamál Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira
Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) krefjast þess að stúdentum verði gefinn kostur á að sækja um atvinnuleysisbætur yfir sumartímann í ljósi stöðunnar sem uppi er vegna kórónuveirunnar. Í ályktun LÍS segir: „Breytingar vegna minnkaðs starfshlutfalls ná aðeins til þeirra stúdenta sem eru nú þegar í starfi en lækka í starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná ekki til þeirra sem eru í þann mund að sækja um störf fyrir sumarið eða voru í minna en 45% starfi nú þegar.“ Sigrún Jónsdóttir forseti LÍS. Til þess að stúdentar geti haldið eðlilegri námsframvindu áfram verður að bregðast við umræddum tekjumissi með því að gefa stúdentum kost á því að sækja um atvinnuleysisbætur yfir sumartímann Samtökin lýsa ánægju með það að stúdentar séu nú teknir með í reikninginn þegar komi að minnkuðu starfshlutfalli en stúdentar fái nú að nýta sér hlutastarfaleiðina eins og aðrir haldist starfshlutfall þeirra hærra en 25%. Í tilkynningu frá LÍS segir að eftir sitj áhyggjur um skert framboð á sumarstörfum og aukið atvinnuleysi. Ef stúdentar missi af tekjuöflun yfir sumartímann geti það reynst þeim erfitt að halda eðlilegri námsframvindu áfram. Því þykir LÍS nauðsynlegt að stúdentar fái að sækja um atvinnuleysisbætur eins og aðrir samfélagsþegnar yfir sumartímann, en stúdentar eigi almennt ekki rétt á atvinnuleysisbótum. LÍS hafi óskað eftir fundi með bæði félags- og fjármálaráðherra til að ræða málið nánar og vonandi komist að farsælli lausn fyrir stúdenta á landsvísu.
Skóla - og menntamál Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira