Stúdentar krefjast réttinda til atvinnuleysisbóta Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2020 16:05 Vísir_Vilhelm Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) krefjast þess að stúdentum verði gefinn kostur á að sækja um atvinnuleysisbætur yfir sumartímann í ljósi stöðunnar sem uppi er vegna kórónuveirunnar. Í ályktun LÍS segir: „Breytingar vegna minnkaðs starfshlutfalls ná aðeins til þeirra stúdenta sem eru nú þegar í starfi en lækka í starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná ekki til þeirra sem eru í þann mund að sækja um störf fyrir sumarið eða voru í minna en 45% starfi nú þegar.“ Sigrún Jónsdóttir forseti LÍS. Til þess að stúdentar geti haldið eðlilegri námsframvindu áfram verður að bregðast við umræddum tekjumissi með því að gefa stúdentum kost á því að sækja um atvinnuleysisbætur yfir sumartímann Samtökin lýsa ánægju með það að stúdentar séu nú teknir með í reikninginn þegar komi að minnkuðu starfshlutfalli en stúdentar fái nú að nýta sér hlutastarfaleiðina eins og aðrir haldist starfshlutfall þeirra hærra en 25%. Í tilkynningu frá LÍS segir að eftir sitj áhyggjur um skert framboð á sumarstörfum og aukið atvinnuleysi. Ef stúdentar missi af tekjuöflun yfir sumartímann geti það reynst þeim erfitt að halda eðlilegri námsframvindu áfram. Því þykir LÍS nauðsynlegt að stúdentar fái að sækja um atvinnuleysisbætur eins og aðrir samfélagsþegnar yfir sumartímann, en stúdentar eigi almennt ekki rétt á atvinnuleysisbótum. LÍS hafi óskað eftir fundi með bæði félags- og fjármálaráðherra til að ræða málið nánar og vonandi komist að farsælli lausn fyrir stúdenta á landsvísu. Skóla - og menntamál Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) krefjast þess að stúdentum verði gefinn kostur á að sækja um atvinnuleysisbætur yfir sumartímann í ljósi stöðunnar sem uppi er vegna kórónuveirunnar. Í ályktun LÍS segir: „Breytingar vegna minnkaðs starfshlutfalls ná aðeins til þeirra stúdenta sem eru nú þegar í starfi en lækka í starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná ekki til þeirra sem eru í þann mund að sækja um störf fyrir sumarið eða voru í minna en 45% starfi nú þegar.“ Sigrún Jónsdóttir forseti LÍS. Til þess að stúdentar geti haldið eðlilegri námsframvindu áfram verður að bregðast við umræddum tekjumissi með því að gefa stúdentum kost á því að sækja um atvinnuleysisbætur yfir sumartímann Samtökin lýsa ánægju með það að stúdentar séu nú teknir með í reikninginn þegar komi að minnkuðu starfshlutfalli en stúdentar fái nú að nýta sér hlutastarfaleiðina eins og aðrir haldist starfshlutfall þeirra hærra en 25%. Í tilkynningu frá LÍS segir að eftir sitj áhyggjur um skert framboð á sumarstörfum og aukið atvinnuleysi. Ef stúdentar missi af tekjuöflun yfir sumartímann geti það reynst þeim erfitt að halda eðlilegri námsframvindu áfram. Því þykir LÍS nauðsynlegt að stúdentar fái að sækja um atvinnuleysisbætur eins og aðrir samfélagsþegnar yfir sumartímann, en stúdentar eigi almennt ekki rétt á atvinnuleysisbótum. LÍS hafi óskað eftir fundi með bæði félags- og fjármálaráðherra til að ræða málið nánar og vonandi komist að farsælli lausn fyrir stúdenta á landsvísu.
Skóla - og menntamál Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira