Nýyrði á fordæmalausum tímum: Kóviti, koviðmágur og smitskömm Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2020 14:00 Sóttkví og Samgöngubann prýddi forsíðu fylgirits Fréttablaðsins í dag og vakti athygli. Fordæmalausir tímar kalla á fordæmalausar aðgerðir, og í einhverjum tilvikum á fordæmalaus orð. Á kórónaveirutímum er samfélagið undirlagt fréttum af veirunni sem hefur áhrif á alla. Meira að segja tungumálið okkar. Svo mikið er rætt um kórónuveiruna að nýyrði verða til. Sum orðin gætu verið komin til að vera á meðan önnur fá fólk til að brosa en munu svo líklega hverfa með veirunni, sem fyrst hugsa eflaust flestir. Hér verður stiklað á stóru í orðum sem eru farin að skjóta upp kollinum í umræðu, samfélagsmiðlum og ummælakerfunum. Sóttkvíði Sá kvíði sem skapast meðal fólks vegna ástandsins. Dæmi: „Gunna frænka er með svo mikinn sóttkvíða að hún er að fara yfir um!“ Kóviti Sjálfskipaður sérfræðingur í veirufræðum sem lætur hátt í sér heyra og veit betur en aðrir. Dæmi: „Þú ert nú meiri kóvitinn!“ In Iceland we invented a new noun "Kóviti" in which I here by going to make the official translation to English be a new noun "Coviac" #CoviacCoviac is a person that knows better than the #CDC— Jóhann B Guðmundsson (@johannbg) March 24, 2020 Sótthvíld Einstaklingur orðinn þreyttur á ástandinu, jafnvel verið undir miklu álagi og fær kærkomna hvíld á veirutímum. Dæmi: „Ég er alveg búinn á því eftir vikuna elskan. Ég held við ættum að skella okkur upp í bústað í sótthvíld.“ Koviðmágur Einstaklingur sem smitar mann sem smitar svo annan mann. Sá fyrsti og síðasti eru þar með orðnir koviðmágar. Vísar til tengsla tveggja karlmanna sem sænga hjá sömu konu. Dæmi: „Heyrðu, vissirðu að Siggi og Kobbi eru koviðmágar?“ Einstaklingur sem smitar mann, sem smitar svo annan mann, er koviðmágur þess síðastnefnda.— Konrad Jonsson (@konradj) March 20, 2020 Faðmflótti Lýsir því ástandi þegar fólk þarf að viðhalda tveggja metra reglu sem eðlilega felur í sér að fólk getur ekki knúsast eins og venjulega. Dæmi: Fólk veltir fyrir sér hvort faðmflótti muni verða áfram ríkjandi í samfélaginu þegar kórónuveiran heyrir sögunni til. Kórónotatilfinning Óþægileg tilfinning vegna fregna af kórónaveirunni. Dæmi: „Ég er með kórónotatilfinningu vegna stöðunnar.“ Smitskömm Að skammast sín fyrir að vera smitaður af kórónuveirunni. Dæmi: Frosti upplifði mikla smitskömm og lét engan vita að hann væri smitaður af kórónuveirunni. Cofit Heimaæfingar stundaðar í ástandinu ætlaðar að koma manni í betra líkamlegt form. Á rætur að rekja til Crossfit. Dæmi: Velkomin í Cofit dagsins. Í dag ætlum við að vinna með æfingar þar sem við notum sófann okkar, tvo stóla og þrjár fullar tveggja lítra vatnsflöskur. Samgöngubann Ekki nýtt orð en notað daglega fyrir misskilning þegar fólk ætlar sér að segja samkomubann. Misskilningurinn náði hæstu hæðum í fylgiriti Fréttablaðsins í dag þar sem forsíðan var skreytt tveimur orðum; sóttkví og samgöngubann. Ritstjóri Fréttablaðsins baðst afsökunar á misskilningnum á vef Fréttablaðsins og útskýrði að auðvitað hefði átt að standa samkomubann. Ekki skera niður í próförkinni þegar kreppir að... pic.twitter.com/MtmvyYCuF8— Fanney Birna (@fanneybj) March 24, 2020 Hefurðu heyrt um fleiri nýyrði? Láttu okkur vita í ummælakerfinu að neðan eða sendu okkur tölvupóst á ritstjorn@visir.is. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Íslenska á tækniöld Samkomubann á Íslandi Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Fordæmalausir tímar kalla á fordæmalausar aðgerðir, og í einhverjum tilvikum á fordæmalaus orð. Á kórónaveirutímum er samfélagið undirlagt fréttum af veirunni sem hefur áhrif á alla. Meira að segja tungumálið okkar. Svo mikið er rætt um kórónuveiruna að nýyrði verða til. Sum orðin gætu verið komin til að vera á meðan önnur fá fólk til að brosa en munu svo líklega hverfa með veirunni, sem fyrst hugsa eflaust flestir. Hér verður stiklað á stóru í orðum sem eru farin að skjóta upp kollinum í umræðu, samfélagsmiðlum og ummælakerfunum. Sóttkvíði Sá kvíði sem skapast meðal fólks vegna ástandsins. Dæmi: „Gunna frænka er með svo mikinn sóttkvíða að hún er að fara yfir um!“ Kóviti Sjálfskipaður sérfræðingur í veirufræðum sem lætur hátt í sér heyra og veit betur en aðrir. Dæmi: „Þú ert nú meiri kóvitinn!“ In Iceland we invented a new noun "Kóviti" in which I here by going to make the official translation to English be a new noun "Coviac" #CoviacCoviac is a person that knows better than the #CDC— Jóhann B Guðmundsson (@johannbg) March 24, 2020 Sótthvíld Einstaklingur orðinn þreyttur á ástandinu, jafnvel verið undir miklu álagi og fær kærkomna hvíld á veirutímum. Dæmi: „Ég er alveg búinn á því eftir vikuna elskan. Ég held við ættum að skella okkur upp í bústað í sótthvíld.“ Koviðmágur Einstaklingur sem smitar mann sem smitar svo annan mann. Sá fyrsti og síðasti eru þar með orðnir koviðmágar. Vísar til tengsla tveggja karlmanna sem sænga hjá sömu konu. Dæmi: „Heyrðu, vissirðu að Siggi og Kobbi eru koviðmágar?“ Einstaklingur sem smitar mann, sem smitar svo annan mann, er koviðmágur þess síðastnefnda.— Konrad Jonsson (@konradj) March 20, 2020 Faðmflótti Lýsir því ástandi þegar fólk þarf að viðhalda tveggja metra reglu sem eðlilega felur í sér að fólk getur ekki knúsast eins og venjulega. Dæmi: Fólk veltir fyrir sér hvort faðmflótti muni verða áfram ríkjandi í samfélaginu þegar kórónuveiran heyrir sögunni til. Kórónotatilfinning Óþægileg tilfinning vegna fregna af kórónaveirunni. Dæmi: „Ég er með kórónotatilfinningu vegna stöðunnar.“ Smitskömm Að skammast sín fyrir að vera smitaður af kórónuveirunni. Dæmi: Frosti upplifði mikla smitskömm og lét engan vita að hann væri smitaður af kórónuveirunni. Cofit Heimaæfingar stundaðar í ástandinu ætlaðar að koma manni í betra líkamlegt form. Á rætur að rekja til Crossfit. Dæmi: Velkomin í Cofit dagsins. Í dag ætlum við að vinna með æfingar þar sem við notum sófann okkar, tvo stóla og þrjár fullar tveggja lítra vatnsflöskur. Samgöngubann Ekki nýtt orð en notað daglega fyrir misskilning þegar fólk ætlar sér að segja samkomubann. Misskilningurinn náði hæstu hæðum í fylgiriti Fréttablaðsins í dag þar sem forsíðan var skreytt tveimur orðum; sóttkví og samgöngubann. Ritstjóri Fréttablaðsins baðst afsökunar á misskilningnum á vef Fréttablaðsins og útskýrði að auðvitað hefði átt að standa samkomubann. Ekki skera niður í próförkinni þegar kreppir að... pic.twitter.com/MtmvyYCuF8— Fanney Birna (@fanneybj) March 24, 2020 Hefurðu heyrt um fleiri nýyrði? Láttu okkur vita í ummælakerfinu að neðan eða sendu okkur tölvupóst á ritstjorn@visir.is.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Íslenska á tækniöld Samkomubann á Íslandi Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira