Forseti ÍSÍ: Minni stuðningur við íþróttir frá atvinnulífinu á hverju ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2020 15:44 Íslenski hópurinn sem tók þátt í Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. Getty/Paul Gilham Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, var gestur Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í Sportinu í dag og þar voru fjármál íþróttahreyfingarinnar til umræðu. Forseti ÍSÍ hefur ekki aðeins áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar heldur einnig af því að fjármögnun íþróttahreyfingarnar hefur gengið verr og verr á undanförnum árum. Ástandið er hins vegar mjög slæmt eftir að íþróttasambönd hafa þurft að fresta leikjum og mótum þegar hápunkturinn var að fara í gang hjá þeim mörgum. 750 milljónir eiga að fara af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar í menningu og íþróttir og Lárus heldur að íþróttahreyfingin fái tæplega helminginn af því. „Við fáum einhverja sneið af þessum 750 milljónum. Við verðum að sjá til hvað það verður mikið en ég myndi halda að það yrði innan við helmingur sem eru 200 til 300 milljónir,“ sagði Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. En er það ekki langt frá því að vera nóg? „Við höfum ekki ennþá komist í þá vinnu að kanna hvaða tjóni þessi veirufaraldur hefur valdið. Við eigum fund seinni partinn í dag þar sem við munum ræða þessi mál og skoða hvernig við eigum að tækla vinnuna í kringum þetta. Það er fyrst núna sem við komum til þess að funda,“ sagði Lárus Blöndal. „Hvernig greinir ÍSÍ fjárþörfina og hvar hún liggur. Eru einhverjar aðferðir til sem hægt er að gríða til,“ spurði Kjartan Atli. „Það er ýmislegt hægt að gera en við erum að hittast meðal annars til að ákveða hvernig væri einfaldast að vinna þetta. Við erum með 1300 einingar í okkar íþróttahreyfingu. Það er töluverð vinna að skoða hverja og eina. Við munum líka horfa til þess hvernig nágrannar okkar eru að vinna þetta,“ sagði Lárus. „En hvernig er hljóðið í hreyfingunni? Orðið sem ég heyri þegar ég ræði við fólk úr íþróttahreyfingunni er gjaldþrot. Þetta er grafalvarleg staða sem er komin upp,“ sagði Kjartan Atli. „Það er alveg ljóst og kannski líka af öðrum ástæðum en út af veirunni. Það hefur gengið mun verr að fá fjármagna frá fyrirtækjum til stuðnings íþróttahreyfingarinnar. Það hefur farið versnandi á síðustu árum,“ sagði Lárus. „Við sjáum það í umsóknum og afgreiðslu Afrekssjóðs að stuðningurinn fer lækkandi ár frá ári frá atvinnulífinu og það er kannski megin vandamálið. Við höfum verið að velta því fyrir okkur hvernig við getum tæklað það,“ sagði Lárus Blöndal. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, var gestur Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í Sportinu í dag og þar voru fjármál íþróttahreyfingarinnar til umræðu. Forseti ÍSÍ hefur ekki aðeins áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar heldur einnig af því að fjármögnun íþróttahreyfingarnar hefur gengið verr og verr á undanförnum árum. Ástandið er hins vegar mjög slæmt eftir að íþróttasambönd hafa þurft að fresta leikjum og mótum þegar hápunkturinn var að fara í gang hjá þeim mörgum. 750 milljónir eiga að fara af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar í menningu og íþróttir og Lárus heldur að íþróttahreyfingin fái tæplega helminginn af því. „Við fáum einhverja sneið af þessum 750 milljónum. Við verðum að sjá til hvað það verður mikið en ég myndi halda að það yrði innan við helmingur sem eru 200 til 300 milljónir,“ sagði Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. En er það ekki langt frá því að vera nóg? „Við höfum ekki ennþá komist í þá vinnu að kanna hvaða tjóni þessi veirufaraldur hefur valdið. Við eigum fund seinni partinn í dag þar sem við munum ræða þessi mál og skoða hvernig við eigum að tækla vinnuna í kringum þetta. Það er fyrst núna sem við komum til þess að funda,“ sagði Lárus Blöndal. „Hvernig greinir ÍSÍ fjárþörfina og hvar hún liggur. Eru einhverjar aðferðir til sem hægt er að gríða til,“ spurði Kjartan Atli. „Það er ýmislegt hægt að gera en við erum að hittast meðal annars til að ákveða hvernig væri einfaldast að vinna þetta. Við erum með 1300 einingar í okkar íþróttahreyfingu. Það er töluverð vinna að skoða hverja og eina. Við munum líka horfa til þess hvernig nágrannar okkar eru að vinna þetta,“ sagði Lárus. „En hvernig er hljóðið í hreyfingunni? Orðið sem ég heyri þegar ég ræði við fólk úr íþróttahreyfingunni er gjaldþrot. Þetta er grafalvarleg staða sem er komin upp,“ sagði Kjartan Atli. „Það er alveg ljóst og kannski líka af öðrum ástæðum en út af veirunni. Það hefur gengið mun verr að fá fjármagna frá fyrirtækjum til stuðnings íþróttahreyfingarinnar. Það hefur farið versnandi á síðustu árum,“ sagði Lárus. „Við sjáum það í umsóknum og afgreiðslu Afrekssjóðs að stuðningurinn fer lækkandi ár frá ári frá atvinnulífinu og það er kannski megin vandamálið. Við höfum verið að velta því fyrir okkur hvernig við getum tæklað það,“ sagði Lárus Blöndal.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira