LeBron vill vera hluti af Lakers það sem eftir er Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. mars 2020 10:45 LeBron hefur verið frábær í liði Lakers í vetur. Nú svarar hann spurningum aðdáenda til að drepa tímann. Chris Elise/NBAE/Getty Images LeBron James þarf vart að kynna fyrir almenningi, hann er einn ótrúlegasti körfuboltamaður allra tíma og einn albesti íþróttamaður samtímans. Hann er sem stendur leikmaður Los Angeles Lakers og stefnir á að vera það þangað til ferlinum lýkur. LeBron, líkt og aðrir leikmenn NBA-deildarinnar, er í fríi frá æfingum sem og leikjum vegna COVID-19. Nýtir hann tímann til að svara spurningum aðdáanda á samfélagsmiðlum. Þar ræddi hann uppáhalds knattspyrnumenn sína, með hvaða liði í NBA deildinni hann myndi aldrei spila og margt fleira. Vefmiðillinn Clutch Points tók saman svörin en þau má sjá hér að neðan. Ljóst er að það er nóg um að vera á heimili hins 35 ára gamla LeBron en í myndböndunum má heyra tónlist óma sem og í krökkunum hans öskrandi í bakgrunn en LeBron er þriggja barna faðir. LeBron segir að allir leikmenn Liverpool séu í uppáhaldi en hann á hlut í félaginu svo það kom ekki á óvart. Þá nefnir hann Kylian Mbappé og Neymar [leikmenn Paris Saint-Germain] og Cristiano Ronaldo [leikmann Juventus]. Það er ekki fyrr en Savannah Brinsin, eiginkona LeBron, nefnir Lionel Messi [leikmann Barcelona] sem hann nefnir Argentínumanninn knáa. Þegar kemur að því að svara hvaða liði hann myndi aldrei spila með þá hugsar LeBron sig um áður en hann svarar. Aðdáendur Lakers eru eflaust himinlifandi með svarið sem hann gaf en eftir erfið ár virðist LeBron loks hafa rifið liðið upp í hæstu hæðir, þar sem það á að vera. „Ég er enn að spila og verð að halda öllum möguleikum opnum, en ég get sagt ykkur það að ég vill ekki fara neitt. Ég vill vera Laker það sem eftir lifir.“ LeBron reacts to question on 'NBA team he'd never play for' pic.twitter.com/IgpOhRQjSE— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) March 20, 2020 Þegar stöðva þurfti NBA-deildina vegna COVID-19 var Los Angeles Lakers í efsta sæti Vesturdeildarinnar með 49 sigra og 14 töp. LeBron fór fyrir liðinu en hann var að meðaltali með 25.7 stig í leik ásamt því að gefa 10.6 stoðsendingar og taka 7.9 fráköst. Körfubolti NBA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
LeBron James þarf vart að kynna fyrir almenningi, hann er einn ótrúlegasti körfuboltamaður allra tíma og einn albesti íþróttamaður samtímans. Hann er sem stendur leikmaður Los Angeles Lakers og stefnir á að vera það þangað til ferlinum lýkur. LeBron, líkt og aðrir leikmenn NBA-deildarinnar, er í fríi frá æfingum sem og leikjum vegna COVID-19. Nýtir hann tímann til að svara spurningum aðdáanda á samfélagsmiðlum. Þar ræddi hann uppáhalds knattspyrnumenn sína, með hvaða liði í NBA deildinni hann myndi aldrei spila og margt fleira. Vefmiðillinn Clutch Points tók saman svörin en þau má sjá hér að neðan. Ljóst er að það er nóg um að vera á heimili hins 35 ára gamla LeBron en í myndböndunum má heyra tónlist óma sem og í krökkunum hans öskrandi í bakgrunn en LeBron er þriggja barna faðir. LeBron segir að allir leikmenn Liverpool séu í uppáhaldi en hann á hlut í félaginu svo það kom ekki á óvart. Þá nefnir hann Kylian Mbappé og Neymar [leikmenn Paris Saint-Germain] og Cristiano Ronaldo [leikmann Juventus]. Það er ekki fyrr en Savannah Brinsin, eiginkona LeBron, nefnir Lionel Messi [leikmann Barcelona] sem hann nefnir Argentínumanninn knáa. Þegar kemur að því að svara hvaða liði hann myndi aldrei spila með þá hugsar LeBron sig um áður en hann svarar. Aðdáendur Lakers eru eflaust himinlifandi með svarið sem hann gaf en eftir erfið ár virðist LeBron loks hafa rifið liðið upp í hæstu hæðir, þar sem það á að vera. „Ég er enn að spila og verð að halda öllum möguleikum opnum, en ég get sagt ykkur það að ég vill ekki fara neitt. Ég vill vera Laker það sem eftir lifir.“ LeBron reacts to question on 'NBA team he'd never play for' pic.twitter.com/IgpOhRQjSE— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) March 20, 2020 Þegar stöðva þurfti NBA-deildina vegna COVID-19 var Los Angeles Lakers í efsta sæti Vesturdeildarinnar með 49 sigra og 14 töp. LeBron fór fyrir liðinu en hann var að meðaltali með 25.7 stig í leik ásamt því að gefa 10.6 stoðsendingar og taka 7.9 fráköst.
Körfubolti NBA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum