Erlent

Kántrígoðsögnin Kenny Rogers látin

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kenny Rogers á sviði í Tennessee árið 2017.
Kenny Rogers á sviði í Tennessee árið 2017. Vísir/Vilhelm

Bandaríski kántrísöngvarinn Kenny Rogers er látinn, 81 árs að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu hans, þar sem segir að hann hafi fallið friðsamlega frá á heimili sínu.

Frægðarsól Rogers skein skærast á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, þegar hann trónaði ítrekað á toppi vinsældarlista. Hann er einna þekktastur fyrir tilfinningaríkar ballöður sínar, til að mynda The Gambler, Lucille og Coward of The County.

Rogers vann þrenn Grammy-verðlaun á yfir sextíu ára ferli. Hann var innvígður inn í hina bandarísku Frægðarhöll kántrítónlistar árið 2013 og hlaut heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til tónlistar frá bandaríska kántrítónlistarsambandinu (e. Country Music Association) sama ár.

Þá er Rogers einnig minnst sem afkastamikils viðskiptamanns en hann fjárfesti m.a. í fasteigna- og veitingageiranum. Hann var kvæntur fimm sinnum og átti fimm börn.

Hér að neðan má hlýða á lagið Island in the Stream í flutningi Rogers og bandarísku kántrísöngkonunnar Dolly Parton. Lagið náði gríðarlegum vinsældum þegar það kom út árið 1983.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×