„Þetta er nákvæmlega sú kynslóð sem vill aldrei vera byrði“ Eiður Þór Árnason skrifar 20. mars 2020 10:51 Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. Vísir Mikilvægt er að aðstandendur geri sér grein fyrir því að margir eldri borgarar vilji ekki vera byrði og forðist jafnvel að óska eftir aðstoð ef á þarf að halda. Þetta eigi einkum við um þá sem búi einir og eru sérstaklega einangraðir á tímum kórónuveirunnar. Þetta segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, sem hvetur eldri borgara til þess að nýta sér tæknina í auknum mæli. Rætt var við hana um stöðu þessa hóps í morgunþættinum Bítinu í dag. Tíu þúsund eldri borgarar búa einir Þórunn minnir á að um sé að ræða fólk allt frá sextugu upp í hundrað ára og því sé um að ræða fjölbreyttan hóp þar sem aðstæður eru misjafnar. Nú séu til að mynda tíu þúsund manns á þessum aldri sem búi einir og þau upplifi mörg óöryggi á þessum óvenjulegum tímum. Aðstandendur þurfi að vera meðvitaðir um það að fólk sé misduglegt að óska eftir hjálp. „Það segir „það er allt í lagi hjá mér“ við börnin sín og maður þarf að vera svolítill sálfræðingur til að segja „heyrðu ég ætla nú samt að gá í ísskápinn, er alveg örugglega eitthvað til?“ Ég þekki mörg svona dæmi þar sem er sagt „neineinei ég ætla bara að panta mér mat þarna og þarna“ en svo gerist það ekki.“ „Þetta er nákvæmlega sú kynslóð sem vill aldrei vera byrði, það er bara ekki til í þeirra orðabók.“ Hafa varla undan að senda út kennsluefni á spjaldtölvur Þórunn segir mikilvægt að fólk nýti sér tæknina til samskipta á meðan margir eldri borgarar hafi nú færri tækifæri til þess að hitta aðstandendur sína og taka þátt í tómstundastarfi. Dæmi séu um að hjúkrunarheimili notist nú í auknum mæli við spjaldtölvur í þeim tilgangi að hjálpa heimilisfólkinu að hafa samband við sína nánustu og að félög eldri borgara leggi áherslu á að fólk nýti tímann til að læra á slíkar tölvur. Áhugi á tölvukennsluefni félagsins hefur samhliða því aukist að undanförnu og hafa starfsmenn Landssambands eldri borgara varla undan að koma heftunum í póst. „Fólk segir „við ætlum að komast þessa leið, við ætlum ekki að láta hindra okkur“ eins og að geta pantað mat, lesið stuttar fréttir og séð myndir af barnabörnunum sínum eða tala við nágrannann.“ Að sögn Þórunnar er notast við svonefnda velferðartækni í miklum mæli í nágrannalöndum okkar og spjaldtölvur til dæmis notaðar af félagsþjónustu til að ræða við fólk sem býr eitt heima. Sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg séu nú að feta þessu sömu leið. Góð hreyfing og næring mikilvæg nú sem endranær Hreyfing er ekki síður mikilvæg í því ástandi sem nú ríkir og segir Þórunn að það gangi ótrúlega vel að koma þeim skilaboðum til þessa hóps. Eldri borgurum sem hreyfi sig reglulega, til að mynda með göngutúrum, fari nú fjölgandi. „En það er líka einn og einn sem verður fyrir kvíða og fer jafnvel ekki á fætur og ég hef áhyggjur af því. Við höfum líka áhyggjur af næringunni.“ Einnig sé mikilvægt að passa að drukkið sé nóg af vatni en að sögn Þórunnar minnkar tilfinningin fyrir þorsta þegar fólk eldist. Hrannast inn til að bjóða fram aðstoð Þórunn segir að það sé gott að hugsa til þess að fjölmargir hafi nú samband við samtökin og bjóði fram aðstoð sína. Einnig er búið að stofna hóp á Facebook sem ber nafnið Hjálpum fólki í áhættufólki þar sem fólk hrannast inn sem sé tilbúið að hjálpa öðrum. „Það eru líka fleiri hjálparhópar komnir sem segja „við viljum gera eitthvað fyrir aðra“ og það er bara mál málanna að við tökum öll höndum saman, því þetta stríð vinnst ekki öðruvísi en þannig.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Bítið Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Titringur á Alþingi Innlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Mikilvægt er að aðstandendur geri sér grein fyrir því að margir eldri borgarar vilji ekki vera byrði og forðist jafnvel að óska eftir aðstoð ef á þarf að halda. Þetta eigi einkum við um þá sem búi einir og eru sérstaklega einangraðir á tímum kórónuveirunnar. Þetta segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, sem hvetur eldri borgara til þess að nýta sér tæknina í auknum mæli. Rætt var við hana um stöðu þessa hóps í morgunþættinum Bítinu í dag. Tíu þúsund eldri borgarar búa einir Þórunn minnir á að um sé að ræða fólk allt frá sextugu upp í hundrað ára og því sé um að ræða fjölbreyttan hóp þar sem aðstæður eru misjafnar. Nú séu til að mynda tíu þúsund manns á þessum aldri sem búi einir og þau upplifi mörg óöryggi á þessum óvenjulegum tímum. Aðstandendur þurfi að vera meðvitaðir um það að fólk sé misduglegt að óska eftir hjálp. „Það segir „það er allt í lagi hjá mér“ við börnin sín og maður þarf að vera svolítill sálfræðingur til að segja „heyrðu ég ætla nú samt að gá í ísskápinn, er alveg örugglega eitthvað til?“ Ég þekki mörg svona dæmi þar sem er sagt „neineinei ég ætla bara að panta mér mat þarna og þarna“ en svo gerist það ekki.“ „Þetta er nákvæmlega sú kynslóð sem vill aldrei vera byrði, það er bara ekki til í þeirra orðabók.“ Hafa varla undan að senda út kennsluefni á spjaldtölvur Þórunn segir mikilvægt að fólk nýti sér tæknina til samskipta á meðan margir eldri borgarar hafi nú færri tækifæri til þess að hitta aðstandendur sína og taka þátt í tómstundastarfi. Dæmi séu um að hjúkrunarheimili notist nú í auknum mæli við spjaldtölvur í þeim tilgangi að hjálpa heimilisfólkinu að hafa samband við sína nánustu og að félög eldri borgara leggi áherslu á að fólk nýti tímann til að læra á slíkar tölvur. Áhugi á tölvukennsluefni félagsins hefur samhliða því aukist að undanförnu og hafa starfsmenn Landssambands eldri borgara varla undan að koma heftunum í póst. „Fólk segir „við ætlum að komast þessa leið, við ætlum ekki að láta hindra okkur“ eins og að geta pantað mat, lesið stuttar fréttir og séð myndir af barnabörnunum sínum eða tala við nágrannann.“ Að sögn Þórunnar er notast við svonefnda velferðartækni í miklum mæli í nágrannalöndum okkar og spjaldtölvur til dæmis notaðar af félagsþjónustu til að ræða við fólk sem býr eitt heima. Sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg séu nú að feta þessu sömu leið. Góð hreyfing og næring mikilvæg nú sem endranær Hreyfing er ekki síður mikilvæg í því ástandi sem nú ríkir og segir Þórunn að það gangi ótrúlega vel að koma þeim skilaboðum til þessa hóps. Eldri borgurum sem hreyfi sig reglulega, til að mynda með göngutúrum, fari nú fjölgandi. „En það er líka einn og einn sem verður fyrir kvíða og fer jafnvel ekki á fætur og ég hef áhyggjur af því. Við höfum líka áhyggjur af næringunni.“ Einnig sé mikilvægt að passa að drukkið sé nóg af vatni en að sögn Þórunnar minnkar tilfinningin fyrir þorsta þegar fólk eldist. Hrannast inn til að bjóða fram aðstoð Þórunn segir að það sé gott að hugsa til þess að fjölmargir hafi nú samband við samtökin og bjóði fram aðstoð sína. Einnig er búið að stofna hóp á Facebook sem ber nafnið Hjálpum fólki í áhættufólki þar sem fólk hrannast inn sem sé tilbúið að hjálpa öðrum. „Það eru líka fleiri hjálparhópar komnir sem segja „við viljum gera eitthvað fyrir aðra“ og það er bara mál málanna að við tökum öll höndum saman, því þetta stríð vinnst ekki öðruvísi en þannig.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Bítið Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Titringur á Alþingi Innlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira