Erlent

Níu manns nú látnir í Dan­mörku

Atli Ísleifsson skrifar
Tómar götur í Kaupmannahöfn.
Tómar götur í Kaupmannahöfn. AP

Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa greint frá því að þrír til viðbótar hafi látist af völdum kórónuveirunnar í landinu. Alls hafa því verið skráð níu dauðsföll af völdum veirunnar í landinu.

Alls hafa 1.226 manns greinst með kórónuveirusmit í Danmörku. Fjöldinn var 1.132 í gær. Þó sé talið að raunverulegur fjöldi smitaðra kunni að vera umtalsvert hærri.

Í Færeyjunum hafa nú áttatíu manns greinst með kórónuveirusmit, en fjöldinn var 72 í gær.

Í Svíþjóð eru ellefu manns nú látnir af völdum kórónuveirunnar og tæplega 1.500 manns greinst með smit. Í Noregi eru sjö látnir og um 1.800 smitaðir. Í Finnlandi hafa um fjögur hundruð greinst með smit.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×