Vonar að ekki komi til þess að almennir borgarar verði kvaddir til starfa sem hjálparliðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. mars 2020 19:24 Ríkislögreglustjóri vonar að ekki komi til þess að almennir borgarar verði kvaddir til starfa sem hjálparliðar í þágu almannavarna. Reglugerð um endurgjaldslausa starfsskyldu samkvæmt lögum um almannavarnir var uppfærð í vikunni. Fyrr í vikunni birtist í stjórnartíðindum reglugerð þar sem meðal annars segir að á neyðarstigi almannavarna sé það borgaraleg skylda manna á aldrinum átján til sextíu og fimm ára að gegna, án endurgjalds, starfi hjálparliða almannavarna, samkvæmt fyrirmælum lögreglustjóra, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra. Sjá einnig: Ráðherra uppfærir reglur um starfsskyldu borgara á hættustundu Enginn má, samkvæmt reglugerðinni, tálma því að maður gegni starfi sem hann hefur verið kvaddur til í þágu almannavarna. Reglugerðin er þó ekki ný af nálinni heldur hefur ákvæði af þessum toga verið í gildi hér á landi í um fimmtíu ár. Tímasetningin er þó engin tilviljun. „Það er verið að uppfæra orðalag. Til dæmis er talað um í gömlu reglugerðinni orðalag eins og á hættustundu sem er kannski ekki samræmdur skilningur um á meðan við erum að vinna eftir neyðarstigi. Þannig okkur finnst fullkomlega eðlilegt að það hugtak færi inn í reglurnar. Þá eru allir viðbragðsaðilar og allir með það á hreinu nákvæmlega hvað það þýðir, vel skilgreint og lögbundið. Þannig þetta er í rauninni lagfæring og uppfærsla,“ segir Sigríður. En er útlit fyrir að það muni þurfa að nýta þetta ákvæði? „Við vonum bara innilega að það komi ekki til þess. Hins vegar vildum við hafa alla okkar reglu- og lagaumgjörð í lagi,“ svarar Sigríður. En ef til þessa kæmi, hvernig störf eru það sem fólk yrði fengið til þess að gegna? „Ég á kannski erfitt með að tjá mig um það á þessu stigi en þú sérð svo sem í hvað stefnir. Það er náttúrlega búið að búa til bakvarðasveit fyrir heilbrigðiskerfið og við höfum náttúrlega verið mjög lánsöm að hafa björgunarsveitir á Íslandi sem hafa verið að starfa við hlið lögreglu þétt árum saman. Þarna er kannski sambærilegur grunnur og það.“ Spurð út í líkindin við það þegar fólk er kvatt til herþjónustu, líkt og þekkist í öðrum löndum, svarar Sigríður Björk: „Þetta er búið að vera eins og ég segi, í fimmtíu ár, þetta er uppfærsla á reglugerð sem fyrir var. Enginn hernaðartilgangur, ekkert slíkt.“ Almannavarnir Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Ríkislögreglustjóri vonar að ekki komi til þess að almennir borgarar verði kvaddir til starfa sem hjálparliðar í þágu almannavarna. Reglugerð um endurgjaldslausa starfsskyldu samkvæmt lögum um almannavarnir var uppfærð í vikunni. Fyrr í vikunni birtist í stjórnartíðindum reglugerð þar sem meðal annars segir að á neyðarstigi almannavarna sé það borgaraleg skylda manna á aldrinum átján til sextíu og fimm ára að gegna, án endurgjalds, starfi hjálparliða almannavarna, samkvæmt fyrirmælum lögreglustjóra, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra. Sjá einnig: Ráðherra uppfærir reglur um starfsskyldu borgara á hættustundu Enginn má, samkvæmt reglugerðinni, tálma því að maður gegni starfi sem hann hefur verið kvaddur til í þágu almannavarna. Reglugerðin er þó ekki ný af nálinni heldur hefur ákvæði af þessum toga verið í gildi hér á landi í um fimmtíu ár. Tímasetningin er þó engin tilviljun. „Það er verið að uppfæra orðalag. Til dæmis er talað um í gömlu reglugerðinni orðalag eins og á hættustundu sem er kannski ekki samræmdur skilningur um á meðan við erum að vinna eftir neyðarstigi. Þannig okkur finnst fullkomlega eðlilegt að það hugtak færi inn í reglurnar. Þá eru allir viðbragðsaðilar og allir með það á hreinu nákvæmlega hvað það þýðir, vel skilgreint og lögbundið. Þannig þetta er í rauninni lagfæring og uppfærsla,“ segir Sigríður. En er útlit fyrir að það muni þurfa að nýta þetta ákvæði? „Við vonum bara innilega að það komi ekki til þess. Hins vegar vildum við hafa alla okkar reglu- og lagaumgjörð í lagi,“ svarar Sigríður. En ef til þessa kæmi, hvernig störf eru það sem fólk yrði fengið til þess að gegna? „Ég á kannski erfitt með að tjá mig um það á þessu stigi en þú sérð svo sem í hvað stefnir. Það er náttúrlega búið að búa til bakvarðasveit fyrir heilbrigðiskerfið og við höfum náttúrlega verið mjög lánsöm að hafa björgunarsveitir á Íslandi sem hafa verið að starfa við hlið lögreglu þétt árum saman. Þarna er kannski sambærilegur grunnur og það.“ Spurð út í líkindin við það þegar fólk er kvatt til herþjónustu, líkt og þekkist í öðrum löndum, svarar Sigríður Björk: „Þetta er búið að vera eins og ég segi, í fimmtíu ár, þetta er uppfærsla á reglugerð sem fyrir var. Enginn hernaðartilgangur, ekkert slíkt.“
Almannavarnir Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira